Orðnir eins og hinir.

Fyrir nokkrum mánuðum voru núverandi þingmenn Borgarahreyfingarinnar mótmælendur á Austurvelli. Þá gagnrýndu þeir þáverandi alþingismenn harðlega og þeir fengu að heyra það óþvegið.

Nú eru þeir komnir í þau spor sjálfir að sætta sig ekki við lýðræðið í hreyfingunni og rökin er þau að þau hafi skilið Borgarahreyfinguna einhvernvegin öðruvísi en niðurstaðan varð á þingi hópsins.

Þess vegna íhuga þau að fara frá hreyfingunni og lifa við eigin reglur og skilning. Þetta er stórmerkilegt rannsóknarefni fyrir stjórnmálafræðinga og þjóðfélagsfræðinga að rannsaka örlög Borgarahreyfingarinnar. Þetta er líklega mesta hraðspólun á því hvernig mannlegt eðli er þegar mál og málefni fara að snúa að eigin skinni og hvernig þeir sem gangrýna hæst falla með brauki og bramli til jarðar og fara að hugsa fyrst og fremst um eigin hag og eigin skilning.

Þetta er ótrúlega skýrt dæmi um fólk sem telur að það hafi höndlað hinn eina sannleika og þess vegna beri þeim í krossferð sinni að verja þann sannleika til efsta dags... skítt með allt leiðindalýðræði og skipulag.

 


mbl.is Íhuga áframhald á samstarfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband