Uppbygging á Akureyri.

Ánægjuleg frétt fyrir okkur Akureyringa. Unnið hefur verið að þessu lengi á vegum meirihlutans á Akureyri og ánægjulegt að niðurstaða er komin í málið. Þar hafa félagar mínir, Hermann Jón og Sigrún verið órþreytandi.

"Sigrún Stefánsdóttir formaður félagsmálaráðs Akureyrar að ekki sé um fjölgun hjúkrunarrýma að ræða, þar sem leigusamningur vegna Kjarnalundar rennur út árið 2012 en þar eru nú 44 rými. „Þetta eru afar ánægjulegar fréttir á þessum tímum og leysir vanda sem við höfum staðið frammi fyrir,“ segir Sigrún í samtali við Akureyrarblaðið Vikudag.

Sigrún segir nauðsynlegt að þessi nýju hjúkrunarrými verði tilbúin þegar leigusamningurinn í Kjarnalundi rennur út og að því verði stefnt. „Húsnæðið í Kjarnalundi er barns síns tíma og er ekki að fullnægja þeim kröfum sem gerðar eru, enda ekki byggt sem slíkt.“

Sigrún segir að ekki verði vandamál að finna stað til að byggja þessi hjúkrunarrými og þar er ég sammála henni. Þó er nauðsynlegt að horfa til stærri framkvæmda og lengri tíma en þessi 45 rými gefa tilefni til því þarna er um að ræða rými sem koma í stað Kjarnalundar. Því verðum við að gera ráð fyrir að fleiri rými, og meiri þörf er í pípunum og því er nauðsynlegt að stofna til þessara framkvæmda af stórhug og fyrirhyggju. Svæðið við Dvalarheimilið Hlíð er fullnýtt og því nauðsynlegt að horfa annað.


mbl.is Byggja hjúkrunarheimili nyrðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú meiri fyrirhyggjan og stórhugurinn að byggja hjúkrunarrými jafnmörg þeim sem taka á úr notkun.  Væri ekki nær að sýna stórhuginn og fyrirhyggjuna í því að stórfjölga rýmum fyrir aldraðra í anda alvöru jafnaðarmanna og búa hinum eldri áhyggjulaust ævikvöld ?

Ágúst J. (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 23:22

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ágúst... þú sérð alltaf ljósið...en leiðin á áfangastað hefst alltaf á fyrsta skrefinu.... og fjölgun er það sem stendur til... ef áttar þig ekki á boðskapnum í blogginu mínu.

Jón Ingi Cæsarsson, 19.10.2009 kl. 23:27

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Mjög fyndið hjá þér Jón að þakka núverandi meirihluta þetta. Þessi hjúkrunarrými voru komin á koppinn áður en Samfylkingin komst í meirihluta í bæjarstjórn.

Víðir Benediktsson, 19.10.2009 kl. 23:45

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

hann þakkar ekki samfylkingunni Víðir.. hann segir : Unnið hefur verið að þessu lengi á vegum meirihlutans á Akureyri og ánægjulegt að niðurstaða er komin í málið.

Þetta á við meirihlutann.. hvenær svo sem framkvæmdirnar voru ákveðnar.. og hverjir voru í bæjarstjórn á þeim tíma

Óskar Þorkelsson, 20.10.2009 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818826

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband