Árinni kennir illur ræðari.

Umræðan um að allt sé öðrum að kenna en okkur sjálfum er aumkunarverð. Við komum okkur sjálf þangað sem við nú erum af því okkur var treyst.

Nú er það traust horfið og staða okkar er vonlaus nema við njótum velvildar þjóðanna í kringum okkur. Framkoma allt of margra þingmanna hefur einkennst af ráðleysi og hroka gagnvart þeim þjóðum sem telja sig eiga um sárt að binda okkar vegna.

Formaður Framsóknarflokksins er hörmulegur í sínum aumkunarverða málflutningi sem gengur út á að við eigum leikinn, við eigum að stjórna þessu ferli og við eigum að semja leikreglurnar.

Sjálfstæðismenn virðast skila stöðuna betur enda blæðir atvinnulífinu og bönkunum út ef við ætlum okkur að halda málinu í gíslingu hroka og stórbokkaháttar. Þar eru þeirra menn í atvinnulífinu vafalaust æfir í garð flokksins sem bara hefur þvælst fyrir í umræðunni fram að þessu.

Nú er tími samninga og lipurðar. Ráðleysi þingmanna hefur vakið mikla athygli og allt of margir þeirra hafa nákvæmlega enga hæfileika eða þor til að takast á við þetta stóra verkefni. Það þarf hugrekki og skipulag til að leysa svona úlfakreppu en það hefur meirihluta þingmanna ekki tekist að axla enn sem komið er.

Að kenna öðrum um þessa stöðu er vesaldómur. Við verðum að horfast í augu við það að þarna erum við af því við klúðruðum málum. Ekki almenningur á Íslandi heldur auðmenn sem þrifust í skjóli spillingar og pólitískarar fyrirgreiðslu bankaflokkannna tveggja Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.

Ég eiginlega kvíði því sem virðist vera að koma í ljós í hrikalegri spillingu sem átti sér stað síðustu daga fyrir bankahrun þar sem skjólstæðingar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks virðast hafa sölsað undir sig milljarðahundruð út úr KB banka síðustu daga fyrir hrun.


mbl.is Íslendingar kenni Hollandi og Bretlandi um allt slæmt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Vel mælt

Finnur Bárðarson, 31.7.2009 kl. 20:37

2 identicon

Kærar þakkir fyrir frábæran pistil! Ég gæti skrifað undir hvert orð sem þú segir. Það er ótrúlegur léttir að rekast á menn á þessum vef sem lætur ekki hrífast af þeirri hópsálarmennsku sem eru að draga okkur niður í hildýpið.

 Bestu kveðjur, Kári

Kári (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 20:40

3 identicon

Skelfilegt að hlusta á málflutning Árna Johnsen um daginn.Popúlismi af hæstu sort. Verðum að lenda þessu máli.

hörður halldórsson (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 20:48

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Nú er búið að fresta fundum alþingis til 10.ágúst - hversvegna ? jú vegna þess að meirihluti stjórnarþingmanna styður ekki að samþykkja ríkisábyrgð á IceSave.
Hversvegna tekur Jóhanna IceSave ekki beint upp við Gordon Brown ? hún hefur svarað því og fannst mér það svar undarlegt svo ekki sé meira sagt.

Við verðum því miður að búa við veikan forsætisráðherra sem nýtur ekki almenns trausts og hefur algjörlega brugðist á ná að vinna með stjórnarandstöðunni og skapa samstöðu í þjóðfélaginu.

Óðinn Þórisson, 31.7.2009 kl. 21:49

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Óðinn... það er ljóst á þessum pistli að þú skilur ekki málið. Þingfundum er frestað vegna þess að beðið er eftir nýjum upplýsingum og það veistu. Það er ekkert sem þrýstir á þingfundi í svipinn því við höfum þegar tapað af þeirri dagsetningu sem menn ætluðu sér að ná lendingu... það veistu líka. Traust á Jóhönnu er mjög mikið og hún hefur þingflokkinn og allan flokkinn traustan að baki sér sem er meira en segja má um alla hina flokkana...

Stjórnarandstaðan vill ekki vinna með stjórnvöldum því hún vinnur eftir flokkslínum og flokkshagmunum... skítt með þjóðarhag...  bara þvælist fyrir og stunda óábyrgan poppulisma.

Jón Ingi Cæsarsson, 31.7.2009 kl. 21:56

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jú það má Jóhanna eiga að hún heldur uppi ströngum flokksaga.
Sjálfstæð skoðun virðist vera á undanhaldi í sf - því miður -

Jón þú segir að ekkert þrýsti á um þingfundi - telur þú semsgat að það séu engin önnur mál sem þingið gæti rætt um þó ekki sé verið að ræða IceSave -

Fullyrðing þín varðandi að stjórnarandstaðan sé ekki ábyrg og þvælist fyrir er eins og þú veist alröng.

Annars Jón þá tel ég lítið annað að gera en samþykkja ríkisábyrgð á IceSave. - Því miður því samningurinn er HERFILEGUR -

Óðinn Þórisson, 31.7.2009 kl. 22:51

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hver hefur haldið því fram að þessi samningur sé eitthvað annað er herfilegur...? flestir segja það og bæta við... ekkert annað í boði í stöðunni.

Jón Ingi Cæsarsson, 1.8.2009 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband