Jóhanna og brunarústirnar.

Það eru margir svekktir yfir örlögum Valhallar á Þingvöllum. Hús sem á sér langa sögu þó svo þetta virðist ekki hafa verið ýkja merkileg smíð þegar upp er staðið.

En Jóhanna er sjóuð. Hún hefur undanfarna mánuði staðið yfir brunarústum frjálshyggjunnar og verið að hreinsa til. Henni ætti því síður að bregða í brún þótt þetta sé hrikalegt þarna á Þingvöllum.

Þó það sé kaldhæðnislegt, sem má leyfa sér af því enginn meiddist, þá má benda á að þetta gamalfræga hótel bar nafnið Valhöll sem vísar til annarar slíkrar sem hefur orðið eldi að bráð í óeiginlegri merkingu.

Jóhanna stendur því í dag yfir brunarústum sem bíða þess eins að verða hreinsaðar og síðan tyrft yfir grunninn.  Í því má greina samlíkingu ef vel er skoðað.


mbl.is Hrikaleg sjón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fattaru núna Jóhanna hvernig landið er statt?

Brunarústir  einar, eftir 2o ára óduglega alþingismenn og ríkisstjórnir. það þýðir ekkert að röfla um fjárglæfrastafrsemi.  það hefði aldrei gerst neitt í þessa áttina  ef við hefðum haft góða stjórnmálamenn, en ekki fávita.

j.a. (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 16:35

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það eru ekki margir sem vita það betur en Jóhanna... og örugglega ekki þingmenn stjórnarandstöðunnar sem gera sitt besta til að tefja og bregða fæti fyrir þá vinnu sem þarf að vinna hratt.

Jón Ingi Cæsarsson, 11.7.2009 kl. 16:39

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Góð samlíking hjá þér Jón

Finnur Bárðarson, 11.7.2009 kl. 16:50

4 identicon

Það var gott að húsið brann á þessum tíma, því húsið var dauðagildra, jú úðunarkerfi var í húsinu en ekkert vatn.

Sigurður (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 17:12

5 Smámynd: Víðir Benediktsson

Reikna með að Jóhanna verði sjálfri sé í þessu máli eins og öðrum sem hún hefur tekið þátt í af afgreiða og klúðri þessu eftiminnlega.

Víðir Benediktsson, 11.7.2009 kl. 20:48

6 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þú mátt treysta því kæra Sigurbjörg að það vantar ekkert upp á stafsetningakunnáttu mína. Reyndar mjög góður í henni þó ég segi sjálfur frá, hins vegar slæðast með innsláttarvillur þegar maður sleppir því að lesa yfir það sem maður skrifar hverju sinni. Á þessu tvennu er augljós munur sem hver velmeinandi manneskja ætti að sjá. Nota til að mynda aldrei púkann sem boðið er upp á því ég treysti sjálfum mér betur en honum, það hefur reynslan kennt mér. En það breytir ekki skoðun minni á því að Jóhanna mun eflaust klúðra þessu máli eins og öllum sem hún hefur komið nálægt síðan Samfylkingin komst til valda eftir þar síðustu alþingiskosningar. Það virðist vera regla frekar en undantekning að hún bregðist við eins öfugt og hægt er að gera í hverju tilfelli. Hvar er Skjaldborgin og öll  þau úrræði seim átti að beita til bjargar heimilunum. Það eina sem ég hef séð er hákapítalískur lögfræðingagjörningur að amerísku sið. En það er svo sem ekki nýtt að fólk beiti lygum og blekkingum til þess eins að ná kjöri. Þar er Samfylkingin á heimavelli.

Víðir Benediktsson, 12.7.2009 kl. 00:29

7 identicon

Voða leiðinlegt þegar fólk tekur að sér að leiðrétta stíla á kommendum.  Það virkar eins og heilinn í þeim sé brunninn yfir.  Hafi ekkert annað upp á að bjóða.

j.a. (IP-tala skráð) 12.7.2009 kl. 15:54

8 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Ég hef alltaf verið hrifin af þeirri vinnureglu að fárast ekki yfir stafsetningu í umræðum á Neti. Ekki svo að skilja að ég telji að menn eigi ekki að skrifa rétt en það er hinsvegar ekki öllum gefið. Það eru ótrúlega leiðinlegar umræður þegar einhver tekur að sér að leiðrétta allar málvillur sem eiga sér stað. Þeir sem eiga við fötlun að stríða verða fyrir endalausu einelti og geta aldrei tjáð sig frjálst. Margt lesblint fólk forðast að taka þátt í rituðu spjalli vegna þessa.

Þegar um er að ræða aðra texta þá tel ég hinsvegar að eigi að fara eftir ítrustu reglum um réttritun.

Ég hef enga skoðun á réttritunarhæfileikum Víðis, ég er viss um að hann er býsna glúrinn en verði honum á í messunni skiptir það engu meginmáli. Hvað skoðun hans varðar þá veit ég að þjóðin bíður eftir skjótfenginni lausn, líkt og hún hafði áhuga á skjótfengnum gróða. Reddingar sem virðast snilld en eru til tjóns þegar á reynir. Ég treysti Jóhönnu manna best til að leysa þessi verk.

Þó auðvitað megi kenna alþingismönnum um lausatök í reglusetningu um eftirlit með viðskiptum þá er það fyrst og fremst gróðahyggja og óvönduð vinnubrögð sem urðu okkur að falli. Það er ekki endilega búðareiganda að kenna þegar stolið er úr búðinni þó hann vomi ekki yfir öllum sem þar versla og komi í veg fyrir að þeir brjóti af sér.

Lára Stefánsdóttir, 13.7.2009 kl. 09:25

9 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Getur verið að stór hluti af svona umræðum sé fólk sem er í grunninn tekið sammála um meginatriði?

Jón Halldór Guðmundsson, 13.7.2009 kl. 12:34

10 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þakka þér stuðninginn Lára mín. Vissi alltaf að þú myndir ekki bregðast mér. það síðasta sem ég myndi gera í svona umræðu væri að setja út á málfar eða stafsetningu. Þeir sem eru ekki sterkir á svellinu þar eiga ekki að líða fyrir það og mörg dæmi þekki ég þar sem fólk er feimið við að koma skoðun sinni á framfæri af ótta við að skrifa ekki rétt. Hins vegar skal ég játa á mig vítavert kæruleysi við að skrifa og og senda án þess að lesa yfir og þar sem ég er ekki sá fingraliprasti á lyklaborð getur það farið allavega en samt ekki svo að ég hafi misst svefn. 

Víðir Benediktsson, 13.7.2009 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband