14.8.2009 | 07:34
Framsóknarmenn ætla að vera á móti.
Sigmundur Davíð er búinn að mála sig út í horn með makalausum yfirlýsingum og neikvæðni. Hann getur ekki bakkað frá ruglinu og mun því aldrei fallast á einhverjar málamiðlanir.
Það er víst borin von að allir þingmenn muni standa saman í þessu máli en næsta örguggt að málið er í höfn á öruggum meirihluta. Ef Framsóknarflokkurinn fengi að ráða kæmi upp pattastaða í málinu með hroðalegum afleiðingum. Þetta mál þolir ekki að standa óleyst mánuðum saman.
Það sem er verst í þessu er að ásýnd okkar útávið er ásýnd ósamstöðu og deilna og það gerir samningsstöðu okkar verri en þyrfti að vera. Ef við blasti órofa samstaða um fyrirvara sem samþykktir verða gerir það stöðu okkar sterkari gagnvart þeim þjóðum sem mest eiga undir. Það er líka mikilvægt að reyna að snúa almenningálitinu í þeim löndunum.
En það er ef til vill von til að alþingismenn beri gæfu til að standa saman að öðru leiti, það er víst borin von að nýliðinn sem stjórnar Framsóknarflokknum geti brotið odd af oflæti sínu eftir allar þær stóru og hrokafullu yfirlýsingar sem hann hefur hellt yfir land og þjóð á undanförnum vikum.
Ekki breið samstaða um fyrirvara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
78% Íslensku þjóðarinnar hefur sagt í skoðanakönnunum að samninginn um ríkisábyrgð megi ekki sammála .Sigmundur Davíð er einn af þeim.Nú liggur það fyrir að ssamningurinn verður ekki samþykktur.Ef einhverjir fyrirvarar verða settir við samninginn þá er kominn nýr samningur.Um það eru allir lögfræðingar sammála.Ef Bretar og Hollendingar neita að skrifa undir þennan nýja samning er einfaldlega enginn samningur í gildi.Þökk sé Sigmundi Davíð og íslensku þjóðinni.En sá forsætisráðherra sem getur ekki talað méli Íslands erlendis einhverra hluta vegna eða er hrædd við það verður að fara strax frá.Einhverra hluta vegna hefur ekkert ríki af öllum þeim vinaþjóðum sem Ísland á í Evrópu að sögn Samfylkingarinnar séð ástæðu til þess að bjóða Jóhönnu til viðræðna.Hver er ástæðan. Og hver er ástæða þess að Jóhanna þorir ekki að óska eftir viðræðum við ''vinaþjóðirnar'' í ESB.Við hvað er hún hrædd.Hún verður að fara frá strax hún er búin að valda nægum skaða.
Sigurgeir Jónsson, 14.8.2009 kl. 08:14
Sigurgeir... þetta er ekki spurning um að þora heldur þá stöðu sem Ísland er gagnvart öllum öðrum þjóðum... en sumir halda endalaust að Ísland geti sett skilyrði... okkur er stillt upp við vegg.
Eru virkilega svo grænn að þú haldir að ekki sé búið að reyna til þrautar á bak við tjöldin ??
Jón Ingi Cæsarsson, 14.8.2009 kl. 08:21
Jón það er svo illa staðið að þessari samningagerð að það jaðrar við landráð .
Þegar svo miklir hagsmunir eru undir á ríkistjórnin hver sem hún er að skipa nefn sem er tilnefnd af öllum stjórnmálafokkum svo að öll sjónarmið beggja megin frá komist óbrengluð til skila þá er hægt að búast við breiðri samstöðu um svo mikilvægt mál sem þetta mál er.
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 14.8.2009 kl. 08:58
Jóhanna og félagar hugsa um það eitt að styggja ekki "vini" okkar í ESB. Við munum standa frammi fyrir því að vera eina ríkið í Evrópu sem hefur reynt að kaupa sig inn í ESB og það á hærra verði en við getum greitt. Það er í góðu lagi að lifa sem fátækasta ríki Evrópu svo framarlega að við séum í klúbbnum. Það má fórna ýmsu til að þurfa ekki að semja reglur samfélagsins sjálfir heldur fá þær sendar í pósti frá Brussel. Það er náttúrulega bara Guðlast að vera ekki á sömu skoðun og Samfylkingin eins og hún er búin að standa sig frábærlega. Á heimsmet í að gera ekki neitt svo henni verði ekki kennt um neitt.
Víðir Benediktsson, 14.8.2009 kl. 09:11
Eigum við ekki að sjá lokaplaggið áður en guðlast og landráð komi til?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 12:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.