Hvað annað er í boði ?

Framsóknarflokkurinn ? Veikur, óreyndur formaður sem hefur málað sig út í horn með óígrundum málflutningi og hefur engar tillögur borið á borð til lausnar mála. Varaformaðurinn virðist hafa verið settur til hliðar og Höskuldur Þórhallsson tekið að sér málflutning í fjarveru formannsins og hefur vægast sagt ekki tekist vel til. Síðast ber að nefna 2000 milljarða lán sem þeir fóstbræður tóku hjá Norska Framsóknarflokknum og hafa orðið að nokkru athlægi fyrir.

Sjálfstæðisflokkurinn ? Er í alvarlegri forustukreppu þar sem formaðurinn hefur ekki náð vopnum sínum mest fyrir baktjaldamakk gamallar valdaklíku í flokknum sem ekki er tilbúin að láta völd sín í hendur veiks og óreynds formanns. Varaformaðurinn er úr leik í umræðunni og mun ekki ná trúverðugleika hjá þjóðinni vegna persónulegra mála. Tók að sér að vinna að þjóðarheill í Icesavemálinu og bauð upp á samráð og samvinnu. Hljópst undan verkum og eigin tillögum í því máli sem og mörgum öðrum. Engar tillögur hafa litið dagsins ljós í einstökum málum eða málaflokkum.

Hreyfingin ? Þarf ekki að ræða hana sérstaklega... sundurlaus hjörð fólks sem veit ekki fyrir hvað það stendur.

Vinstri grænir ? Stór hluti þingflokksins hefur staðið sig með miklum ágætum og unnið heilshugar samkvæmt stjórnarsáttmála og í anda þess að leysa mál þjóðarinnar.  Hópur sá er leiddur er af Ögmundi Jónassyni hefur sama yfirbragð og vinnubrögð og skemmdaverkahópurinn hjá Alþýðubandalaginu á sínum tíma... þá leiddur af Hjörleifi Guttormssyni og nokkrum öðrum. Gerð Alþýðubandalagið að ótrúverðugum flokki og ósamstarfshæfum á þeim árum. Ef formanni flokksins tekst að berja í brestina geta Vinstri grænir haldi áfram að stjórna landinu með Samfylkingunni.

Samfylkingin ? Stefnuföst og hefur skýra framtíðarsýn. Hefur gengið erfiðlega að fá hjólin til að snúast en ástæður þess eru löngu skilgreindar og hafa legið fyrir lengi. Lykillinn að hreyfingu er lausn Icesave og flokkurinn hefur haldið því á lofti frá stjórnarmyndun. Viðbrögð Pólverja og áherslur við lánveitinguna í gær staðfesta það álit flokksins að Icesave er það mál sem heldur hjólum uppbyggingar í kyrrstöðu.

Ef slitnar upp úr stjórnarsamstarfi VG og Samfylkingar er það ávísun á alvarlega stjórnarkreppu sem er það síðasta sem þessari þjóð væri upp á bjóðandi af stjórnmálamönnum þessa lands.

Maður getur því fátt annað gert en reynt að höfða til ábyrgðartilfinningar þeirra sem sjá ekki út fyrir eigið sjálf.....

 


mbl.is Eina stjórnarmynstrið sem er í augsýn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg rétt hjá þér að Samfylkingin er stefnuföst og með framtíðarsýn, eini gallin er bara sá að hún er röng fyrir land og þjóð.

Þórður Ingvarsson (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 23:10

2 Smámynd: Sigurjón

Þvílík ,,halelújafærzla"!  Greinilegt að það þýðir ekkert að ræða pólitík við þig, þar sem þú ert með hausinn grafinn í samfylkingarsandinum...

Sigurjón, 5.10.2009 kl. 23:17

3 identicon

Þetta er ömurlegasta og versta greining sem ég hef séð á stjórnmálaástandinu.Samfylkingin er skemdarverkaflokkur, Evrópudaður og Brusseldraumar Samfylkingarinnar gera það að verkum að þeir eru tilbúnir að fórna þjóðarhag fyrir fjögur sæti í Brussel. Það má líkja stefnu Samfylkingarinnar við líkfylgd. Samfylkingin út í kuldann, allir hinir inn. þetta er ekki flóknara.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 818655

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband