Klofningurinn væri betra nafn.

Svona fór um sjóferð þá... búsáhaldabyltingin át börnin sín eins og svo margar aðrar byltingar.

Svo er þetta auðvitað harðsoðið hagsmunamál.

Nú munu þingmennirnir geta haldið framlögum til þingflokka fyrir sig og þurfa ekki að deila þeim með þessu leiðindaliði sem vill halda upp á eitthvað skrambans lýðræði.

En ég hef sagt það áður og segi enn... þetta er sennilega Íslandsmet í hruni stjórnmálahreyfingar og ekki kæmi mér á óvart að þessir þrír ættu eftir að klofna í allar áttir áður en um langt líður.


mbl.is Klofningur í Borgarahreyfingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú talar af reynslu Jón.  Allt snýst þetta um peninga og völd ekki satt.  Hvaða flokkur sem á í hlut.  Enda ert þú vara+formaður...hvar sem þú drýpur niður fæti sé ég á profili þínu!!!

itg (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 14:20

2 identicon

Hraðklofningur væri ennþá betra nafn. Þetta er þó líklega runnið undan valdagræðgi Þórs Saari, sem virðist vera aðal-maðurinn í þessum klofningi hjá Borgarahreyfingunni fyrrverandi.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 14:24

3 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

,,Nú munu þingmennirnir geta haldið framlögum til þingflokka fyrir sig og þurfa ekki að deila þeim með þessu leiðindaliði sem vill halda upp á eitthvað skrambans lýðræði."

Jón, nennirðu að útskýra fyrir mér hvað þú ert að meina hér?

Högni Jóhann Sigurjónsson, 18.9.2009 kl. 14:26

4 Smámynd: ThoR-E

Það tók því að skrá sig í Borgarahreyfinguna .. :(

ThoR-E, 18.9.2009 kl. 14:28

5 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Jón Frímann, ég hef verið á nokkrum fundum með þinghópnum í sumar og einnig farið á nokkra stjórnarfundi í BH og þessa valdagræðgi og eða hroka sé ég ekki, þinghópurinn stýrir á eingann hátt baklandi þeirra við gerum það alveg sjálf en við vildum hafa þau með okkur á fundunum og í ráðum.

Varðandi það hverjir eru "aðlamenn" í klofningi BH er meirihluti þeirra sem nú sitja í stjórn BH en þau hafa frá því nokkrum dögum eftir kosningar hreitt ónotum og nánast svívirðingum í þingmennina bæði á bloggum og í tölvupóstum síðan misstu nokkur þeirra stjórn á geðheilsu sinni á landsfundinum og notuð dýrmætann tíma sem átti að vera umræður um lög eða samþykktir BH í það að öskra og ég er ekkert að myndlíkja neitt þau öskruðu að fundarmönnum og þinghópnum fúkyrðum.

AceR ekki missa móðinn nú starfa bara tveir hópar í stað eins en þessir hópar sameinuðust í kosningabaráttunni og bara áttu greinilega ekki samleið er á reyndi.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 18.9.2009 kl. 14:44

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Högni... nú mun þetta nýja afl fá lögbundin fjárframlög til stjórnmálaflokka því samkvæmt skilgreiningu þeirra laga er Borgarahreyfingin ekki stjórnmálaafl lengur þar sem enginn er þingmaðurinn. Þess í stað fara fjárframlögin til þessarar nýju hreyfingar sem heitir víst Hreyfingin og er stjórnmálafl með þrjá þingmenn.

Högni... menn hafa sem sagt haldið áfram að öskra á fólk...áður á Austurvelli... þarna á samherja sína... það er eitthvað að..fer ekki á milli mála.

ITG...auðvitað snúast stjórnmál um völd..hver hefur neitað því.

Jón Ingi Cæsarsson, 18.9.2009 kl. 14:56

7 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Nei það fer ekkert á milli mála fólk hélt áfram að öskra, því miður.

En ég held að Borgarahreyfingin haldi peningunum, ég held að þinghópurinn haldi einhverju sem er til reksturs þingfolkks þ.e. til að greyða aðstoð og skrifstofuhald og ráðgjöf og eitthvað fleira en annað held ég að fari til BH, annars vorum við bara ekki að spá í peninga heldur vinnufrið og að halda áfram að fylgja stefunni, við vorum ekki til búin að breyta henni svo á miðri leið og á stefnuskránni er talað um persónukjör þó svo að núverandi stjórn hafi boðið Fram lista á landsfundi og ætli með flokk í sveitastjórnarkosningar.

En hvað var þetta með leiðindaliðið og lýðræðið?

Högni Jóhann Sigurjónsson, 18.9.2009 kl. 15:04

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Frjálslyndi flokkurinn missti öll fjárframlög þegar hann datt af þingi.. svo var nú það.

Þingmönnum ( fyrrum ) leiddist þetta brölt með lýðræði og reglur á landsfundinum...þess vegna fóru þeir.

Jón Ingi Cæsarsson, 18.9.2009 kl. 15:41

9 identicon

Mér finnst þetta vera meira svona bananasplitt en klofningur.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 16:38

10 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Það var að ég held Jón að þau fengu ekki lágmarksfylgi, sem ég man ekki hvert er, getur verið 2,5% þurfi og að þau hafi ekki náð því, mig minnir það.

Það eru ákvæði í nýju lögunum sem eru gjörsamlega óásættanleg og ekki síst út frá stefnuskrá BH sem hluti af fundargestum var ekki tilbúinn til að vinna eftir, en hluti ástæðunnar er og það ekki litill hluti, að hluti þeirra sem nú eru í stjórn eru búin að vera og síðast bara á landsfundinum, að henda skít í þinghópinn og ekkert sjáanlegt sem mundi breyta því, þetta varð einfaldlega að gerast.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 18.9.2009 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband