Bylting í úrgangsmálum á Akureyri.

Júlí 2009 035

 

Umhverfisnefnd hefur nú ákveðið verkalag að lokalausnum í úrgangsmálum á Akureyri. Sorphaugar munu hverfa af Glerárdal innan næstu tveggja ára og stefnt er að aukinni flokkun og nýtingu úrgangs.

Nefndin hefur nú falið starfsmönnum framkvæmdadeildar að undirbúa útboð á sorphirðu í bænum og mun það byggja á þriggja tunnu kerfi þar sem í boði er tunna fyrir lífrænt, tunna fyrir flokkaðan úrgang, plast, málma og fleira og svo tunna fyrir óflokkaðan úrgang.

Umhverfisnefnd hefur verið að kynna sér mál í ýmsum sveitarfélögum og reynt að afla sem víðtækastar þekkingar á viðfangsefninu. Það var því að vel ígrunduðu máli að fara alla leið og taka upp þriggja tunnu flokkunarkerfi en lengi vel var verið að horfa til tveggja tunna. Nokkur sveitarfélög hafa tekið upp þetta fyrirkomulag og gengið vel. Reynsla er því orðin nokkur á landinu af þessu fyrirkomulagi. Jafnframt þessu verða gámastöðvarnar efldar.

Bókun umhverfisnefndar hljóðaði svo.

  Sorpmál - framtíðarsýn
2009010228
Starfsmenn frá Íslenska Gámafélaginu mættu á fundinn og kynntu hugmyndir fyrirtækisins varðandi flokkun og sorphirðu á Akureyri.
Umhverfisnefnd þakkar kynninguna og leggur til eftirfarandi varðandi flokkun og sorphirðu á Akureyri:
Starfsmönnum framkvæmdadeildar er falið að bjóða út breytta sorphirðu. Gera skal ráð fyrir þriggja tunnu flokkunarkerfi og lífrænn úrgangur fari í jarðgerðarstöð Moltu til vinnslu. Stefnt verði á að verkefnið verði að fullu komið til framkvæmda á vordögum 2010.

Jarðgerðarstöð Moltu á Þveráreyrum hefur nú verið starfrækt í nokkurn tíma og starfssemin gengið vel. Ráðamenn þar á bæ telja tímabært að takst á við lífrænan heimilisúrgang en fram að þessu hefur verið vinnsla á sláturúrgangi og fleiru frá fyrirtækjum.

Þegar þessu verkefni lýkur á næsta ári og sorphaugarnir hverfa er Akureyri kominn í hóp fyrirmyndarsveitarfélaga í umhverfismálum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Ingólfsson

Jákvætt að Akureyringar geri átak í umhverfismálum.

Þú segir "Sorphaugar munu hverfa af Glerárdal innan næstu tveggja ára..."

Jahá...... -Ekki hefur áður verið stigið jafn stórt skref í umhverfismálum á Íslandi! 

Akureyringar hafa urðað allt sitt sorp á bökkum Glerár í 60 ár. Það má leiða að því líkur að þar liggi grafnir allir þeir rafgeimar, PCB menguð raftæki ofl spilliefni,  í álika magni og selt var á Akureyri frá 1950 og fram yfir 1980.

Hvert ætlið þið með þetta?

Eða er hugsunin sú að ef hætt verðui urðun og mokað yfir hauginn þá sé hann horfinn  ?

Einhvernvegin grunar mig að eiturlækurinn sem liðast undan öskuhaugunum verði samur við sig næstu aldir og skili sínu í Glerána, -en hún er ýmsu vön.

Hver er sú hin mikla á

sem aldrei frýs?

Gul og rauð og græn og blá

-og gerð af SÍS

Karl Ingólfsson, 6.10.2009 kl. 01:40

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Karl... fyrsta verk er að stöðva tjónið... næsta skref er að endurvinna landgæði... og koma í veg fyrir frekara tjón.. og það bíður okkar.

Það eru margir haugar á Akureyri... byrjum á Oddeyri og höldum upp að núverandi urðunarstað... þá eru líklega skilgreindir 6-8 staðir þar sem Akureyringar hafa urðað sorp frá því á nítjándu öld. Misstórir og mishættulegir og líklega eru staðirnir enn fleiri eftir 150 ára búsetu hér.

Reyndar eru tekin sýni úr þessu ágæta læk reglulega og heilbrigðseftirlitið tekur til sinna ráða fari mengun upp fyrir leyfð mörk.

Jón Ingi Cæsarsson, 6.10.2009 kl. 16:41

3 Smámynd: Karl Ingólfsson

Það er athugunarvert að bera saman bæjarlæki Akureyringa og Reykvíkinga. Vissulega eru Elliðaárnar dagfarsprúðari en Gleráin þó í þær geti komið stórflóð þegar rignir á frostna jörð.

Geirsnefið er ekki fallegt en  umhverfi Elliðaánna er stórskemmtilegt og mikið sótt útivistarsvæði og skipulagt í þá veru.

Í raun ætti Gleráin á sama hátt að vera perla Akureyrar en hefur í áratugi minnt meira á ræsi.

Lengst af var óhrjálegt við ósinn, síðan tóku við Sambandsverksmiðjurnar með ullarþvottastöð og sútun sem hefur í gegnum tíðina losað mikið af krómsöltum og öðrum óhroða. Þar ofan við voru rústir af virkjun, síðan yfirgefin steypustöð, því næst önnur í rekstri sem sjaldnast var fagur og spúlað úr steypubílum beint í ána. Á móts við vegagerðina er gamall sorphaugur, Þar ofan við voru lengi gorgryfjur á árbakkanum (neðst í hesthúsamýrinni!)  Norðan ár eru síðan malargryfjur Glerárbænda sem ratað hafa í kennslubækur sem verst umgengnu malarnámur Íslands.

Neðan malbikunarstöðvar eru stórir sorphaugar, malbikunarstöðin hefði mátt fá heimsókn frá garðyrkjudeildinni fyrir áratugum (fá samt plús fyrir að hafa safnað saman malbiksafgöngum ef vera kynni að þeir nýtist síðar).

Ofan Malbikunarstöðvar eru nær samfeldir sorphaugar upp að "Laugarhól" (sem horfinn er fyrir mitt minni)

Kórónan á sköpunarverkinu eru svo núverandi sorphaugar, efst í malargryfjunum.  Ekki efa ég að heilbrigðiseftirlitið taki reglulega sýni úr  hroðalæknum. Það vita hinsvegar allir að það eru "engin ráð" til staðar þó að í frárennslinu mælist mengun. Hvernig á að stöðva lækinn eða gera mengunina skaðlausa?  Öllum þessum óhroða skolar marglit Gleráin í gegnum miðjan bæinn og niður til sjáfar, þar sem straumurinn spúlar gumsinu jafnan einn hring rangsælis um Pollinn.

Sem dæmi um hve Gleráin er afskipt má benda á að fyrir ca. 15 árum var áin nærri búin að grafa undan brúnum á Glerárgötu. Akureyrabær stundaði efnistoku úr ósnum og mokaði jafnfram reglulega uppúr damminum við stífluna og stöðvaði þar með allan efnisframburð. Þetta orsakaði að sjálfsögðu að Gleráin gróf sér mjög djúpan farveg á eyrunum og var komin langleiðina niður fyrir brúarstólpa án þess að því væri veitt athygli.

Mitt í þessum ósóma (sumt er nú farið eða lagað) er svo Gleráin sjálf og er allt í senn; lindá, dragá og jökulá. Gljúfrin eru mjög falleg og æskilegt að umhverfi þeirra sé fegrað og þau gerð aðgengileg með stígum og göngubrúm. Í glúfrunum eru tveir meginfossar og jafnast þeir á við marga fossa sem menn gera sér ferð til að skoða þar sem umhverfi er bærilegra.

Umgengnin við Glerá hefur mér lengi þótt skammarleg og það að urða sorp og óhroða á árbakkanum  eða sulla  í ána, ofan við byggðina, hefur mér alltaf þótt gera Akureyri að sóðalegasta bæjarfélagi landsins.

Þótt hætt verði að urða á Glerárhaugum þá mun mengun frá þeim skila sér í ána um langa framtíð. 

Þessi ófullkomna upptalning er ekki illa meint og það er ástæða til að fagna því að urðun verði hætt á Glerárdal og haugum og námum lokað og vonandi er það upphafið að öðru meira.

Ég vonast til þess að Glerá og Glerárgljúfur verði í framtíðinni talin með merkari skoðunarstöðum í Eyjafirði og gönguleiðin Kjarnaskógur - Lönguklettar - Fálkafell - Glerárgljúfur verði stórvinsæl.

Kveikjan að þessum skrifum var orðanotkunin "horfinn" sem flestir skilja sem farinn og týndur. Minni á að "hulið er sjaldnast horfið".

Karl Ingólfsson, 6.10.2009 kl. 22:59

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Takk fyrir þessi skrif... minni mitt nær til sorphauga sem voru í krikanum vestan húsa Vegagerðarinnar og þar er ýmis óhroði á yfirborði og mikið undir... þaðan fóru þeir upp á svæði þar sem þú nefnir neðan malbikunarstöðvarinnar og þar voru þeir nokkuð lengi og þangað sóttu unglingar Akureyrar og fleiri í veiðiferðir því þar úði og grúði af stórum, feitum rottum. Þar gerði maður sér leik að því að keyra rólega inn á planið í myrkrinu og kveikja ljósin og horfa á hundruðir hverfa með öskotshraða á nokkrum sekundum.  Horfir sorphaugar þýða ekki horfið sorp í þessum skrifum heldur horfin starfssemi með öllu því sem henni fylgir. En undir niðri bíða verkefnin fyrir framtíðina að ákvarða hvort í framhaldi af því verði farið í að hreinsa burtum mengun og sorp síðustu áratuga. Þekki ekki ártalið en líklega hafa sorphaugarnir farið frá Vegagerðarhúsum að malbikunarstöð einhverntíman um og eftir 1963-65 og þar voru þeir í meira en áratug. Þar má því gera ráð fyrir að hafi verið urðuð 200 - 300  tonn af sorpi ef til vill meira. og ekkert af því flokkað eða tekin frá eiturefni. Það var td vinsælt að skjóta rafgeyma í tætlur í móunum neðan hauganna.

En fyrsta vers er að loka þarna og hætta starfssemi .. opna gönguleiðir með Glerárgili báðum megin og þegar hefur starfssemi malbikunarstöðvarinnar verið færð eða verður færð fjær gilinu til suðurs.

http://samak.is/?mod=myndir&mod2=view&view=myndir&album=16

Jón Ingi Cæsarsson, 7.10.2009 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 819298

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband