27.8.2009 | 12:29
Icesave að ljúka og við höldum fram veginn.
"Í auglýsingu frá áhugafólki um réttlátan og löglegan Icesave samning segir, að ef samningurinn verði samþykktur á Alþingi í dag kosti það hvern Íslending að minnsta kosti eina milljón króna. "
Gott að sjá að einhverjir eru fjársterkir á Íslandi. Heilsíðuauglýsingar fyrir hundruð þúsunda birtust í blöðum í morgun. Ætli það sé nokkuð Framsóknarflokkurinn sem borgar ? Nei...varla.
Að vísu er aðeins um 300 manns á Austurvelli og á myndinni eru einungis þrír mótmælendur sjáanlegir. ´
Líklega er Icesaveumræðan að verða útgengin og flestir farnir að gera sér grein fyrir nauðsyn þess að samþykkja ríkisábyrgð á icesave enda hefði annað hrikalegar afleiðingar fyrir land og þjóð...
Það er erfitt að vera úthrópaður og skilgreind óreiðu og svindlþjóð af alþjóðasamfélaginu hvort sem það er með réttu eða röngu.
Hávaði gegn Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég verð bara að segja að það er skelfilegt að hafa fólk eins og þig hérna á Íslandi sem heldur það að best sé að samþykkja þetta bara og halda áfram. Það verður ekkert haldið áfram hérna á Íslandi þegar búið er að samþykkja Icesave.
Með því að samþykkja Icesave erum við einfaldlega að láta Breta og Hollendinga taka okkur í óæðri endann....þeir sitja sjálfsagt heima hjá sér og hlæja að okkur og hlæja enn meira þegar þeir sjá að þið kjánarnir samþykktuð þetta BULL!!
Sigurjón Valgeir (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 12:38
Sigurjón minn... skelfilegt að þú hefur ekki betri skilning á hvað gerðist ef við fokkum alþjóðasamfélagið.
Jón Ingi Cæsarsson, 27.8.2009 kl. 12:41
Hvar liggur eiginlega hollusta og tryggð þeirra sem vilja samþykja þennan gjörning, ekki hjá þjóð sinni svo mikið er víst.
Skríll Lýðsson, 27.8.2009 kl. 12:49
Iss hvað er verið að röfla 1 míljón á kjaft,,,,,,,,smáaurar,,,,,,,
Búinn að borga 12 miljónir - 5 MILJÓNIR Í VERÐBÓLGUNA og munar nú ekki mikið um eina í viðbót,
ÞÁ SKULDA ÉG EKKI NEMA 6 MILJÓNIR
ÞETTA ER EKKERT GREIÐI ÞAÐ HVORTEÐ ER MEÐ ATVINULEISIS BÓTUNUM,
GETUR RÍKISTJÓRNIN EKKI GEFIÐ MÉR LOFORÐ UM AÐ ÉG NÁ 150ÁRA ALDRI SVO ÉG GETI DREPIST SKULDLAUS ,,,,,,,,smáaurar,,,,,,,,og þið eruð með hávaða út af því ja hjerna
Sigurður Helgason (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 12:54
Jón þá má vera að við séum að koma á þann punkt að geta klárað þetta mál, þökk sé þeim sem spyrntu við fætinum og mótmæltu því án þeirra værum við með ónýtan gjörning Svavars Gests í höndunum.
Við skulu þakka mótmælendum en ekki gera lítið úr þeim, þeir gætu hafað sparað okkur óhemju pening.
Sigurður Ingi Kjartansson, 27.8.2009 kl. 13:03
Þetta svar mitt var til Jóns Inga, Jón Frímann er varla svaraverður staglast á því að fólk hafi ekki aðrar lausnir þrátt fyrir að andstæðingar upphaflega samningsins séu búnir að standa fyrir stórfeldum breytingum á honum sem er til gríðalegra bóta.
Sigurður Ingi Kjartansson, 27.8.2009 kl. 13:07
Hollusta og tryggð þeirra sem vilja samþykkja þetta mál liggur hjá ESB og samfylkingunni eins og sést á þeim nöfnunum hér að ofan.
Þeir hafa sýnt það hingað til að eingöngu skuli fylgja því sem ESB segir þeim að fylgja og það gera þeir svo sannarlega.
Jón Frímann, það hafa margir bent á aðrar leiðir í sambandi við þetta mál en þú hefur ekki viljað taka ESB leppinn frá augunum nógu lengi til að skoða það enda hefur þú ekki fengið leyfi frá ESB og jóhönnu til þess.
Jóni Inga finnst eðlilega miklu betra að alþjóðasamfélagið fokki okkur heldur en að hvika frá stefnu samfylkingarinnar um innlimun okkar í ESB.
