30.7.2009 | 16:29
Stjórnmálamenn að klúðra málum landsins ?
Ósamstaðan, deilurnar og niðurstöðuleysið á Alþingi er að lenda á þjóðinni af fullum þunga.
Skilningur þingmanna á stöðunni var ekki til staðar. Að trúa því að íslendingar hefðu einhverja stöðu í þessu máli var barnaskapur.
Að kenna síðan öðrum um og vísa til þess að allir séu vondir við okkur er auðvitað fjarstæða. Ísland tapaði öllum trúverðugleika í bankahruninu og viðbrögð og yfirlýsingar sumra stjórnmálamanna hér hafa gert það að verkum að allar þjóðir sem lýst hafa yfir því að þær vilji lána okkur fé og veita aðstoð treysta okkur ekki.
Vafalaust æpa einhverjir á þetta blogg en það breytir því ekki að vanhæfni íslenskra stjórnmálamanna sendi okkur þangað sem við lentum í haust... og nú gerist það aftur að íslenskir stjórnmálamenn eru ekki færir um að leysa mál og koma hjólum af stað hér.
Lausn Icesave er lykillinn að endurheimtum trúverðugleika okkar og það virðast allt of margir íslenskir stjórnmálamenn ekki skilja.
Því framlengist sú djúpa lægð sem þjóðin er í og gæti enn dýpkað.
Ég vona að þetta áfall vekji þá stjórnmálamenn til hugsunar um ábyrgð sína og standi undir kröfum þjóðarinnar um hæfni, markviss vinnubrögð og trúverðugleika.
Afgreiðslu AGS frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það var ljóst sl. föstudag að þingmeirihluti var ekki fyrir þeirri lausn sem hefði gefið grænt ljós á afgreiðslu. Án árangurs hafa menn reynt að ná sátt. Tjónið er mikið. Mér sýnist svar við fyrirsögn pistils vera - já því miður-.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 16:46
Já Gísli ... og það sem verra er. Stórir hópar halda að þetta stafi af því að AGS og ESB séu svona vond við okkur vesalings litla Ísland.
Menn horfast ekki í augu við þann veruleika að Ísland tapaði öllum trúverðugleika í haust og Icesavesamkomulagið var lykillinn að því að það traust endurheimtist að hluta.... en deilurnar og ósamkomulagið á þingi færði okkur á byrjunarreit í huga umheimsins.
Þess vegna treystir því enginn eins og er að við ætlum að rísa undir ábyrgð og leysa málin. Menn lána ekki óreiðuþjóð nema hún sýni betrun.
Jón Ingi Cæsarsson, 30.7.2009 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.