Gæti slökkt á efnahagsumbótum og stefnt framtíð okkar í voða ?

Ef meirihluti Alþingis fellir ríkisábyrgð  og þar með Icesavesaminginn eru mál í uppnámi.

Þó svo fáum finnist eitthvert réttlæti í þeim fólgið er ljóst og hefur verið lengi að við eigum ekkert val. Við höfum enga stöðu í málinu að því allir sem að þessu koma segja.

Þið verðið að samþykkja þennan samning annars verður ekkert af okkar aðstoð. "" Það eru hin miskunarlausu skilaboð. Við erum sökudólgar í augum umheimsins þó svo almenningur á Íslandi hafi ekki átt hlut að máli. Það fengu einstaklingar opinn tékk hjá þáverandi stjórnvöldum að hlunnfara almenning í útlöndum.

Það væri hrikaleg staða ef þrjátíu og eitthvað þingmenn segðu nei við ríkisábyrgðinni og það yrði til þess að uppbyggingu efnhagslífsins yrði stefnt í voða og gæti jafnvel leitt til mikillar framlengingar kreppu á Íslandi með tilheyrandi hörmungum.

Ég vona í það minnsta að þeir viti hvað þeir gjöra þeir þingmenn sem ætla að segja nei... við vitum hvað við höfum en vitum ekki hvað við fáum ef þetta verður fellt.

Ábyrgðin er þeirra.


mbl.is Telja að ljúka verði Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver er ekki á móti Icesave ? Auðvelt að slá sér upp á óvinsældum Icesave,kannski er hægt að skera skuldina eitthvað niður en valið er á milli að vera rassskelltur eða laminn.Þeir sem eru á móti verða að vera tilbúinn að taka þann slag gegn nágrönnum okkar.Kannski er það áskorun að verða Kúba norðursins

hörður halldórsson (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 18:52

2 identicon

Þetta er einfalt: Maður lætur ekki fara svona með sig!

AB (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 18:53

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er nú meira svartagaldursrausið í ykkur stuðningsmönnum Icesave skuldanna.

Sigurður Þórðarson, 21.7.2009 kl. 19:22

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sigurður... ekki bulla..

það er enginn stuðningsmaður Icesaveskulda... en það er margir sem vilja vita hvað það þýðir að hafna ríkisábyrgðinni... því hefur ekki verið svarað... ertu til í að segja okkur það .. okkur sem erum hræddir við slíkt.

Jón Ingi Cæsarsson, 21.7.2009 kl. 19:55

5 identicon

Ómaklegt Sigurður að kalla skynsemdarfólk "stuðningsmenn Icesaveskulda"! Taktu þetta aftur.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 20:26

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Skynsemdarfólk?  Gott og vel.

Plan A: Skuldaklafi sem flestir telja óviðráðalegan og muni óhjákvæmilega leiða til þjóðargjaldþrots. Samningur sem reynt var að halda leyndum og samþykkja í flýt. Inniheldur m.a. ákvæði um að Ísland afsali sér "ótímabundið og óafturkallanlega griðum". Mér er stórlega til efs að samningamenn hafi vitað hvað þessi setning þýddi enda var enginn þjóðréttarfræðingur í nefndinni.

Sagði ekki Jóhanna sjálf að það væri ekkert plan B?

Þarf frekari vitna við?

 Hefði ekki verið betra að reyna að ná þjóðarsamstöðu í stað þess að stunda læðupokahátt og pukur með jafn alvarlega hluti?

Sigurður Þórðarson, 21.7.2009 kl. 20:50

7 identicon

þó svo almenningur á Íslandi hafi ekki átt hlut að máli.

Count the number of new Jeeps, Caravans, Boats, Summerhouses....and 400 fm houses........

Fair Play (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 00:32

8 Smámynd: Víðir Benediktsson

"Gæti slökkt á efnahagsumbótum og stefnt framtíð okkar í voða ?"

Einmitt þetta getur gerst með því að sýna undirlægjuna og samþykkja þessa fjandans vitleysu.

Þessi samningur hefði getað orðið eins og við hefðum viljað hafa hann ef me menn hefðu haft kjark til en því var ekki að heilsa því miður. Hefðum líka getað í ógáti móðgað einhverja ESB lúða og það mátti náttúrulega alls ekki gerast.

Víðir Benediktsson, 22.7.2009 kl. 07:40

9 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það er umhugsunarefni hvar við stöndum ef við látum kúga okkur - en til að hafa það á hreinu þessi IceSlave samningur er alfarði á ábyrgð SF og VG

Óðinn Þórisson, 22.7.2009 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband