Stjórnandi dansins í Hruna mættur.

Þá hefur dansstjóri Hrunadansins talað. Og eins og venjulega er allt öðrum að kenna en honum sjálfum.

Hann var forsætisráðherra frá 1991 eða fyrir tæplega 20 árum síðan... og þaðan fór hann í Seðlabankann þar til hann var fjarlægður með valdi eftir mesta hrun allra tíma hér á landi og þó víðar væri leitað.

Hrunadansinum er lokið, veislan búin og eftir standa rjúkandi rústir þess þjóðfélags sem Davíð Oddsson skóp með innleiðingu frjálhyggjunar í sinni bitrustu mynd.

Nú standa aðrir sveittir í að reyna að bjarga þeim rústum sem kerfi Davíðs Oddssonar bjó til og nú hefur dansstjórinn í Hruna mætt og kemur engum á óvart.

Allt var öðrum að kenna, það á ekki að gera þetta svona og svo framvegis.

Ég held að hollast sé að afþakka ráð þess manns sem skóp það ástand sem við nú glímum við. Hann kann ekki að skammast sín og hefur aldrei kunnað.

Nú held ég að þjóðin sjái svo ekki verður um villst hver það er sem stjórnar þingmönnum, formanni Sjálfstæðisflokksins, gjörðum þeirra og málflutningi, og þeim flótta frá þeim gjörðum og ákvörðunum sem Sjálfstæðisflokkurinn stóð fyrir í nóvember á síðasta ári....

Davíð stjórnar hænsnahópnum eins og minkur á glugga.


mbl.is Ekki setja þjóðina á hausinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ótrúlegt hve margir vilja hampa þessu manni, sem var "dansstjóri Hrunadansins", eins og þú segir réttilega.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 20:11

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Maðurinn sem setti þjóðina á hausinn telur sig vita allt betur!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 4.7.2009 kl. 20:24

3 identicon

Hann er Biedermann í brunaliðinu...

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 20:27

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Sú sem þykist nú stjórna landinu er með allt í felum .Ein lygin rekur aðra.Hún er inni í skápnum og neitar að upplýsa þjóðina um skuldir sem útrásar víkingarnir sem voru í sérstöku uppáhaldi hjá Samfylkingunni, settu þjóðina í.Sá sem hrærði útrásrgrautinn allann var forstjóri Baugs.Hinir reyndu að apa eftir honum.Ekki mátti hrófla við honum, þá skrækti Samfylkingin.Sú sem hefur logið allt sitt líf heldur því áfram.

Sigurgeir Jónsson, 4.7.2009 kl. 21:02

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sigurgeir... söguskýringar þínar eru skemmtilegar. Allir vita að hinir svokölluðu útrásarvíkingar voru allir flokksbundnir Sjálfstæðis og Framsóknarmenn og fegnu forgjöf sína gefist frá flokkum sínum.

Þú nefnir forstjóra Baugs sérstaklega ... hann hefur margoft upplýst um flokksleg tengs sín við Sjálfstæðisflokkinn. Sannleikurinn breytist ekki sama hvað mann langar mikið til þess.

Jón Ingi Cæsarsson, 4.7.2009 kl. 21:13

6 Smámynd: Víðir Benediktsson

Breytir því ekki að Jón Ásgeir mokaði milljónatugum í Samfylkinguna gegnum hin ýmsu fyrirtæki sín enda var hann uppáhalds í Borgarnesræðunum frægu. Samfylkingin er nákvæmlega jafnspillt og Sjálfsstæðisflokkurinn og Framsókn. Það er enginn munur þar á. Frambjóðendur Samfylkingarinnar hafa orðið uppvísir að því að þiggja milljónir í sjóði sína frá einstökum fyrirtækjum ekkert síður en hinir spilltu frambjóðendur hinna flokkanna. Sami grautur í sömu skál. Og til upprifjunar. Samfylkingin var í ríkisstjórn með Sjálfsstæðisflokknum þegar allt hrundi, nýlega búin að fara ríðandi um héruð og sannfæra fólk um að allt yrði betra hér á landi bara ef Samfó kæmist í stjórn.

Víðir Benediktsson, 4.7.2009 kl. 23:19

7 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Við getum án efa rætt endalaust um stjórnmálaskoðanir útrásavíkinga eða dregið inn í þetta styrkjamál flokkana til að færa "sögulegar" sannanir á tengingu við hvað sem er. Ég hef lítinn áhuga að gera slíkt því mér gæti ekki verið meira sama, sérsaklega í dag.

Það sem þessi grein sýnir glögglega ... og bæti við að fólki er frjálst að túlka hana á sinn hátt .. er að sjálfstæðismaðurinn Davíð Oddsson og sjálfstæðismaðurinn Geir H. Haards, arftaki Davíðs, voru alls ekki á sömu nótum hvað varðar þetta mál. Eins og Davíð lýsti yfir í Kastljós viðtalinu fræga á sínum tíma "Við borgum ekki skuldir óreiðumanna". Maðurinn var samkvæmur sjálfum sér. Alveg sama hversu snargeðveikur hann er orðinn þá hafði hann metnað og kjark til að standa upp fyrir þjóðinni, einfaldlega neita þessu og biðja dómstóla um að dæma um þetta hver er ábyrgur fyrir hverju. Er það ekki annars hlutverk dómstóla? Persónulega bjóst ég við að hin nýja ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms myndi vera jafn samkvæm sjálfum sér og láta dómstóla dæma um þetta.

Mín skoðun í IceSave málinu er einföld. Við eigum auðvitað að standa við okkar skuldbindingar eins og lög segja. Ef það er ágreiningur í málinu á að fara dómstólaleiðina. Meina hverskonar úreld Versalasamnings eftirlýking erum við komnir með? Ef við stöndum ekki í skilum þá geta þjóðirnar gengið í hvaða eignir Íslands sem er. Hvað gerðist eftir fyrstu heimstyrjöldina þegar Þjóðverjar gátu ekki greitt? Það voru teknir af þeim námusvæði til að greiða upp skuldina. Það m.a. vegna svona ákvæða sem ég er á móti samningnum.

Það er víst að Davíð Oddsson bjó til hjólið og rúllaði því af stað en eitt er víst að aðrir náðu að eyðileggja það vegna þess að bremsubúnaðurinn virkaði ekki nógu vel sem ríkisstjórnirnar á þessum tíma áttu að hafa.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 5.7.2009 kl. 00:43

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón, kanski segir það mest um áhrifamátt Davíðs að þegar hann kemur fram og segir eitthvað þá snýst umræðum um hann og það sem hann sagði.

Óðinn Þórisson, 5.7.2009 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband