Franek Rozwadowski, fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á Íslandi, segir að ekkert skilyrði sé um lúkningu Icesave-deilunnar í samningi sjóðsins við íslenska ríkið. Lán AGS sé þó óbeint tengt lausn deilunnar í gegnum lánin frá hinum Norðurlandaþjóðunum, sem eru hluti af fjármögnun áætlunarinnar. Þau hafi því miður verið tengd Icesave-deilunni.
Formenn stjórnarandstöðunnar geta haldið áfram að berja sér á brjóst og magna upp óábyrgan málflutning í Icesavemálinu.
Sjálfskipaðir sérfræðingar úr lögfræði og hagfræðistétt geta haldið áfram að magna upp óöryggi og titring í landinu. Það breytir nákvæmlega engu. Ef þetta mál fær ekki afgreiðslu í samræmi við skuldbindingar landsins á alþjóðavettvangi samkvæmt skilgreiningu annarra en okkar gerist ekki neitt. Mál munu stöðvast þar sem þau eru nú með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Maður hlýtur að harma að efnahagslegri uppbyggingu landsins sé stefnt í hættu vegna ákvaðannafælinna þingmanna sem þora ekki að stíga þau skref sem þarf til að hjólin fari að snúast.
Trú mín á Alþingi og mörgum alþingismönnum hefur skaddast stórlega. Þeim ætti að vera ljós sú staða sem landið er í, en í stað þess að viðurkenna það og segja þjóðinni satt fara allt of margir af þeim í pólitískan trúðsbúning og leika listir sínar frammi fyrir fjölmiðlum og landsmönnum. Þeir virðast ekki gera sér neina grein fyrir alvöru málsins. Ég reikna með að nú leiti þeir sem hæst hafa talað gegn Icesave, leiða til að samþykkja það án þess að lýsa sig sigraða því ég trúi ekki öðru en þeir séu að átta sig.
Og á meðan gerist ekki neitt. þjóðir þær sem ætla að styðja okkur á fætur og bíða átekta eftir að trúðslátunum á þingi linni og þingmenn sýni það í verki að Íslandi ætli að taka þátt og þiggja þau tilboð sem liggja fyrir til uppbyggingar.
Athugasemdir
Þessi samningur samræmist ekki okkar hagsmunum.
Menn geta fundað þessa daga en það breytir ekki samningnum.
Það er ekkert annað í stöðinni en að hafna þessum samning.
Ábyrgur málflutningur formanna stjórnarandstöðunnar er ljós í mirkrinu og hafa þeir verið öflugir í að benda á galla samningsins og alltaf eru að koma fram ný gögn.
En ég skil þinn pirring Jón þar sem ef þessi samningur verður ekki samþykktur þá ekkert ESB -
Óðinn Þórisson, 25.7.2009 kl. 19:17
Ég veit að þú ert ekki kjáni Óðinn... en málið er "enginn samningur - engin endurreisn... engin lán.. gjaldþrot lands og þjóðar.
Jón Ingi Cæsarsson, 25.7.2009 kl. 21:06
Ég ætla ekki að telja upp alla þá hagfræðinga, lögfræðinga, fyrrverandi forsætisráðherra o.fl sem hafa ítrekað sagt að það sé ekki hægt að samþykkja þennan samning -
- ég treysti því að þingmenn sýni skynsemi þegar þeir kjósa um þennan samning -
þessi hræðsluáróður hjá þér virkar ekki -
Óðinn Þórisson, 25.7.2009 kl. 23:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.