Hjólin að byrja að snúast.

Ríkisstjórnin hefur nú samþykkt áætlun um afnám gjaldeyrishafta, sem Seðlabankinn samdi í samráði við viðskiptaráðuneytið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þeim verður aflétt í áföngum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands.

Vonandi er þetta eitt skref enn til endurreisnar landsins. Krónan er veikburða gjaldmiðill og að mínu mati verður hann horfinn sem slíkur innan nokkurra ára. Evra mun verða gjaldmiðill landsins í fyllingu tímans.

En við sitjum uppi með flakið að krónunni á næstunni og því þarf að reyna að lifa við þær takmarkanir og óöryggi sem því fylgir að hafa ónýtan gjaldmiðil.

Þessum höftum þarf að aflétta og gott að þær aðgerðir eru að hefjast, sem segir það að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur skrifað upp á þann árangur sem náðst hefur nú þegar og gert var samkomulag um fyrri nokkrum mánuðum.


mbl.is Áætlun um afnám gjaldeyrishafta samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Innan nokkurra ára? Hvar hefur þú verið Jón minn? Til þess að geta tekið upp Evru þarf að uppfylla ákveðin skilyrði um hagvöxt, verðbólgu o.fl. sem er eitthvað sem við Íslendingar munum ekki gera næstu áratugina. Innganga í ESB breytir þar engu um. Ef við ætlum okkur að skipta um gjaldmiðil fljótlega verðum við að velja eitthvað annað en Evru. Trúlega tekur lengri tíma að taka upp Evru en nokkurn annan gjaldmiðil. Reyndar óvíst að við getum það nokkurn tíma.

Víðir Benediktsson, 31.7.2009 kl. 18:36

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég hef ákveðið að eyða ekki lífi mínu í svartsýni og volæðistal... ég er bjarsýnn maður.. Við velum ekki neitt Víðir minn.. Evra er fjölþjóðlegur gjaldmiðill og þess vegna verður það okkar val... enda stefna flestar Evrópuþjóðir í þá átt... td svíar og danir sem hafa hikað fram að þessu.

Jón Ingi Cæsarsson, 31.7.2009 kl. 18:41

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Snýst ekkert um svartsýni heldur blákaldan veruleikann. Við erum svo órafjarri því að geta tekið upp Evru. Það er er ekki hægt að bera saman efnahag Svíþjóðar og Dannmerkur annars vegar og Íslands hins vegar.

Víðir Benediktsson, 31.7.2009 kl. 18:55

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þó þú takir þann pólinn að gefast upp fyrirfram og sannfæra sjálfan þig um að þetta sé ekki hægt... þá verður þú að eiga það við þig... Við hin ætlum að vinna okkur fram veginn og gefast ekki upp fyrirfram.

Jón Ingi Cæsarsson, 31.7.2009 kl. 20:19

5 Smámynd: Víðir Benediktsson

Nú nú, það er bara gamla Samfylkingaraðferðin. Stinga hausnum í sandinn og hvorki heyra né sjá. Þú verður nú að saka einhvern annan en mig um það að gefast upp t.d. útsendara Samfó sem létu Breta og Hollendinga taka sig í þurrt. Hins vegar veit ég hvernig staðan er en lifi ekki í draumaheimi.

Víðir Benediktsson, 31.7.2009 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband