Lá fyrir í ríkisstjórnarsáttmála.

Kristinn H sem þekkur er að hlaupa frá sannfæringu sinni flokka á milli gerir lítið úr fyrrum félögum sínum í vinstri flokknum.

Þeir stóðu í lappirnar og hlupu ekki í trylltum dansi flokka á milli til að tryggja eigin bein. Þeir stóðu í lappirnar og við það samkomulag sem þessi ríkisstjórn grundvallaðist á í upphafi. Samfylkingin hefði ekki myndað ríkisstjórn nema fyrir lægi að tekið yrði á Evrópumálunum og það vissu allir... sennilega Kristinn líka ?


mbl.is Kristinn H: Flokknum fórnað fyrir stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Mér finnst nú dulítið merkilegt þegar þessi tiltekni Kristinn talar um flokksfórnir - en hann þarf óskaplega litlar áhyggjur að hafa.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 16.7.2009 kl. 18:18

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

jaa, það er nú margt hægt að segja um Kristinn en ég verð nú að taka upp hanskan fyrir hann þó ég sé á móti nær öllum þeim málum sem hann hefur barist fyrir. Kristinn hefur einmitt ekki hlupið frá sannfæringu sinni. hann hefur hvar sem hann hefur komið haldið henni og ekki látið flokksræðið kúga sig.

Fannar frá Rifi, 16.7.2009 kl. 21:45

3 identicon

Það gladdi mig mikið í gær að til væru þingmenn sem treystu sér til að fylgja sinni sannfæringu í mikilvægum málum, þó svo að stefna flokksins þeirra væri önnur, sama á hvern veg þeir kusu.  Þetta svokallað lýðæði okkar var orðin hálfgerð lumma, farin að herma stjórnarfundi í hlutafélögum, að því undanskyldu að búið var að spyrða starfsmann/þingmann við hvert atkvæði.  Eins og Samfylkingin kaus, þá hefði verið nóg að senda einn þingmann með umboð.  

Það að halda því fram að stjórnarsáttmáli sé á einhvern hátt merkilegra plagg en kosningaloforðapakki er hrein dónaskapur við kjósendur.  Það þvældist ekki fyrir Samfylkingunni að stinga sínum prinsipp Evrópumálum undir stól þegar þá vantaði vinnu hjá Sjálfstæðisflokknum hér um daginn.  Kannski reiknuðu Vinstri Grænir með því að það væri óhætt að kvitta upp á þetta plagg, í ljósi fyrri efnda Samfylkingarinnar við Evrópusinna. 

Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband