31.7.2009 | 09:17
Ofmetnir. Ofmat þjóðarinnar.
Atburðarásin síðustu mánuði sýnir svo ekki var um villst að yfirmenn og stjórnendur bankanna voru stórlega ofmetnir og hafa fyrst og síðast hugsað um að raka til sín fé.
35 milljónir á mánuði eins og hjá Hreiðari er náttúrlega bara klikkun og sýnir okkur hvaða hrikalegt bull var í gangi. Og sjá nú að ekki færri en 270 starfsmenn bankanna voru með milljón eða meira á mánuði. Ekki undarlegt þó þetta jukk hryndi allt saman til grunna.
En við getum sjálfum okkur um kennt. Í hroka okkar og ofmati klöppuðum við þessu kerfi lof í lófa og allir fjölmiðlar hrósuðu þessum mönnum í bak og fyrir. Blöðin voru uppfull af viðtölum og slúðurblöðin sögðu frá hverju fótmáli þessara snillinga.
Nýju fötin keisarans þóttu flott og fín.
En svo hrundi spilaborgin og eftir stóð keisarinn í nýju fötunum sínum berstrípaður. Kannski lærum við eitthvað af þessum sýnarveruleika sem var spilaður fyrir okkur við tryggan og stöðugan undirleik stjórnvalda, Seðlabanka, forseta og enn fleiri.
En viðbrögð margra við Icesavemálinu sýnir því miður að hrokinn og stórbokkahátturinn er enn til staðar hjá sumum þó svo við liggjum kylliflöt rúin öllu trausti í heiminum.
Þeir halda enn að við stjórnum atburðarásinni og hinir skulu sko sannarlega hlýða okkur og hætta að vera svona andstyggilegir við yndislega þjóð sem engum gjörir illt.
Það er eins og árin frá 2003-2007 hafi gleymst hjá þeim sem svona tala og kenna vondu þjóðunum í útlöndum um ófarir okkar. Enn er gullfiskaminnið að stríða.
270 bankamenn með yfir milljón | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott færsla Jón Ingi - ótrúlegt hvernig störfin innan þessa geira urðu allt í einu mikilvægari en öll mannleg gildi og stýrðu öllu verðmætamati og skynsemi ráðamanna, almennings og fjölmiðla.
Nú er eins gott að gullfiskaminni ráði ekki för - við megum ekki byggja undir nýtt "2007" ástand - gleyma því sem gerðist og sofa yfir óráðsíunni. Nú ríður á að vera þjóð á meðal þjóða, semja af skynsemi og sanngirni og vera svo vakandi yfir ráðamönnum þjóðarinnar og leikreglum búsins til framtíðar.
Hlakka til að sjá þig - er rétt að skríða heim frá Norge :)
Herdís (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 12:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.