8.10.2009 | 13:46
Sjálfum sér verstir.
Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum hafa ákveðið að leggja VG í NV-kjördæmi við að stinga Steingrím J. Sigrússon í bakið. Ég hefði seint trúað því að almennir flokksmenn VG legðust svo lágt. Nú hafa Sjálfstæðismenn stokkið á tækifærið við að tala niður ríkisstjórnina og það sem verið er að gera.
Það hefur aldrei verið flokkum til frádráttar þegar almennir flokksmenn fara í fjölmiðahernað gegn kjörinni forustu sinni. Það veldur óbætanlegum skaða og trúverðugleiki flokksins og fólksins sem kjörið er til forustu missir stöðu og status í augum þjóðarinnar. Það hefur upphlaupsliðinu tekist og trúverðuleiki Steingríms J, Katrínar og fleiri hefur skaðast mikið.
Sjálfstæðismenn í Vestmannaeyjum taka undir óánægju svæðisfélaga Vinstri grænna í Húnavatnssýslum og Skagafirði með niðurskurð á landsbyggðinni.
Gaman fyrir VG að málflutingur og framsetning þeirra hentar Sjálfstæðisflokknum.
Með sama áframhaldi gætu þeir tryggt Sjálfstæðisflokknum valdastól á ný og þá breytist ýmsilegt. Sjá menn fyrir sér nákvæma rannsókn Sjálfstæðisflokksins á sjálfum sér í aðdraganda hruns og einkvæðingarinnar. Halda menn að Eva Joly haldi starfi sínu við að rannsaka hrunið og gefa út skýrslur um sökudólga og atburðarás.
Nei... það fyrsta sem gerðist væri að rannsóknir þær sem verið er að vinna yrðu blásnar af og niðurstöðum sem þegar liggja fyrir stungið undir stól. Allt of margir núverandi valdamanna Sjálfstæðis og Framsóknarflokks eiga undir að rannsókn og niðurstaða verði í skötulíki...
Við þetta vilja ungir vinstri grænir NV kjördæmi aðstoða Sjálfstæðisflokkinn og hjálpa til við hrekja frá núverandi stjórnvöld með niðurrifsstarfssemi innanfrá.
Sjálfstæðismenn í Eyjum taka undir með VG á Norðurlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Landsbyggðin lifi.Áfram Vestmannaeyjar, áfram Húnvetningar,áfram Skagfirðingar og vonandi líka Eyfirðingar áður en langt um líður.Niður með afætulýðinn í 101 R.Vík og talsmenn þeirra.
Sigurgeir Jónsson, 8.10.2009 kl. 17:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.