Unnið að mikilli stígagerð í sumar.

September 2009 268Í sumar hefur verið unnið mikið af nýjum göngu og hjólastígum.

Heildarvegalengd nýrra stíga sem gerðir hafa verið í sumar á Akureyri, er komin yfir 6 km sem er verulega umfram það sem verið hefur að meðaltali undanfarin mjög mörg ár.

Gengið hefur verið frá mörgum stígum í Naustahverfi og kominn er stígur niður með Miðhúsabraut alveg niður að Skautahöll. Sá stígur er mikil samgöngubót því gamli Naustavegurinn eins þessi leið var kölluð áður fyrr hefur ný öðlast nýtt og meira hlutverk en áður var því syðri hluti Naustahverfis á hvað greiðasta leið niður þessa áður fornu leið að Naustabæjunum.

Stefnt er að því að malbika og ganga frá enn fleiri stígum í náinni framtíð og þar er brýn þörf á stígum inn að Kjarnaskógi og einnig norður úr bænum en þar vantar ekki mikið á að slíkar tengingar skapist.

Myndirnar sem hér fylgja með eru af hinum nýja göngu og hjólastíg sem liggur frá Naustahverfi og niður í Innbæinn.

September 2009 270September 2009 271

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Í mínu ungdæmi hefði þetta verið kölluð gangstétt. Er sérmerkt hjólarein þarna?

Lára Stefánsdóttir, 13.9.2009 kl. 23:05

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Þetta er gott og þarft framtak og þeir sem að standa eiga sannarlega hrós skilið. Ég stunda það mikið að ganga um götur og stíga bæjarins og mér finnst  á síðustu 3-5 árum hafa verið gert stóráták í þeim málum. Sbr. stígana um Glerárgil, skógarreitin neðan Hlíðarbrautar, um Sólborgarsvæði og þannig mætti lengi telja. 

Arnór Bliki Hallmundsson, 14.9.2009 kl. 09:27

3 identicon

Mitt ungdæmi nær aðeins lengra aftur en ungdæmi Láru. Mín kynslóð hafði þá tilfinningu að stéttir væru steyptar eða lagðar steinhellum. Mér finnst stígur miklu eðlilegra heiti á þeim ágætu framkvæmdum í Naustahverfi sem unnið er að þessa dagana. Ég er afar ánægður með þessa framkvæmd. Auk þess finnst mér bærinn óvenju fallegur á þessum björtu og hlýju haustdögum. Ég hvet gamla varaþingmenn til bjartsýni og uppbyggilegra athugasemda um það sem vel er gert. Þunglyndið er alltof víða. Látum brosið verða vörumerki okkar Akureyringa. Með bestu Samfylkingarkveðju. Magnús Aðalbjörnsson

Magnús Aðalbjörnsson (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 12:41

4 identicon

Mitt ungdæmi nær aðeins lengra aftur en ungdæmi Láru. Mín kynslóð hafði þá tilfinningu að stéttir væru steyptar eða lagðar steinhellum. Mér finnst stígur miklu eðlilegra heiti á þeim ágætu framkvæmdum í Naustahverfi sem unnið er að þesssa dagana. Ég er afar ánægður með þessa framkvæmd. Auk þess finnst mér bærinn óvenju fallegur á þessum björtu og hlýju haustdögum. Ég hvet gamla varaþingmenn til bjartsýni og uppbyggilegra athugasemda um það sem vel er gert. Þunglyndið og önuglyndið er því miður alltof víða. Látum brosið verða vörumerki okkar Akureyringa. Með Samfylkingarkveðju. Magnús Aðalbjörnsson

Magnús Aðalbjörnsson (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 13:07

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Lára... þetta er eins og aðrir stígar á Akureyri..blanda af hjólastíg og göngustíg.. gangstétt er aftur það sem er inni í íbúðahverfum meðfram lóðum en gegnir í sjálfu sér sama hlutverki. Enn sem komið er hafa menn ekki skipt upp þessum stígum því umferðin um þá er ekki það mikil.

Jón Ingi Cæsarsson, 14.9.2009 kl. 13:12

6 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Ég tek undir með Magnúsi að það er frábært að fá fleiri stíga um bæinn og framtakið til fyrirmyndar. Spurningin var nú fyrst og fremst forvitni en átti nú alls ekki að virka móðgandi fyrir formann skipulagsnefndar bæjarins.

Mér finnst stígur frekar vera moldargata í skógi en malbikuð gangstétt meðfram götu en það er nú svo skemmtilegt með íslenskuna að hún skapar margan skilninginn.

Lára Stefánsdóttir, 14.9.2009 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband