14.9.2009 | 22:31
Kjarnaskógur og Hamrar í deiliskipulagningu.
Á síðasta fundi skipulagsnefndar lagði ég fram tillögu um skipulagningu útivistarsvæðanna í Kjarnaskógi og landi Hamra, þar sem tjaldsvæði skáta er staðsett.
Deiliskipulagning Kjarnaskógar er mikilvægt verkefni og löngu tímabært. Í skipulaginu verður lögð áhersla á að skilgreina betur og bæta svæðið, bæði sem almenningsgarð og útivistarsvæði.
Gríðarlegur fjöldi sækir Kjarna á hverju ári og löngu er orðið tímabært að fjölga þeim stöðum þar sem boðið er upp á grillaðstöðu og samkomusvæði. Núverandi svæði er löngu sprungið og hefur látið nokkuð á sjá vegna álags. Þá er afar brýnt að bæta gegnumakstur og fyrirkomulag bílastæða í skóginum. Eins og nú háttar til er vegurinn og staðsetning stæðanna hættuleg, og mildi að ekki hafa orðið alvarleg slys því tengt. Eins og flestir vita þurfa gestir sem eiga erindi á grillsvæðið þurft að fara yfir aðalveginn til að komast á leiðarenda. Við slíkt fyrirkomulag verður ekki unað lengur.
Í Kjarnaskógi er þó nokkuð um fornar menningarminjar, tóftir úthúsa, beitarhúsa og gamalla býla, auk annarra áhugaverðra minja. Í deiliskipulagi verða þessar minjar merktar inn, skilgreindar og gerðar sýnilegar á ný þar sem skógurinn hefur gleypt þær. Þá þarf að kortleggja og merkja gönguleiðir um skóginn sem hefur fjölgað verulega undanfarin misseri og meira stendur til. Þá þarf að bæta allar upplýsingar og skilti á svæðinu og auka með því menningarlegt hlutverk.
Útivistarsvæðið er að þróast til vesturs, upp á hamrana ofan skógarins og þar eru miklir viðbótarmöguleikar á þróun svæðisins og mikilvægt að skilgreina þá þróun fyrirfram í skipulagi.
Þá er afar mikilvægt að taka á rafmagnslínum sem þvera svæðið með tilheyrandi óþægindum og lýti. Flestir geta verið sammála um að raflínur eiga illa heima á útivistarsvæðum þar sem tugir þúsunda manna eiga leið um til að njóta útivistar.
Hamrar munu fljóta með í þessari deiliskipulagsvinnu en svæðið í Naustaborgum verður síðan tekið sérstaklega síðar en þar þarf að hnýta nokkra enda áður en lengra er haldið.
Hér er tillagan sem samþykkt var á síðasta fundi skipulagsnefndar.
7. Kjarnaskógur og Hamrar. Deiliskipulag
SN090096
Að beiðni formanns skipulagsnefndar er óskað eftir að hafin verði vinna við gerð deiliskipulags á útivistarsvæði Akureyringa í Kjarnaskógi og á Hömrum.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að setja í gang undirbúningsvinnu við skipulag svæðisins haustið 2009 og að deiliskipulagsvinnunni verði að mestu lokið á árinu 2010.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er til fyrirmyndar hjá þér, það er um að gera að fleiri geti notið útivistar í skóginum. Það er ekkert gaman að fara út í skóg og deila því með haug af öðrum heldur miklu skemmtilegra að hafa valkosti um að vera nokkuð dreift.
Lára Stefánsdóttir, 14.9.2009 kl. 23:35
Vonandi tekst ykkur að koma þessu skipulagi í gagnið hjá ykkur án mikils aukakostnaðar fyrir skattborgara Akureyrar.
Hvað hafa skipulagsklúður ykkar síðustu árin kostað Akureyringa margar miljónir síðustu árin ?
Ágúst J. (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 08:06
Alltaf kátur Ágúst J
Jón Ingi Cæsarsson, 15.9.2009 kl. 19:39
Veit ekki hvað þú ert að tala um... engum milljónum eytt í skaðabætur sem ég veit um vegna þess sem þú kallar klúður... svolítið opið hjá þér
Jón Ingi Cæsarsson, 15.9.2009 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.