14.8.2009 | 18:03
Markleysa og innantómar yfirlýsingar.
Samtökin Indefence hafa boðað til samstöðufundar á Austurvelli klukkan 17 í dag til að leggja áherslu á þá kröfu að gerður verði sanngjarn Icesave-samningur sem þjóðin geti staðið við.
InDefence hópurinn í gær.
Í tilkynningingu segir Jóhannes Þ. Skúlason, talsmaður samstöðufundarins, að það sé hugur í fólki og stund samstöðu sé runnin upp.
InDefence hópurinn í dag.
InDefence hópurinn segir, að lítil vörn felist í þeim fyrirvörum við Icesave-samkomulagið, sem birtust í Morgunblaðinu í dag og þeir endurspegli ekki nýja lausn í málinu. Ólafur Elíasson, einn talsmanna hópsins, segir að veikir fyrirvarar séu verri en engir.
Í gær boðaði InDefence ( lesist.. Framsóknar-sjálfstæðisflokkur) samstöðu og samheldni. Í dag eru þeir komnir á sama framsóknargírinn og áður. Maður svo sem vissi það að þessi yfirlýsing í gær væri vafasöm og ólíklegt að slík hugarfarsbreyting gæti hafa átt sér stað.
Yfirlýsingar Höskuldar Þórhallssonar og Sigmundar Davíðs í gærkvöldi boðuðu síðan fátt gott og í dag er þessi InDefence hópur kominn í sama gírinn og áður og yfirlýsingar um samstöðu og samheldni orðin tóm....
Maður átti svo sem ekki að láta þetta koma sér á óvart.. sérstaklega þegar grínatriðið með Davíð Oddsson á Austurvelli birtist í fréttum í gærkvöldi.
Veikir fyrirvarar verri en engir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held að það sé þjóðarheill að þú verðir áfram varabæjarfulltrúi
samspillingarinnar.
Sveinn
Sveinn (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 18:35
Takk Sveinn .. fallegt af þér að segja það.
Jón Ingi Cæsarsson, 14.8.2009 kl. 18:40
Ætlar þú að halda því fram að það sé gáfulegast að samþykkja samninginn í upprunalegri mynd eins og Jóhanna og Steingrímur hefðu helst viljað?
Er ekki rétt að tryggja hagsmuni OKKAR EIGIN ÞJÓÐAR í þessum milliríkjasamningi þannig að á leiki enginn vafi?
Af hverju í ósköpunum er fólk eins og þú sífellt að kvarta yfir því að einhver vilji taka upp hanskann fyrir íslenska þjóð?
Þér er velkomið að borga, en það geri ég ekki baráttulaust.!
Þú ert augljóslega svo rígbundinn af flokkshollustu að þú ert ábyggilega til í að rífa upp veskið í nafni vinsti stjórnar og borga eins og þér er sagt þrátt fyrir að skulda engum neitt. Þú gætir ekki verið sammála Indefence svo lengi sem sjálfstæðis eða framsóknarmaður er kenndur við hópinn þó svo þig langi eflaust innst inni að vera sammála. Þú traðkar frekar á andlitum samlanda þinna heldur en að taka undir sjónarmið hægri manna sama hversu verðugt málefnið er. (Indefence kemur reyndar fram sem þverpólitískur hópur)
Aumingjaskapur og EKKERT ANNAÐ að ætla að gefast svona upp fyrirfram og reyna svo að hræða íslensku þjóðina til að skrifa undir þetta viðurstyggilega plagg skjálfandi á beinunum yfir því að annars verði hér ekkert annað en eymd og volæði það sem eftir lifir aldarinnar.
Hvað bíður okkar annað en einmitt eymd og volæði ef við skrifum undir samninginn eins og hann var upphaflega skrifaður?
Íslendingar eiga betra skilið en fólk eins og Jóhönnu, Steingrím og co sem tala GEGN hagsmunum eigin þjóðar. Það kallast á góðri íslensku LANDRÁÐ.!!!Engin trygging fyrir því að krónan styrkist, engin trygging fyrir því hvað fæst fyrir eignir Landsbankans, engin trygging fyrir því að hagvöxtur verði eins mikill og spáð er, engin trygging fyrir því að ekki verði gengið að auðlindum okkar ef við getum ekki staðið við afborganirnar og engin trygging fyrir því að við þurfum yfir höfuð að borga þessa skuld lagalega séð.
Hrafna (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 19:09
Auðvitað borgum við glöð icesave-reikninginn. Það er hið minnsta sem við getum gert að borga veisluhöldinn, sem SUS-ararnir í Landsbankankanum héldu á kostnað þjóðarinnar. Við getum einnig glaðst yfir því, að þeir skyldu ekki hafa verið komnir lengra í útbreiðslu þessarar frábæru hugmyndar. FL-okkurinn beitti sér fyrir því á sínum tíma, að réttu aðilarnir fengju bankann. Bjöggarnir buðu vissulega ekki hæst, en þeir sem eitthvað þekkja á pólitíska gangverkið vita það, að það fer ekki alltaf saman magn og gæði.
ET (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.