Tóti Sigfriðs, 27.8.2009 kl. 13:09
Nordur og nidur med thig og Icesave......
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 27.8.2009 kl. 13:13
Gersigruð þjóð hefur ekki marga kosti í stöðunni og mjög veika samningsstöðu.Held að það sé hinn ískaldi verluleiki
Finnur Bárðarson, 27.8.2009 kl. 13:15
"Vinir" okkar í þessu svokallaða alþjóðasamfélagi hafa ekki reynst neinir vinir okkar þegar á reyndi og ef þetta verður samþykkt, þá erum við engan veginn í góðum málum. Ég veit það, að þeir sem sitja í þessari fjárlaganefnd og hafa verið að fjalla um samninginn skilja ekki einu sinni þetta mál og Jóhanna (sem er nú forsætisráðherra) var beðin um að segja ekkert um þetta mál því hún skilur það ekki einu sinni! Þegar hún kom í viðtöl og fréttamenn voru að spyrja hana, þá sagði hún oft á tíðum hluti sem fjárlaganefnd var ekki hress með og einnig var margt sem hún hafði bara ekki hugmynd um að fælist í þessum samning. Henni var einfaldlega skellt til hliðar!
Ef við samþykkjum þennan samning, þá er ansi hætt við því að AGS og ESB gleypi okkur og við verðum ansi Ósjálfstæð þjóð þar sem ákvarðanir verða teknar fyrir okkur og fólk hreinlega fer héðan af landinu. Ég mun amk fara héðan....ætla ekki að fara að borga fyrir syndir e-h karla sem voru að leika sér með peningana mína og komu öllu í rúst en hafa það síðan bara fínt með feita bankareikninga erlendis!
Ég er ánægður með þá sem standa núna og eru að mótmæla, væri þarna sjálfur ef ég gæti og hefði hátt.
Ég held að þeir sem "sömdu" fyrir okkar hönd hefðu átt að hlusta á t.d. Þjóðsöng Íslands og önnur álíka lög áður en þeir mættu á samningafund og fyllast ættjarðarstolti í stað þess að gefa Ísland til þjóða sem er slétt sama um okkur....eins og t.d. Bretar.
Sigurjón Valgeir (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 13:26
Samfylkingin gerir hvað sem er til að komast inn í "samfélag þjóðanna". Austurríki er búið að vera í 6 ár í hinu "dásamlega" ESB. Árangurinn er frábær: nú kaupa þeir vatnið af erlendum stórfyrirtækjum, kaupgeta hefur lækkað um 16%, innbrotafaraldur gengur yfir landið (Schengen).
Sem betur fer tókst að lagfæra eitthvað þessa hörmung (IceSlave) sem á að leiða yfir þjóðina. Eftir þessa lögfestingu verður enn erfiðara að leysa úr vandamálunum varðandi óréttlátar skuldir heimilanna.
Jörundur Þórðarson, 27.8.2009 kl. 13:43
Við skulum ekki tala þannig að Icesave-greiðslur okkar til Breta og Hollendinga séu til komnar vegna skuldbindinga Íslendinga. Þetta er einfaldlega nauðgun og stjórn Íslands vildi ekki sýna neina mótspyrnu því að það hefði svo vond áhrif (ESB yrði ekki eins ánægt). Ef þetta væri skuldbinding, væri hún til sem orðuð krafa, en engin slík hefur komið fram, einungis að ef við greiðum ekki hefðum við verra af. Þetta er kallað "samningaleiðin". Hún er mjög iðkuð á Sikiley. Þar fara menn ógjarnan "dómstólaleiðina", heldur fá menn steypu um fætur ef þeir ekki haga sér eins og þeir sem ráða.
Skúli Víkingsson, 27.8.2009 kl. 13:56
Hvernig sem á þetta er litið þá er það klárt mál að Icesve samningurinn sem skósveinar Steingríms skrifuðu undir er alfarið á áyrgð vg og sf - um það er ekki deit -
svo annað þegar bankakerfið hrynur - hver er bankamálaráðherra - jú Samfylkingarmaðurinn Björgvin G. Sigurðsson -
Því hefur verið haldið fram að Icesave sé hluti af ESB -aðild sem einsmálsflokkurinn Samfylkingin telur að bjargi hér öllu -
Óðinn Þórisson, 27.8.2009 kl. 13:58
Jörundur...eigum við ekki að skoða málin og draga ályktanir og ákveða framhaldið eftir vitræna umræðu... þjóðin ákveður það í þjóðaratkvæði.
Sóldís... þú getur formælt saklausu fólki en vandinn hverfur ekki við það.
Ég held að þessi þjóð ætti að hætta að rífast innbyrðis og beina orkunni inn á farsælli og uppbyggilegri brautir... skaðinn er skeður ... hér hrundi allt og það sem bíður okkar er að reyna að byggja þetta upp..... saman.
Jón Ingi Cæsarsson, 27.8.2009 kl. 13:59
Óðinn... ég veit að þú ert ekki bjáni. Þess vegna ertu að tala sem flokkshestur í Sjálfstæðisflokknum þegar þú nefnir Björgvin G einan til leiks. Hann var búinn að vera bankamálaráðherra í 6 mánuði þegar ljóst var að bankarnir stæðu ekki mikið lengur nema fyrir kraftaverk.
Þú sleppir því að nefna Davíð Oddsson seðlabankastjóra sem bar ábyrgð á peningamálastefnunni.... yfirmann hans Geir Haard sem bar ábyyrgð á efnahagstefnunni í meira en áratug og þú sleppir að nefna Árna Matt sem var fjármálaráðherra til fjölda ára og bar ábyrgð sem slíkur...
Mér finnst þess vegna þetta frekar ómerkilegur málflutningur af þinni hálfu en enginn er merkilegri en sá sem þeim stjórnar.
Jón Ingi Cæsarsson, 27.8.2009 kl. 14:05
Jón ingi. Þú ert svo ekki saklaus maður. Föðurlandssvik eru glæpur gegn landi og þjóð og ef að þú heldur að þú sért saklaus í þeim málum, þá ertu í afneitun.
Geir (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 16:24
"Mér finnst þess vegna þetta frekar ómerkilegur málflutningur af þinni hálfu en enginn er merkilegri en sá sem þeim stjórnar" segir þú Jón Ingi
Mikið er nú auðvelt að færa þessa setningu á þig, sem lepur allt upp sem Jóhanna og Össur segja og túlkar það sem heilaga ritningu.
Þannig að allir vita hver stjórnar þér.
Tóti Sigfriðs, 27.8.2009 kl. 16:57
Það verður allt búið á Íslandi ef við samþykkjum þennan "samning"! Þá eigum við ekkert. Með því fer síðasti snefillinn af sjálfstæði okkar og stolti. Ég vona að þingmenn felli þetta drasl og við látum Breta og Hollendinga sækja rétt sinn. Ég er ekkert tilbúin að dingla á krossinum eins og Kristur fyrir einhverja Brussel-ista og mistök í einhverri reglugerð frá þeim annars ágæta fólki. Ég vil ekki einu sinni fara í Evrópusambandið og mun berjast gegn því með kjafti og klóm. En fyrst þarf að fella Icesave.
Soffía (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 17:09
ESB er skammstöfun fyrir Evrópusambandið en ekki Alþjóðasamfélagið bara svo það sé á hreinu. Að vísu sér sértrúarfólkið í Samfylkingunni ekki út fyrir ESB og ályktar sem slíkt að það sé heimurinn. Minnir mig á sögupersónu Halldórs Laxness sem taldi sig þekkja heiminn því hún hafði komið einu sinni í kaupstað.
Víðir Benediktsson, 27.8.2009 kl. 17:43
Víðir... reyndu nú að losna úr þessari úlfakreppu... ESB úlfakreppan er alveg að fara með þig án þess að þú hafir hugmynd um hvað í henni felst... ég sé ekki að ESB sé á dagskrá í þessu bloggi..
Tóti... það stjórnar enginn því hvað ég skrifa... en ég virði þér til vorkunnar að þú þekkir mig ekki neitt.
Jón Ingi Cæsarsson, 27.8.2009 kl. 17:49
Jón þú nefnir Davíð Oddsson frv. seðlabankastjóra sem vinstri velferðastjórnin hrakti frá völdum sem sumir vilja meina að hafi verið vegna haturs. Það hefur komið fram að Samfylingarmaðurinn Björgvin G. Sigurðsson þáverandi bankamálaráðherra hafi aðeins talað einu sinni við Davíð Oddsson meðan hann var seðlabankastjóri - getur það verið að það sé vegna viðhofs Björgvins í garð Davíðs Oddsonar ?
Óðinn Þórisson, 27.8.2009 kl. 19:33
Vá hvað þetta er ómálefnaleg umræða hjá mörgum hér og sumir hafa lítið annað fram að færa en skítkast.
Það er fullt að fólki sem er alveg sammála þér Jón Ingi og Jón Frímann en það fólk nennir ekki að koma fram og taka þátt í einhverju spjalli sem virðist svo allt of oft togast niður á eitthvert leiðindaplan.
Skiptumst á skoðunum og reynum aðeins að virða þá staðreynd að það hugsa ekki allir eins.
Kolbrún Baldursdóttir, 28.8.2009 kl. 19:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.