7.10.2009 | 07:53
Rússnesk rúlletta.
Ögmundur Jónasson er mikill hugsjónamaður og eldhugi. Svo mikill eldhugi að hann er tilbúinn að leika rússneska rúllettu með íslensk efnahagsmál og utanríkismál.
Flestir sérfræðingar sem tjáð hafa sig um þessi mál eru sammála um að samningur okkar við AGS sé lykillinn að endurreisn hér enda tengja öll lönd sem ætla að lána okkur peninga, því að það sé gert með samingi við AGS hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Síðast kom í ljós að Pólverjar gera það með óbeinum hætti þannig að þeirra lánsfé kemur ekki inn fyrr en búið er að endurskoða samninginn.
Trúverðugleiki okkar og endurheimt hans byggist á að við séum tilbúin að vera í samvinnu við alþjóðasamfélagið. Það er svo pólitísk ákvörðun að gera það ekki og það vill Ögmundur.
Hvaða afleiðingar það hefði veit svo enginn. Við vitum ekki hvernig viðtökur við fengjum en líklega mundu flestar þjóðir draga til baka stuðnings og lánaloforð. Slíkt myndi seinka allri uppbyggingu hér í mörg ár, atvinnuleysi yrði enn meira og gjaldþrot fyrirtæka margfaldast.
En það er ákvörðun hvers og eins að vilja taka slíka áhættu og færa kreppuna hér á byrjunarreit. Þó Ögmundur vilji bjóða börnunum mínum og barnabörnum upp á þann kokteil þá er ég ekki tilbúinn að samþykkja það fyrir þeirra hönd að slíkt væri gert.
Pólitíkin sem Ögmundur er að bjóða okkur upp á er svolítið í anda Kim Il Sung og Castros. Heimsmíðaðaður einangrunarkommunismi og ef menn vilja slíka nálgun fyrir Íslenskt samfélag er það bara ákvörðun.
Höfum ekkert við AGS að gera | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvaða sérfræðinga ertu með í huga?
Doddi D (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 07:59
Það er ekki einangrun, heldur alþjóðavæðing, bara ekki Angló-ameríska útgáfan af alþjóðavæðingu. Sum lönd munu reyna að þvinga okkur, önnur munu halda áfram að vera opin eða opnast, svo sem kína, rússland og eldri fórnarlömb IMF (þau eru fjölmörg).
Við þurfum ekkert að óttast, nema IMF og þessar drápsklyfjar sem þeir vilja að við tökum á okkur og afkomendur okkar.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 08:32
En viljum við taka þá áhættu að " drápsklyfjarnar " verði enn þyngri.
Ef það... þá er það bara ákvörðun. Það sem þarf að hætta er þessi endalausa ruglumræða í hringi og komast aldrei að niðurstöðu... það skelfir mig mest.
Jón Ingi Cæsarsson, 7.10.2009 kl. 08:39
Flestir sérfræðingar sem tjáð hafa sig um þessi mál eru sammála um að samningur okkar við AGS sé lykillinn að endurreisn hér enda tengja öll lönd sem ætla að lána okkur peninga, ???
Má ekki alveg eins segja
Flestir sérfræðingar sem tjáð hafa sig um þessi mál eru ósammála um að samningur okkar við AGS sé lykillinn að endurreisn hér enda tengja öll lönd sem ætla að lána okkur peninga???
Eru ekki báðar fullyrðingarnar jafn gáfulegar.
Ekki teysti ég mér til þess að skera úr um það, að "sérfræðingarnir" sem eru sammála séu fleiri en hinir sem eru ósammála.Ari Guðmar Hallgrímsson, 7.10.2009 kl. 08:43
Ótrúlegt hvað þið eruð tilbúin að naga hann Ögmund þegar hann vill vinna eftir því sem Samfylkinginn sagði að hún stæði fyrir í síðustu kosningum og kosningunum þar áður, þ.e. heiðarleg og opin vinnubrögð. Samfylkinginn er bara flokkur um völd.
Tómas Örn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 08:51
AGS hefur gert marga góða hluti í löndum á við Perú, Bólivíu og síðan Rússlandi í tíð Borisar Jeltsín. Í kjölfarið fylgdi vel heppnuð einkavæðing á infrastructure landanna sem gerði þau að þátttakendum í alþjóðasamfélaginu. Ég styð því heilshugar stefnu Davíðs og Jóhönnu að koma Íslandi inn í nútímann og frekari einkavæðingu íslenskra auðlinda. Vonandi fær Björgólfur að kaupa meira fyrir minna til að ná endum saman.
Björn Heiðdal, 7.10.2009 kl. 09:38
Flestir sérfræðingar sem tjáð hafa sig um þessi mál eru sammála um að samningur okkar við AGS sé lykillinn að endurreisn hér
Meira hef ég séð af neikvæðri tjáningu í garð uppbyggingarstarfsemi AGS heldur en jákvæða, og þá er ég ekki að tala um hér á bloggi heldur hjá sérfræðingum, fáa hef ég séð tala um ágæti þess heldur en þá sjálfa.
Flestir sérfræðingar sem tjáð hafa sig um þessi mál eru sammála um að samningur okkar við AGS sé lykillinn að endurreisn hér enda tengja öll lönd sem ætla að lána okkur peninga, því að það sé gert með samingi við AGS hvort sem mönnum líkar betur eða verr.
Hér gerir þú ráð fyrir að það sé okkur í hag að fá þessi lán, lán sem á ekki að nota í annað en að styrkja varagjaldeyrissjóð, eina sem það gerir er að auka útlát á gjaldeyri frá landinu í formi vaxta, væri ekki nær að sleppa þessu lána rugli því að við höfum ekkert með þetta að gera.
Síðast kom í ljós að Pólverjar gera það með óbeinum hætti þannig að þeirra lánsfé kemur ekki inn fyrr en búið er að endurskoða samninginn.
Samkvæmt fréttum (sel það ekki dýrara en ég las það) þá settu Pólverjar enga skilmála á lánið, það var AGS og ESB sem tóku fyrir og bættu við þessum skilmálum, húrra fyrir fullveldinu þar.
Slíkt myndi seinka allri uppbyggingu hér í mörg ár, atvinnuleysi yrði enn meira og gjaldþrot fyrirtæka margfaldast.
Væri ekki nær að lækka vexti og skatta umtalsvert, þannig hefur fólk meira á milli handanna sem gerir það að verkum að fjármagn fer að flæða, skil ekki afhverju ríkið getur ekki tekið sinn skerf þegar fjármagnið flæðir í staðin fyrir að taka sinn skerf áður en það fær að flæða(auknir skattar), þessi mál eru vel leysanleg innanlands ef það er vilji fyrir því.
Trúverðugleiki okkar og endurheimt hans byggist á að við séum tilbúin að vera í samvinnu við alþjóðasamfélagið.
Enginn er að segja að við séum ekki tilbúin til að vera í sammvinnu við aljþóðasamfélagið, við erum bara ekki tilbúin til að láta kúga okkur af ESB alþjóðasamfélginu.
En það er ákvörðun hvers og eins að vilja taka slíka áhættu og færa kreppuna hér á byrjunarreit.
Kreppan hér er á byrjunarreit, það er lítið sem ekkert búið að gerast síðan það var hrun.
Brottför Davíðs úr SI átti að bjarga öllu, ekkert gerðist og gengið versnaði.
Umsókn í ESB átti að bjarga öllu, ekkert gerðist og gengið versnaði.
Nú á Icesave að bjarga öllu, er þetta ekki orðin svolítið gömul tugga?
Halldór Björgvin Jóhannsson, 7.10.2009 kl. 09:54
Alveg hvað mér eða öðrum finnst um AGS ... allar þjóðir sem að málinu koma setja það sem skilyrði fyrir aðstoð.... að AGS sé með í ráðum.
eru menn ekki að skilja eða er þetta strútahagfræði... hausinn í sandinn og æpa ??
Jón Ingi Cæsarsson, 7.10.2009 kl. 10:05
Alveg hvað mér eða öðrum finnst um AGS ... allar þjóðir sem að málinu koma setja það sem skilyrði fyrir aðstoð.... að AGS sé með í ráðum.
eru menn ekki að skilja eða er þetta strútahagfræði... hausinn í sandinn og æpa ??
Finnst þér verðmiðinni ef svo skal kalla ekki of hár?
Væri ekki nær að redda málum hér innanlands án aðkomu AGS og þessara lána, það er hægt, einnig er alþjóðasamfélagið stærra en ESB, þar sem AGS hefur engin ítök til að tengja lán við sig.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 7.10.2009 kl. 10:12
Halldór minn... það þýðir ekkert að úskýra þetta fyrir þér... það heyrist svo illa ofaní sandinn þar sem þú ert með strútnum.
Jón Ingi Cæsarsson, 7.10.2009 kl. 14:08
"Varar við því að útiloka AGS" - David Carey hagfræðingur hjá
Efnahags- og framfarastofnuninni – ruv.is 6. okt
„Án hans (AGS) aðstoðar gætu efnahagshorfur versnað mikið, kreppan
orðið dýpri, krónan veikst, gjaldþrotum fjölgað og atvinnuleysi orðið
meira en ella“
http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item305804/
"Sérfræðingur Fitch Ratings varar Íslendinga alvarlega við því að
slíta samstarfi við AGS" – 6. okt pressan.is
„Ef Ísland myndi ganga burt frá áætluninni á þessu stigi myndi það
loka fyrir aðgang að fjárhagsaðstoð utan frá og flækja til muna
efnahagsbatann og samskipti landsins við umheiminn. Ég fæ ómögulega
séð hvernig Ísland kæmi til með að koma stöðugleika á gengi krónunnar
og afnema gjaldeyrishöft án þess að njóta fjárhagsaðstoðar að utan.“
Jón Ingi Cæsarsson, 7.10.2009 kl. 14:20
Jón þú virðist ekki átta þig á því að vg hefur mestan áhuga að byggja hér upp miðstýrt forræðishyggjusamfélag - það verður engin endurreisn meðan vg er í ríkisstjórn - það er bara þannig -
Óðinn Þórisson, 7.10.2009 kl. 17:42
Mér finnst ekki skipta máli hvort menn eru með strútnum ofan í sandinum eða hausinn milli rasskinnana á Jóhönnu og Davíð ef viljinn er góður.
Björn Heiðdal, 7.10.2009 kl. 19:40
„Án hans (AGS) aðstoðar gætu efnahagshorfur versnað mikið, kreppan
orðið dýpri, krónan veikst, gjaldþrotum fjölgað og atvinnuleysi orðið
meira en ella“
Er þetta ekki nákvæmlega það sem er að gerast með hjálpinni þeirra, AGS heimtar háa stýrivexti, háir vexti valda stöðnun, stöðnun veldur gjaldþrotum, gjaldþrot og stöðnun valda atvinnuleysi, AGS er ekki að hjálpa það er víst.
"Sérfræðingur Fitch Ratings varar Íslendinga alvarlega við því að slíta samstarfi við AGS"
Þetta er í raun enn ein hótun, síðan hvenær batnar lánshæfi við það að taka ennþá fleiri lán? með þessum auknum lántökum þá fara allir þeir peninga í að borga vextina af þessum lánum.
Ætli það sé ekki það sem AGS vill hér, svona vinna þeir, hækka stýrivextina lána pening og ná honum öllum aftur til baka í formi vaxta ásamt því að hreinsa upp allan hagnað frá auðlindum.
Fyrst við erum að vísa í aðra.....
"My analysis of economic trends in 68 countries over nearly three decades shows that countries signing IMF agreements attract about 25 percent less foreign direct investment than countries not under IMF agreements," said Nathan Jensen,
The IMF’s operating philosophy is the destructive (indeed, toxic) belief that imposing a deeper depression with more unemployment will reduce wage levels and living standards by enough to pay debts already at unsustainable levels, thanks to the kleptocracy’s tax “avoidance” and capital flight. -Michael Hudson
Er það sem Michael Hudson er að segja ekki að gerast hér á landi? er þetta það sem við viljum?
Halldór Björgvin Jóhannsson, 7.10.2009 kl. 19:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.