22.9.2009 | 07:29
Hugmyndin falleg en afleiðingarnar gætu orðið hrikalegar.
Greiðsluverkfall er falleg hugmynd og skiljanleg í því ástandi sem ríkir hjá sumum.
En afleiðingar fyrir þá sem fara í slíkt verkfall gætu orðið hrikalegar og endanlega sett menn í þrot. Margir hafa engu að tapa og greiðsluverkfall breytir engu fyrir þá. En þeir sem eru á mörkum þess að ráða við skuldibindingar sínar gætu farið framaf brúninni við slíka aðgerð.
Það kemur því ekki á óvart að það séu frekar fáir sem vilja taka slíka áhættu eða um 16% þeirra sem þátt tóku. Þá er átt við þá sem vilja gera slíkt til lengri tíma og líklegt að það séu þeir sem hafa engu að tapa nú þegar.... eða þannig hugsa ég þetta út frá sjállfum mér ef ég hugleiddi slíkar aðgerðir.
Í þessu er því fólkin mikil áhætta og menn ættu að íhuga vel út frá persónulegum hagsmunum sínum hvort þetta sé skynsamlegt í persónulegri stöðu sinni.
Innan við þriðjungur tilbúinn í greiðsluverkfall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er kominn tími til að þið í sértrúarsöfnuðinum samspillingunni farið að átta ykkur á raunveruleikanum eins og hann er.
Takk fyrir GJALDBORG UM HEIMILIN
Baldvin Björgvinsson, 22.9.2009 kl. 07:48
Þetta er jafn fáránleg hugmynd eins og að leggja niður vinnu til að bæta kjör sín, hvaða heilvita manni dettur slíkt í hug? það getur aldrei leitt til kjarabóta, hvernig áttu að gefa börnunum að borða ef þú vinnur ekkert?
Nei Jón þú verður að sjá hlutina í samengi, ef enginn þorir að taka áhættu þá lagast ekkert, það er nefnilega samskonar aðgerðir hjá huguðu fólki sem færði okkur einhverjar mestur kjarabætur síðustu aldar.
Nema þú sért bara sáttu við að búa í landi þar sem meirihluti manna eru í skuldafangelsi vegna aðgerða bankanna?
Sigurður Ingi Kjartansson, 22.9.2009 kl. 08:07
Verk það sem núverandi ríkisstjórn hefur fengið í fangið frá efnhagsmistakastjórn Sjálfstæðisflokksins er hrikalegt og von allra er að það takist að leysa vanda sem flestra... en taka gremjuna út á þeim sem eru að reyna að bjarga er í besta falli barnalegt Baldvin.
Jón Ingi Cæsarsson, 22.9.2009 kl. 08:07
Afhverju skoðar þú ekki Jón málin betur áður en þú gloggar um þau?
http://www.heimilin.is
Skoðaðu spurgt og svarað. Þá væri kannski smá pinku möguleiki að þú vaknir og sjáir raunveruleikann! Í stað þess að vera að blogga um mál sem þú ekkert virðist vita um................
Guðni Karl Harðarson, 22.9.2009 kl. 08:10
Þetta er nú bara mín skoðun Guðni... og um hana veit ég sennilega mest...hversu vitlaus sem þér finnst hún..
Jón Ingi Cæsarsson, 22.9.2009 kl. 08:27
Kynntu þér málin áður en þú ferð að bulla á opinberum vettvangi Jón Ingi. Þú gætir byrjað á heimilin.is
Baldvin Björgvinsson, 22.9.2009 kl. 09:25
Eða kannski jafnvel kíkt inn á bloggið mitt til að skoða eins og einn smá punkt!
Guðni Karl Harðarson, 22.9.2009 kl. 09:44
"Verk það sem núverandi ríkisstjórn hefur fengið í fangið frá efnhagsmistakastjórn Sjálfstæðisflokksins er hrikalegt og von allra er að það takist að leysa vanda sem flestra... en taka gremjuna út á þeim sem eru að reyna að bjarga er í besta falli barnalegt..."
Þetta er að verða orðinn svooo þreyttur brandari hjá ykkur í Samspillingunni. Þið eruð nú nýbúin að ráða sem seðlabankastjóra þann mann sem bjó til peningamálastefnuna sem var til grundvallar efnahagsstjórnun landsins sl. 18 ár eða svo, Má Guðmundsson. Samspillingin sat við völd sl. 2 ár eða þar til það var ákveðið á grundvelli populisma að stinga sjálfstæðismenn í bakið. Þegar það var orðið ljóst að það myndi gerast, þá segir Björgvin G. af sér sem bankamálaráðherra og segist vera búinn að axla sína ábyrgð á hruninu... nú væri mál að snúa sér að prófkjörsslagnum. Ingibjörg Sólrún sagðist hafa boðið sjálfstæðismönnum sjálfa Jóhönnu Sigurðar, þann dugmikla verkstjóra, til að leiða ríkisstjórnina.
Sér er nú hver dugurinn... og þvílík endemis hræsni sem þessi flokkur þinn stendur fyrir. Á einhverjum tímapunkti bara verðið þið að fara að horfast í augu við það að ykkar gjörðir eru á ykkar ábyrgð. Það á líka við um aðgerðarleysið sem einkennir þessa lömuðu stjórn sem nú situr.
Ófeigur Ófeigsson (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 09:59
Ég tel umræðuna hér mjög litaða af ástandinu og það sem ógnar mörgum heimilum í dag er mikið óöryggi um afkomu sína. Þetta er grafalvaregt mál og það verður að finna flöt á almennum aðgerðum og kynna þær sem fyrst.
Yfirtaka íbúðalánasjóðs á húsnæðisskuldum er gott skref til að leysa mál allra sem eru í sömu stöðu eins.
Ég tel hins vegar ekkert sem kemur í veg fyrir að þegar sé mótuð leið um almenna skuldaleiðréttingu íbúðalána landsmanna. Það er rétt að í núverndi lagaramma er niðurfærsla höfuðstóls ekki eins einföld og hún hljómar.
Tímabundin frysting verðbótaþáttar lána og þá miðuð við tiltekna vísitölu er ein að mögulegum leiðum til að koma til móts við fólk.
En aðalatriðið er þetta: Málið hefur verið of lengi á umræðustigi og þær hugmyndir sem kynntar voru í síðustu viku gefa til kynna að ásættanleg laus sé á næstu grösum sem kalla megi Skjaldborg um heimilin.
Jón Halldór Guðmundsson, 22.9.2009 kl. 10:05
Sigurður ingi, ekki veit ég betur en að fólk hafi lagt niður vinnu til að ná fram bættum kjörum með árangri, það kallast verkfall, þannig að það nú ekki fáranlegra en það
Pétur (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 10:25
Erum við öll ekki á leið í gjaldþrot hvort sem er, þeir sem eru að plumma sig núna munu springa þegar Steingrímur og Jóhanna demba yfir okkur ofurskattahækkunum.
Er ekki best að taka slaginn og hætt að borga núna, illu er best aflokið.
DoctorE (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 11:31
Ef það fæst viðurkennt að fjármálafyrirtækin hafi ótakmarkaðan rétt til að gera eignarnám hjá skuldurum þessa lands og krefja hvort sem er 20 eða 120% árlega vexti á húsnæðislán eru ekki mörg heimili í landinu sem munu geta staðið af sér næstu árin. Ef okkur tekst að setja fjármálafyrirtækjunum mörk með samtakamætti og knýja í gegn sameiginlegan samningsrétt og grundvallandi lágmarksréttindi til handa lántakendum er miklu líklegra að við getum staðið af okkur storminn saman og byggt betra og tryggara samfélag þar sem byrgðum er skipt eftir getu til að bera þær og ekki eftir skuldsetningu.
Þeir sem velja að taka ekki þátt taka þá áhættu að greiðsluverkfallið misheppnist og þegar að kemur að þeim í þrotaröðinni eigi þeir of fá bandamenn til að komast nokkur sinni á fætur aftur. Ekki vil ég taka þá áhættu þó ég ráði vel við mitt í dag og þess vegna mun ég taka þátt og hvetja til þátttöku í greiðsluverkfallinu.
Héðinn Björnsson, 22.9.2009 kl. 12:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.