Hætt við að traust á Kaupþingi hrynji til grunna.

Ferlegar fréttir. Vafalaust brot á bankaleynd.

En persónur og leikendur í þessu drama, Ólafur Ólafsson, Baugsslektið, Bakkarvararbræður og fleiri gera málið enn hrikalegra. Flokkspólitískar tengingar rifjast illa upp fyrir landsmönnum.

Tilraunir bankans til að stöðva fréttaflutninginn mun fara mjög illa í landsmenn og ekki var á bætandi trúnaðarbrestinn í garð fjármálastofnanna.

Þetta er hrikalegt mál og hætt við að nú fjúki hausar... og nú tel ég að beita eigi frystingu á eignir þeirra sem hlut eiga að máli þar til rannsókn lýkur.


mbl.is Segja trúnað gilda um upplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Baldur Fjölnisson, 31.7.2009 kl. 21:39

2 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Ég bara spyr eru ekki bankaleyndir brot þegar um er að ræða landráð fáa manna sem hafa sett heilt þjóðfélag á hausinn og víla ekki fyrir sér að millifæra og taka svokallað lán handa sjálfum sér og hlaupa svo með alla peninga á brott í fínu einkaþotunum sínum.

  Þessir svokölluðu útrásavíkingar með græðgi að vopni gengu berserksgang á kostnað þjóðarinnar svo að það er alveg ljóst að það verður líka að gera þá kröfu að menn verði látnir sæta ábyrgð á gjörðum sínum ,það er ekki réttlát að ætla almenningi að borga brúsann og þeir sem fengu borgað milljónir á mánuði fyrir ábyrgð sleppi svo,almenningur mun ekki samþykkja það.

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 31.7.2009 kl. 21:50

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Bankaleynd .... það virkar á cayman islands.. og jú.. á íslandi líka

Óskar Þorkelsson, 31.7.2009 kl. 22:01

4 identicon

Bankaleynd, sjálfsagt. Leynd um þjóðníð og landráð? Varla.

Til að eitthvað geti hrunið til grunna, þarf það þá ekki að hafa verið upprétt fyrir? Skv. hinum norðurlöndunum er ekkert hér til að treysta, amk. stoppuðu þau AGS af, eða erum við ennþá í 2007-pakkanum, að hlusta ekki á "öfundsjúku nágrannalöndin okkar"?

sr (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 22:24

5 identicon

Hann eða hún sem kom þessum upplýsingum á framfæri við þjóðina á heiður skilið.  Loksins komin manneskja sem á skilinn einhvern titill 2009 - hvort sem um er að ræða - Maður eða Kona ársins - eða Viðskipta- / Hagfræðingur árins - eða bara ÍSLENDINGUR ÁRSINS.  Þakka þér, hver sem þú ert.

ASE (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 22:46

6 Smámynd: Starbuck

Sammála síðasta ræðumannir

Starbuck, 31.7.2009 kl. 23:41

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

http://wikileaks.org/wiki/Icelandic_bank_Kaupthing_threat_to_WikiLeaks_over_confidential_large_exposure_report%2C_31_Jul_2009

Óskar Þorkelsson, 31.7.2009 kl. 23:58

8 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Íslendingur ársins 2009 - Lekaliðinn.

Gott hjá þér.

Rúnar Þór Þórarinsson, 2.8.2009 kl. 03:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband