5.10.2009 | 14:27
Nýr Bjarni Guðna ?
Mér finnst ég ekki vera að sjá svona uppákomu í fyrsta sinn. Árið 1974 felldi Bjarni Guðnason Frjálslyndum og vinstri mönnum vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar. Ástæður og framsetning hans var mjög svipuð og hjá VG í liði Ögmundar, sem eru að hengjast í eigin prinsipum. Eigin sjónarmið og skoðanir eru þjóðarhag og skynsemi yfirsterkari.
Mér sýnist stefna í að Ögmundur Jónasson og fylgismenn hans séu að kyrkja fyrstu hreinu vinstri stjórn á Íslandi og mun þá fá heiðurssess í sögunni með Bjarna Guðnasyni sem maður sem tryggir hægri öflum völd á Íslandi... með ósveigjanleika og sérhyggju.
Það sem Bjarni Guðnason uppskar árið 1974 með frumhlaupi sínu og óbilgirni var fjögurra ára stjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks sem flestir muna sem einn mesta hörmungartíma í Íslenskum stjórnmálum enda unnu vinstri flokkarnir stórsigur í framhaldi af því árið 1978 eins og flestir muna.
Ögmundur: Var stillt upp við vegg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef Ögmundur og hans stuðningsmenn "kyrkja" ríkisstjórnina verður það vegna þess að þeir verða neyddir til þess með því að stilla þeim upp við vegg, rétt eins og Ögmundur var neyddur til þess að yfirgefa ríkisstjórnina.
Hjörtur J. Guðmundsson, 5.10.2009 kl. 14:40
Sjalladindarnir sjá sér hag í að hræra í Ögmundarliðinu...enda bíður gammurinn handan hornsins eftir völdum Hjörtur.
Ögmundur yfirgaf ríkisstjórnina af því ríkisstjórn á ekki að mynda um skoðanir eins manns... heldur með þjóðarhagsmuni að leiðarljósi. Það gerði hann að eigin frumkvæði sama hvað þú reynir að skálda upp Hjörtur enda vita svo sem allir að þú skrifar ekkert sem ekki koma um skipanir úr Valhöll.
Jón Ingi Cæsarsson, 5.10.2009 kl. 14:45
Þetta er alveg ótrúleg lýsing hjá þér ! hvernig er ástandið núna á Krataheimilinu ?
Ágúst J. (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 16:28
Þetta er nefnilega ekki vinstristjórn. Þ.e. þ.s. Ögmi er búinn að átta sig á.
Allt talið um að vernda fjölskylduna og litla manninn, er einungis það, innantómt blaður. Á sama tíma, kemur hver aðgerðin á fætur annarri, sem gengur akkúrat nákvæmlega þvert á það, að efla hag fjölskyldna, litla fólksins; og annarra.
Stefna ríkisstjórnarinnar, er helstefna, sem mun kæfa atvinnulífið, fjölskyldurnar í landinu; og kóróna snilldarverk Dabba og Dóra, um að koma landinu rækilega á hausinn.
-------------------
Ég bendi á eftirfarandi færslur:
http://einarbb.blog.is/blog/einarbb/entry/959997/
http://einarbb.blog.is/blog/einarbb/entry/959354/
http://einarbb.blog.is/blog/einarbb/entry/956212/
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 5.10.2009 kl. 17:35
Jón vegna orða þinna um Hjört og Valhöll - þá verð ég að viðurkenna að ég hef aldrei litið á þig annað en sem flokkpenna - enda stjórnmálaumræðan á Samylkigarvefnum kanski besti rökstuðningurinn - seint fengi ég þar aðgang -
Óðinn Þórisson, 5.10.2009 kl. 18:01
Seint væri mér boðið í rökræður hjá Sjöllum eins og Hannesi Hólmsteini til ungra jafnaðarmanna... enda er ýmsum boðið að koma og halda ræður og viðra skoðanir sínar hjá Samfó... aldrei hef ég séð það hjá Sjöllum.
Ágúst...ástandið er fínt á krataheimilinu..en eitthvað eru börnin erfið á sossaheimilinu.
Jón Ingi Cæsarsson, 5.10.2009 kl. 19:05
Ég spái ríkisstjórn X-D og X-S, ef stjórnin fellur.
En eftir hrun Icesave málsins, fækkar mjög deilumálum milli þessara 2. flokka, - ekki deilt um þörf á niðurskurð, frekar um hvaða skatta og stærðargráður frekari skattheimtu. En, sammála um stóryðjumál, og margt annað.
Líklegasta stjórnarmyndstrið, sýnist mér.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 5.10.2009 kl. 19:15
Það er ekki nóg að stjórnin heiti vinstri stjórn. Það þarf líka að stjórna almennilega og þar hefur þessi ríkisstjórn klikkað. Ef þetta stjórnarsamstarf hrynur verður Jóhanna bara að kenna sjálfri sér um þó það sé ekki stíll Samfylkingar að finna til ábyrgðar (ævinlega allt öðrum að kenna) Varðandi sigur vinstri flokka 1978 var mynduð stjórn í kjölfarið sem starfaði í 10 mánuði ef ég man rétt, þá hlupu jafnaðarmenn út undan sér og sprengdu ríkisstjórnina en örugglega einhverjum öðrum að kenna.
Víðir Benediktsson, 5.10.2009 kl. 19:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.