Ítrekaður brotavilji ?

Enn fær maður þennan ónotahroll að hópur manna hafi verið að ræna þjóðina verðmætum sínum. Þessi hrollur virðist ekki hafa verið að ástæðulausu og margir óttast nú að stundaður hafi verið skipulagður þjófnaður á verðmætum og eignum þjóðarinnar. Einnig virðist sem ákveðnir menn hafi skipulega sölsað undir sig eigum einstaklinga, sjóða og fyrirtækja í gegnum banka og "feik" fyrirtæki. Þetta mun vonandi upplýsast innan nokkurra mánuða, í það minnsta að hluta.

Þessi frétt bendir til að einhverjir hafi með skipulögðum hætti komið þýfinu undan meðan almenningur og fyrirtæki á Íslandi urðu fórnarlömb þessar ósvífnu manna.

Ætli einhver lendi í steininum fyrir rest...eða deyr þessi umræða í rólegheitum á næstu mánuðum og árum og þá geta þessir menn byrjað aftur í rólegheitum og Framsókn og Sjálfstæðisflokkur taka höndum saman og mynda handa okkur ríkisstjórn til eins til tveggja áratuga á ný ?? Það verður fróðlegt að sjá.


mbl.is Eignir Íslendinga í skattaskjólum jukust um 40%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannski... en vert er þó að hugleiða þetta í ljósi þess að "hinn" sjálfstæðisflokkurinn (samfylkingin) er nú í lykilstöðu til þess að sækja á þessa menn sem hafa mergsogið þjóðina og eru að komast upp með það.  Nú er í raun prófmál í gangi..... er hægt að kaupa alla þingmenn.. ég vona svo sannalega ekki.

Kári K (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 09:13

2 identicon

nú er næsta skref að hengja blaðamaninn sem greinilega hefur með þessum "leka" brotið okkar ástkæru bankaleynd..........."við skulum ekki persónugera vandann"......

zappa (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 09:14

3 identicon

Jón Ásgeir er saklaus. Hann sagði það í Silfri Egils að hann hefði aldrei heyrt á Tortólu minnst. Og hann var alveg eins og fermingarstrákur í framan þegar hann sagði það. Það eina sem vantaði var að hann fægði geislabBAUGINN.

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 09:34

4 identicon

Íslenska módelið,     Að skapa sér auð úr engu.

Í USA eru lög sem banna að skapa sér auð úr engu, fyrir nokkru síðan var maður þar í landi dæmdur í fangelsi fyrir okur, dómari útskýrði dóminn, sagði að ef einhver kæmist upp með að skapa sér auð úr engu, vildu sífellt fleiri gera það, þetta myndi síðan virka eins og krabbamein í samfélaginu, og kollsteypa því að lokum.     Skoðum nú Íslenska módelið, maður sem ég vil kalla litlu þúfuna eða litla þúfubanann, fyrrverandi formaður sjálfstæðisflokksins, bjó til fyrsta alvöru módelið að skapa sér auð úr engu á Íslandi, kom á fiskikvótakerfi, og síðan þvi að hægt væri að veðsetja kvótan, menn fengu kvótann gefins og veðsettu fyrir háum peningaupphæðum, seldu svo kvótann, sá sem keypti yfirtók skuldina sem greiðslu, seljandinn fékk því stóra fjárhæð í vasann fyrir ekkert. þegar menn sáu að þetta var hægt vildu sífellt fleiri gera þessu líkt, og braskið blómstraði, menn fengu orðið undir það síðasta hundruðir milljarða fyrir engin veð.  þarna er komið krabbameinið sem dómarinn í USA var að vísa til. 

Nú er þúfubaninn mættur aftur til leiks, að meika meiri snilld, verði ykkur að góðu,    guð hjálpi ykkur.

Robert (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 09:41

5 identicon

Ef stjórnvöld gera ekkert í því að sækja þessa menn til saka, skulum við almenningur gera það....fáum Björn Þorra til þess að stefna eins og hann er að gera fyrir hjónin sem stefna Kaupþingi fyrir stórfelld skattsvik gegn almenningi.

Dísa (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 09:46

6 identicon

Þetta er eins og í misheppnaðri grínmynd   Fjármálaeftirlitið  eltist við blaðamenn sem fjalla um leka frá fólki sem ofbýður ruglið.
Skilanefndir bankanna eru að sögn að velta fyrir sér leiðum til þess að kaupa bankana og það eitt ætti að skoðast sem hagsmunaárekstur og sukk. Þær afskrifa á sama tíma skuldir auðmanna eins og Bjarna Ármanns meðan að þriðjungur þjóðarinnar getur ekki greitt af lánunum sínum og það stefnir í enn meira atvinnuleysi eftir því sem það líður á haustið.
Hvar eru Jóhanna og Steingrímur sem fengu völdin af þeirri einu ástæðu að þjóðin treysti gömlu stjórnendunum ekki lengur ? Af hverju er þessi þögn nú ?
Ef þetta heldur svona áfram mun Austurvöllur verða sem vígvöllur í vetur. Mér er gróflega misboðið og mun leggja mitt á vogarskálarnar til þess að þessu rugli linni.
  Sigurgeir

Sigurgeir Sigmundsson (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 10:10

7 Smámynd: Hörður Halldórsson

Sjaldan launar kálfurinn.......................... Vaxtagróði fjármálastofnana ,gjafakvótinn og svo videre.Fáum við sauðsvartur reikning fyrir misnotkunina rétt eins og arðránið eitt hafi ekki verið nóg.

Hörður Halldórsson, 10.9.2009 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband