25.7.2009 | 21:04
Komin tími á að þingmenn fari að skilja málið.
Ég er búinn að blogga nokkrum sinnum um Icesave og þingmenn. Ég nenni ekki að endurtaka mig og vil þó ítreka undrun mína á stöðu málsins á þingi og undarlegt skilningsleysi ákveðinna þingmanna á möguleikum í þessu máli.
Atli þingmaður VG byrjar enn sama vælinn um sjálfstæði okkar, nauðsyn þess að Íslendingar stjórni gangi mála og svo framvegis.
Það fer ofurlítill hrollur um mann þegar maður sér hversu skilningsvana þingmenn eru þegar þeir byrja að tala svona. Ísland er í úlfakreppu. Það er verið að reyna að semja okkur út úr þeirri úlfakreppu sem stafar m.a. annars af því að landið er nánast gjaldþrota og er háð velvilja og stuðingi annarra þjóða.
Þessar þjóðir setja okkur ákveðin skilyrði fyrir þessari aðstoð og þeir vilja að við semjum um framgang mála áður en til þeirrar aðstoðar kemur. Og sú krafa kemur ekki til af góðu.
Þessar vinaþjóðir okkar treysta því ekki að meirihluti þingmanna á Alþingi Íslendinga standi við skilmála landsins á alþjóðavettvangi og það er ekki undarlegt þegar fylgst er með trúðslátum þingmanna á löggjafaþingi landsins.
Ef ríkisábyrgð á Icesavelánin verður felld á þingi er ábyrgð þeirra þingmanna sem að því standa hrikaleg. Þeir munu með því rýra álit okkar svo mikið að vandséð hverjir það verða sem vilja aðstoða okkur upp úr öldudalnum. Það er hægt að skæla og væla eins og Atli vinstri grænn gerir hér....en það breytir engu.. þjóðirnar í kringum okkur vilja tryggingar fyrir að við stöndum við okkar...svo er nú komið fyrir trausti nágranna okkar á orðheldni og samningsvilja okkar... þökk sé þingmönnum stjórnarandsöðunnar og stjórnarþingmönnum sem tala ein og Atli.
Þingmenn...girðið ykkur í brók og klárið þessi mál .. annars verður ykkar minnst fyrir ræfildóm og vanhæfni í björgun landins úr hremmingum kreppu og útrásarvíkinga.
Vill að AGS leggi spilin á borðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nei það er ekki nema von að þessi fábjánar í hinum flokkunum er skilji neitt, enda hafa þeir ekki prófað nýju ESB töflurnar. Þær eru miklu betri en Herbalife. Fólk verður svo nautgreint af þeim. Sjá Ólínu Þorvarðardóttur þekkir helstu kenningar hagfræðinnar bara svona með því að líta á fræðin kvöldstund, Magnús Helga Björgvinsson þroskaþjálfara sem kennir reglulega hæstaréttadómurum og prófessorum í lagadeild grundvallar hugmyndir lögfræðinnar og Jón Inga Cæsarsson sem kann allt það sem þingmenn kunna ekki.
Jón þú þarftu að koma öllum þingmönnum Samfylkingarinnar á þessar ESB töflur, því fyrir helgi kom fram að það væri farið að renna tvær grímur á suma þeirra.
Sigurður Þorsteinsson, 25.7.2009 kl. 22:00
Tek undir orð Sigurðar Þorsteinssonar hér ofar.
Jón Ingi, hvaða gögn hefur þú undir höndum um Icesave sem gerir þér keift að ásaka "ákveðna þingmenn" um undarlegt skilningsleysi á Icesave. Getur verið að þú misskiljir eitthvað sjálfur varðandi Icesave málið eða er það kannski bara flokkurinn sem hugsar og tekur ákvarðani fyrir þig, það er auðvitað mun þægilegra fyrir "pólitíkusa" og gefur kannski möguleika á persónulegum frama í flokknum að vera þægur við "flokksráðið" og "flokksræðið".
Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 22:28
Málið er einfalt Sigurður... við stöndum ein ef við semjum ekki um Icesave... þú mátt alveg fara í grátkórinn með þeim sem ekki skilja það... en hvorki ég né þú breytum nokkru um niðurstöðuna..
enginn Icesavesamningur - engin efnahagsaðstoð eða erlend lán.
Jón Ingi Cæsarsson, 25.7.2009 kl. 22:30
Páll... þetta hefur ekkert með mig að gera.. staðreyndirnar tala sínu máli... Norrræni fjárfestingabankinn hefur lokað á lán til Íslands. Evrópski fjárfestingabankinn hefur lokað á lán til Íslands. Norðmenn, svíar, finnar og danir greiða ekki út lán til landsins ... rússar og pólverjar sömuleiðis.
En ég geri mér ekki grein fyrir hvort þú og aðrir sem tala eins og þú skilja þetta ekki eða vilja ekki skila þetta... sennilega vilja ekki skilja þetta því þetta er ferlega óþægilegt..
og þá er gott að fara í strútshaminn..hausinn í sandinn og sjá ekki - heyra ekki - skilja ekki.
Jón Ingi Cæsarsson, 25.7.2009 kl. 22:35
þessir fjárfestingabankar sem þú nefnir þarna Jón Ingi, lána þeir peninga í ónýtar fjárfestingar innan EU ? og ef svo er er það það kostur ?
Guðmundur Jónsson, 25.7.2009 kl. 22:53
Þessi Icesave gjörningur er einhver klikkðasta vitleysa sem framkvæmd hefur verið í sögu lýðveldisins. Til að kóróna hörmungarnar reyna ofbeldisseggirnir (flestir innan ESB) að kúga okkar litlu þjóð til að ganga að þessum afarkostum með látlausum hótunum. Það sem verra er að stjórnvöld haga sér eins og hræddar mýs og þora ekki að standa upp í hárinu á þessum brjálæðingum. Það eru til takmörk fyrir öllu og kominn tími til að senda þessu liði fingurinn. Við Breta og Hollendinga verður bara að tala á sama tungumáli og þeir sjálfir gera, þeir skilja ekkert annað. Þessi kjúklingahegðun sem nú á sér stað hjá ríkisstjórninni er til háborinnar skammar.
Víðir Benediktsson, 25.7.2009 kl. 23:35
Frímann minn, borgaðu þá ef þú vilt. Hins vegar kæri ég mig lítið um að borga skuldir sem ég hef ekki stofnað til en þú mátt borga eins mikið og þú vilt mín vegna.
Víðir Benediktsson, 26.7.2009 kl. 08:22
Jón Ingi þú vilt að börnin okkar og barnabörn, borgi meira en þau þurfa allt til þess að þóknast ESB trúarbrögum ykkkar.
Sigurður Þorsteinsson, 26.7.2009 kl. 08:39
Það sem hefur vakið sérstaka undrun hjá mér er að ríkisstjórnin leitaði ekki eftir breiðri pólitískri samstöðu um þetta stóra mál.
Því er pólitísk ábyrgð á þessum samning alfarið hjá ríkisstjórninni.
Þessi samningur kemur ekki inn í þingið fyrr en búið er að tryggja að samningurinn verði samþykktur. - það er verkefni SJS og JS næstu viku.
Svo er það alltaf einhverjir sem stunda þennan hræðsluáróður - þeir ættu að vita að hann virkar ekki - nýjan samning sem við getum staðið við - þessi er stórgallur og ábyrgir þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa lýst því yfir að þeir munu aldrei samþykkja hann -
Óðinn Þórisson, 26.7.2009 kl. 12:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.