6.10.2009 | 16:18
En hvað með stjórnmálamennina ?
Miklar umræður hafa farið fram á Alþingi á hæfi og vanhæfi embættismanna og forstjóra.
"Það er ekki bara öll stjórnsýslan sem er undir... Það þarf einfaldlega að taka þrju efstu lögin: ráðuneytisstjórana og forstjórana, skrifstofustjórana, sviðsstjórana og deildarstjórana og annað hvort að segja þeim upp og endurráða þá annarstaðar í stjórnsýslunni eða bara segja þeim upp; eða að færa til þetta fólk þannig að það geti ekki haldið áfram eins og verið hefur.
Þór sagðist telja eins og fleiri, að aðkoma Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sé farin að valda tjóni hér. Það sé skylda ríkisstjórnarinnar að velta upp plani B og koma Alþjóðagjaldeyrissjóðnum burtu og leysa mál Íslendinga á skaplegri hátt, en gert er ráð fyrir í áætlun sjóðsins. "
Þetta er af málflutningi eins að alþingismönnunum í dag.
En hvernig væri að núverandi þingmenn...allir sem einn litu í eigin barm ? Eru þeir að vinna með heill þjóðarinnar að leiðarljósi eða eru þeir fyrst og fremst að hugsa um eigið pólítískt skinn og flokka sinna ? Maður spyr sig og finnst einhvernveginn að mikið skorti á að þingmenn ráði við þau verkefni sem þeir voru kosnir til.
Það sem blasir við þjóðinni eru ósamstæðir, geðvondir þingmenn sem hugsa fyrst og fremst um að gagnrýna hvern annan, drepa málum á dreif og tefja framgang þingræðisins með ýmiskonar ráðum. Sumir þingmenn hlaupast frá verkum sínum og tala illa um samherja sína jafnt sem andstæðinga. Það sem blasir við þjóðinni í leikhúsinu við Austurvöll er ekki til þess fallið að fólkið í landinu trúi því að þarna fari hópurinn sem muni bjarga okkur úr hremmingum...þvert á móti.
Mín heitasta ósk er að menn fari að vinna saman að þeim hrikalegu verkum sem bíða og hætti að vega mann og annan með illmælgi og vondum vinnubrögðum.
Þjóðin þarf á því að halda að öðlast trú...en því miður er ekki líklegt að hún vakni með þjóðinni þegar horft er inn í þingsalinn... sem því miður líkist hringleikhúsi fáránleikans frekar en stað þar sem vonir kvikna.
Þarf að hreinsa til í kerfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, hvað með stjórnmálamennina Jón Ingi?
Ert þú ekki einn af þeim sem velur þá á fjögura ára fresti, í það minnsta?
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 16:24
Eimitt... en get lítið breytt því hvað þeir eru að gera og gera ekki "NÚNA" á Alþingi annað en reynt að höfða til samvisku þeirra.
Jón Ingi Cæsarsson, 6.10.2009 kl. 16:31
Mér fannst málflutningur Þórs Saari skörulegur en heldur lækkaði ímynd þingsins eftir því sem fleiri tóku til máls. Standa þar uppi óskiljanleg ummæli þingmanna eins og Jóns Gunnarssonar, Björgvins Sigurðssonar og Tryggva Herbertssonar.
Vonandi verður kosið sem fyrst svo kjósendur geti losað sig við þessar afturgöngur hrunsins sem svo sannarlega eiga ekki erindi á Alþingi Íslendinga
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.10.2009 kl. 17:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.