25.8.2009 | 16:15
Ríkisforsjá og einokun ?
Á hvaða leið er umræðan ?
"Jón segir alvörumál verði Íslendingar háðir innflutningi á sementi. Mjög mikilvægt sé að grípa til aðgerða til að tryggja framtíð íslenskrar sementsframleiðslu. Formaður Verkalýðsfélags Akraness fagnar innilega þessum jákvæðu viðbrögðum ráðherrans, að því er fram kemur á vef Verkalýðsfélags Akraness."
Ef Jón Bjarnason ríkisforsjárpostuli og andstæðingur tengsla Íslands við umheiminn er að leggja til að Ísland hverfi aftur til þeirra daga þegar við áttum RÍKISTRYGGINGAR, RÍKISÚTGERÐ, RÍKISBANKA, RÍKISKEXVERKSMIÐJU, RÍKISHÚSGAGNAVERSLUN, RÍKISPRENTSMIÐJU og hitt og þetta fleira ríkis reikna ég nú varla með að nokkur maður fylgi honum eftir.
Eins og er búum við við ríkisbanka vegna hrunsins en ég reikna ekki með að það sé stefna ríkisins að halda því áfram lengur en þörf krefur. Hitt er úrelt hugsun og við sem munum einkarétt KEA á verslun á Akureyri og einokun SÍS á ýmsu öðru auk tryggingafélaga, byggingavöruverslana, matvælaverslana viljum ekki stíga skrefið til baka í átt til ársins 1950. Við ætlum okkur að lifa í nútímanum og eiga eðlilega samskipti við umheiminn þó Jóni Bjarnasyni dugi það sem gerist á Hólum í Hjaltadal.
Nei takk....ekki ríkiseinokun fyrir mig takk fyrir.... en er þó alveg á því að ríkið geti átt fyrirtæki sem vinna í eðlilegu samkeppnisumhverfi. En að búa til verndaðan heim ríkiseinokunar er ótrúlegt að sjá og heyra einhvern taka sem sjálfsagðan hlut árið 2009.
Segja að ríkisstjórnin verði að verja Sementsverksmiðjuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Samkeppni á Íslandi er blekking í lang flestum greinum og valið því í raun milli þess að vera með opinbera einokun, einokun auðhringja eða samkeppni milli þessarra tveggja aðila. Það skal líka varast að tala of illa um þennan tíma ríkisþátttöku í framleiðsluferlinu því þetta er einhver mesti vaxtartími íslenskrar hagsögu og nb. raunverulegur vöxtur án erlendrar skuldsetningar ólíkt þeim vexti sem varð undir samkeppnisdrifna hagkerfinu. Það er dæmi um ótrúlegan dogmatisma að frjálshyggjupostularnir meðal Krata skuli enn einu sinni telja að best sé að einkavæða bankakerfið og passa að ríkið geri sitt besta til að koma sér sem fyrst í burtu frá allri starfsemi sem kapitalistarnir ráða ekki við að skipuleggja eins og er. Ekki síst í ljósi þess að saga einkabanka á Íslandi er endurtekin saga skuldsetningar, þjófnaðar og hruns sem almenningur þarf síðan dekka fyrir. Engin gögn virðast geta rokkað við dogmanu!
Héðinn Björnsson, 25.8.2009 kl. 16:33
fékk ekki Víglundur Þ og co þetta fyrirtæki gefið fyrir ekki svo löngu - ríkið ætti þá kanski að hirða þetta af þeim og selja þeim sem treysta sér í svona rekstur ?
Jón Snæbjörnsson, 25.8.2009 kl. 16:38
Áburðarverksmiðja ríkisins í Gufunesi starfaði í 50 ár. Hún var farsælt og gagnsamt fyrirtæki. Hún sá bændum fyrir áburði og útvegaði Reykjavíkingum góð störf. Hún gerði meira; hún dældi súrefni út í andrúmsloftið. Hún notaði innlendan orkugjafa til framleiðslunnar. Vatn var klofið með rafgreiningu í vetni og súrefni.
Margur ungur pilturinn fékk vinnu að vori Áburðarverksmiðjunni. Það var góður mórall í áburðarverksmiðjunni. Starfsmennirnir fengu leyfi stjórnenda til að reka pöntunarfélag sem létti undir með stórum fjölskyldum.
Bændur voru oft í stjórn fyrirtækisins.
Svo var hún seld einkaaðila og hvarf. Og nú er hún Snorrabúð stekkur!
Þorsteinn H. Gunnarsson, 25.8.2009 kl. 18:14
Sammála þér Jón Ingi um að einokun er af hinu illa.
Ég vil frjálsa samkeppni en þá á hún líka að vera frjáls, innan regluverks að sjálfsögðu, þ.e. eingan pilsfaldakapítalisma.
Besta dæmið um jákvæða og vel heppnaða samkeppni er í fluginu. Í mars 1992 þ.e. utan hefðbundins álagstíma, flutti ég til Svíþjóðar og þá voru Flugleiðir eina flugfélagið sem flaug til og frá Íslandi. Miðinn kostaði 80 þúsund ISK en með einhverjum afsláttaræfingum var hægt að koma verðinu niður í 65 þúsund. Ég ætlaði að sjálfsögðu bara að kaupa aðra leiðina en "nei væni minn, svoleiðis miða seljum við ekki. Borga fram og til baka takk"!
Í dag, 17 árum síðar erum við að fljúga fram og til baka fyrir 20-40 þúsund og getum þakkað það Icelandic Express og samkeppninni.
Jón Bragi Sigurðsson, 25.8.2009 kl. 20:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.