22.7.2009 | 12:32
Heimska Hollendinga.
Það er öllum best að samkomulag náist um Icesave. Skiptar skoðanir hafa verið hjá sérfræðingum og stjórnmálamönnum eins og kunnugt er.
Í gær tók málið síðan nýja stefnu þegar bárust fréttir um að hollenskur ráðherra hafi verið að þrýsta á utanríkisráðherra í símtali. Slíkt er að sjálfsögðu ákaflega óskynsamlegt.... sennilega má kalla það heimskulegt.
Ef einhverntíman var von til að næðist þokkalegt samkomulag um þetta erfiða mál held ég að þetta hafi endanlega eyðilagt þann möguleika. Það sem hollenski ráðherrann gerir sýnir hversu illa hann þekkir íslendinga og íslenska þjóðarsál. Sennilega hefur hann endanlega slátrað þeim möguleika að sátt yrði um þennan samning.
Holland og hollenskir stjórnmálamenn hafa með þessu skotið undan sér í icesavemálinu og maður verður eiginlega að lýsa undrun sinni á því ótrúlega taktleysi þessi ráðherra sýndi með þessum gjörningi.
Veit ekki hvort hann reddar einhverju með að biðjast auðmjúklega afsökunar ?
Vilja ganga lengra en Verhagen | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekkert að þessu, Jón. Þjóðin óvenju "sárfætt" á þessum pólitíska akri. Lestu Atla.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 12:40
Kannski ættu þessir heimsku Hollendingar einfaldlega að leita ráða hjá okkar forustumönnum (núverandi og fyrrverandi) um hvernig best sé að biðjast auðmjúklegrar afsökunnar????
Eru annars Verhagen og Blom ekki bara að vinna sín störf sem kjörnir fulltrúar hollensku þjóðarinnar?
Er símtalið frá Verhagen til okkar manns fyrsta dæmi mannskynssögunnar um "þrýsting" tengdan milliríkjasamningi? Er Blom fyrsti þingmaður lýðveldisríkis sem tjáir skoðun sína um viðkvæm málefni í fjölmiðlum?
Getum við (eða okkar fulltrúar) ekki rætt við fulltrúa annara þjóða á málefnalegum grundvelli nema þeir hafi sannað að þeir þekki Íslendinga og Íslensku Þjóðarsálina út og inn og séu meir en tilbúnir til að taka upp okkar vinnuaðferðir?
Hverju eru þessir heimsku hollendingar að skjóta undan sér í Icesave málinu? ÞEIR eru varla að reyna að skjóta sér undan neinu?
Agla (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 14:10
Skotið UNDAN SÉR Agla ,,, maður notar stundum þannig líkingu ef einhverjum verður illa á.
Í diplómataheimi nota menn ekki svona aðferðir þegar mál eru í þinglegri meðferð... það er dónaskapur.
Jón Ingi Cæsarsson, 22.7.2009 kl. 14:29
Þetta er frekar skrýtinn pistill og er líklega helst til vitnis um vonbrigði höfundar vegna þess að viðbrögð hollendinga eru ekki í samræmi við óskhyggjuheim hans um tilveruna í ESB.
Nú eru miklir hamingjudagar hjá þeim sem eiga þann draum helstan að sjá Ísland hverfa inn í evrópska stórríkið. Skynsamlegt væri af þeim að búa sig undir mörg vonbrigði á næstu misserum.
p.s. : Ég skrifaði svipuð varnaðarorð í athugasemd við færslu annars stórríkissinna en þeim var eytt innan við hálftíma eftir innskrift, skyldu þessi standa lengi ?
Hólmgeir Guðmundsson, 22.7.2009 kl. 15:24
Þakka íslenskukennsluna Jón Ingi! Þetta "orðaspil" með að skjóta sér undan og etc. átti að vera smá brandari (?).
Hversvegna telur þú að Verhagen og Blom hafi orðið illa á? Hafa þeir einhverju að tapa?
Heldur þú að okkar menn séu slíkir viðvaningar að þeir hafi ekki átt von á viðbrögðum af þessu tagi?
Hugsanlega hafa þeir aðra skilgreiningu en ég og þú um hvað flokkast undir "dónaskap" í milliríkjasamskiptum eða eins og þú kallar það í "diplómataheimi".
Ég verð annars að viðurkenna að ég skil ekki alveg hvað þú meintir með færslunni.Væri hægt að skilja hana þannig að þú værir hræddur um að þessir heimsku hollendingar hefðu með sinni lausmælgi stefnt samþykkt "Icesave samningnins" í hættu?
Agla (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 15:41
Ofdekraðir ESB andstæðingar á moggabloggi
http://pallblondal.blog.is/blog/pallblondal/entry/918743/
Páll Blöndal, 23.7.2009 kl. 00:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.