Tvískinnungur Jóns Bjarnasonar - Hann er farinn á taugum.

Jón Bjarnason gerir sitt besta til að tefja eða stöðva umsóknarferlið í ESB. Hann er á móti málinu og ýmsir hafa efast um stöðu hans sem ráðherra. Ráðherra sem vinnur ljóst og leynt gegn ríkisstjórnarsáttmálanum á auðvitað að snúa sér að öðrum verkefnum.

Jón Bjarnason er farinn á taugum og ljóst er að hann er að leita að einhverjum fyrirslætti á hugleysi sínu. ESB er þá ágætis ástæða því hann er hvort sem er á móti því máli og lýsir því vel tvískinnungi hans að gera það að ástæðu.

Ég hef aldrei haft trú á Jóni Bjarnasyni. Málflutningur hans á þingi er ruglingslegur og hann skortir alla framsýni og nútímaskilning. Það var því nokkuð óvænt að Steingrímur J þyrði að gera hann að ráðherra. Það gat ekki endað nema með vandræðum því maðurinn er einsýnn og þver.

Það verður að viðurkennast að Jón Bjarnason er sannarlega veiki hlekkurinn í þessari ríkisstjórn sem svo sannarlega þarf á því að halda að vera sterk í orði og verki.

 


mbl.is Vill fresta umsóknarferli ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég er ekki sammála þér Jón á heiður skilið fyrir að liggja ekki marflatur fyrir hótunum ESB ríkja í garð Íslendingar eins og samstarfsflokkurinn vill gera.

Sigurður Þórðarson, 26.7.2009 kl. 13:40

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Maður sem gerir sitt besta að þjóðin fái að segja sitt í þjóðaratvæði á engan heiður skilinn. Flokkshestur sem vill hafa völdin á skrifborðinu "SÍNU"

Jón Bjarnason gekk nú í VG af því hann tapaði í prófkjöri Samfylkingarinnar um árið þannig að sannfæring hans byggir dálítið á eigin skinni.

Jón Ingi Cæsarsson, 26.7.2009 kl. 13:46

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ekki að segja sitt vildi ég sagt hafa

Jón Ingi Cæsarsson, 26.7.2009 kl. 13:52

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þungu áhyggjurnar hans Jón Bjarnasonar eru af því hann sér framá að Ísland verið tekið framfyrir margar þjóðir og eigi greiðari leið framundan en hann lét sér detta í hug.

Þungu áhyggjurnar eru sem sagt vegna þess að samingsstaða landsins er betri en hann hélt.

Jón Ingi Cæsarsson, 26.7.2009 kl. 13:58

5 identicon

Jón Bjarnason er farinn á taugum og ljóst er að hann er að leita að einhverjum fyrirslætti á hugleysi sínu.

Mér sýnist þú nú frekar vera að fara á taugum af ótta við að SF muni kannski ekki takast að kjöldraga Ísland ofan í það svarthol sem ESB er.

kristinn (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 14:42

6 identicon

Þetta er albesta lýsing á Jóni Bjarnasyni sem ég hef séð. Algjörlega sú upplifun sem ég hef á manninum. Ég skil það ekki hvernig var hægt að gera hann að ráðherra, alltaf þegar hann er spurður af einhverju kemur samhngislegt bull og ruglingur út úr manninum. Maður stendur eftir og veit ekkert um hvað hann var að tauta. Í aðdraganda kosninganna hlutsði maður á þennan Jón Bjarnason bulla út í eitt og svo gerir Steingrímur hann að ráðherra, Steingrímur hlýtur að hafa einhverja aðra mynd af manninum en við, enam hér sé bara um það að ræða að Steingrímur hafi látið undan þrýstingu frá heima héraði Jóns Bjarnasonar.

Valsól (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 15:39

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þetta sýnir fyst og fremst enn og aftur þann klofning sem er innan ríkisstjórnarinnar -
- en ég verð samt að hrósa Jón Bjarnasyni ábyrgur og flottur stjórnmálamaður þará ferð

Óðinn Þórisson, 26.7.2009 kl. 18:12

8 identicon

Jón Bjarnason er samkvæmur sjálfum sér og á hrós skilið. Það er hins vegar taugaveiklun ykkar Alþýðuflokksmanna sem kemur meira og meira í ljós. Þið eruð eins máls flokkur, svo mikið er víst.

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 22:39

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Jón Bjarnason er trúður..

Óskar Þorkelsson, 27.7.2009 kl. 01:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband