Ögmundur, ráðherra án ábyrgðar ?

Ögmundur er ótrúlegur. Ég átta mig ekki alveg á hvaða leik hann er að leika núna. Hann er ráðherra heilbrigðismála og trúir því örugglega að því embætti sé best borgið hjá sér.

En nú trúir Ögmundur ekki sérfræðingum ríkisstjórnarinnar, hann treystir ekki samningamönnum sem handvaldir voru af honum og Steingrími... og hann er reiðubúinn að taka ákvörðun um að setja málið í uppnám og hætta fjárhagslegu og siðferðislegu áliti Íslands til langrar framtíðar.

Ég skil auðmannsynina, Bjarna Ben og Sigmund Davíð... þeir eru að spila flokkspólitísíkan sandkassaleik en Ögmundur er ráðherra í ríkisstjórninni og er því í sóló..

Ef hann tekur þá áhættu að hafna icesave gæti það kostað ríkisstjórnina lífið og auk þess sett fjárhagslega uppbyggingu landsins í hræðilega óvissu...

og svo auðvitað yrði það líklega til þess að Guðlaugur Þór færi aftur í heilbrigðisráðuneytið og færi í handvirkar Sjálfstæðisniðurskurðaraðgerðir eins og hann var byrjaður á.

Stundum skil ég ekki Ögmund... hann er sjálfum sér svo ósamkvæmur stundum.


mbl.is Ögmundur ekki ákveðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Liberal

Hvaða leik? Nákvæmlega engan. Hann er einn þriggja stjórnarþingmanna sem eru EKKI að leika leik. VG er í "stöndum vörð um völd okkar" leiknum, og Samfylkingin er í "ESB sama hvað það kostar, það kostar reyndar 1000 milljarða" leiknum.

Þið Samfylkingarfólk hafið aðeins eitt á stefnuskránni. Aðeins eitt. Og það er að koma þjóðinni inn í ESB. Sama hvað það kostar. Þið eruð svona eins og Michael Jackson og þráhyggjan að vera hvítur. Í ykkar huga er ekkert til sem heitir að aðildarviðræður (athugaðu, viðræður, ekki aðild... því þjóðin mun hafa síðasta orðið, sem betur fer) séu of dýrar. Þið beygið ykkur í duftið fyrir Bretum gegn hótun um að þið verðið dissuð í Brussel.

Samfylkingin kann ekki að skapa sér samningsstöðu. Þið sökkið í því. Þið virðist alveg ófær um að leysa neitt mál, það á bara að humma hlutina fram af sér (eins og með fjármál hins opinbera) og vona hið besta (og kenna Sjálfstæðisflokki um þegar klúður ykkar bítur ykkur í rassinn) nú eða gefa 110% prósent eftir þegar á ykkur er ýtt.

Samfylkingin er ómerkilegasti stjórnmálaflokkur sögunnar. Ekki vegna spillingar. Ekki vegna ruglaðra málefna. Samylkingin er spilltur flokkur, en það eru þeir allir. Samfylkingin hefur engin málefni, hefur aldrei haft. Nema að koma okkur í ESB sama hvað það kostar. Nei, þið eruð ómerkilegasti flokkur sögunnar því að berið ekki hag landsmanna fyrir brjósti. Þið gangið erinda allra annara en Íslendinga.

Þið eruð í leik sem kallast rússnesk rúlletta með íslenska þjóð. Nema hvað að ef þið fáið að taka í gikkinn er skothylkið fullt af kúlum. Útkoman yrði bara ein, ef þið fáið að ráða. Endalok Íslands. Og mér persónulega finnst að sagan muni dæma þessa flokksómynd ykkar nógu hart, þó svo að ekki þurfi að koma til endalok lands og þjóðar.

Liberal, 2.7.2009 kl. 16:23

2 identicon

Samfylkingin getur farið aftur í stjórn með Guðlaugi. Ekki kvartaði hún undan þáverandi heilbrigðisráðherra.

Doddi D (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 16:24

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Liberal... það var búið að semja um þetta mál..undirritað af Davíð Oddsyni og Árna Mathiesen... misstir þú af því ??

En svona sleggjudómacomment eru svo sem þannig að þau dæma sig sjálf...þetta er kallað... órökstudddar alhæfningar og menn falla á því í Morfís.

Doddi... Samfylkingin sleit því stjórnarsamstarfi... misstir þú af því ?? Kannski var hluta af þeim slitum meðferð á heilbrigðsmálunum undir stjórn Sjálfstæðisflokksins.

Jón Ingi Cæsarsson, 2.7.2009 kl. 16:31

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

" Ef hann tekur þá áhættu að hafna icesave gæti það kostað ríkisstjórnina lífið "

Jón, Er það í raun og veru svo slæmt EF ríkisstjórn myndi falla ?

Óðinn Þórisson, 2.7.2009 kl. 16:32

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Já Óðinn og þú veist vel af hverju.

Jón Ingi Cæsarsson, 2.7.2009 kl. 16:33

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

Nei Jón SF sleit EKKI stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn, hinn margklofni stjórnmálaflokkur Samfylkingin gafst upp á verkefninu - sprakk í loft upp - skoðanakannanir höfðu þar mikið að segja -

Óðinn Þórisson, 2.7.2009 kl. 16:38

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Næsta mál á dagskrá

Ef ríkisstjórnin fellur EKKI við IceSave þá fellur hún við ESB

„Þegar ég horfi yfir þennan sal ber hann greindarlegt yfirbragð, og nægilega greindarlegt til að vísa aðildarumsókn frá."

Ég ætla að leyfa þér að geta þér til um hver og í hvaða flokki þessi þingmaður er  í

Óðinn Þórisson, 2.7.2009 kl. 16:42

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Óðinn... ég veit þetta nokkuð betur en þú... ég var einn þeirra sem hélt þolinmæðinni lengst ... en þegar Sjálfstæðisflokkurinn komst ekki lengra vegna innri sundrungar vegna ýmissa mála var ekki lengur hægt að hanga á því..

Sjálfstæðisflokkurinn var í hægagangi og afneitum í málefnum hrunsins... og svei mér þá ef maður fer ekki að trúa því að það hafi verið vegna hagsmunatendra ástæðna innan flokksins.

Jón Ingi Cæsarsson, 2.7.2009 kl. 16:43

9 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Esb fer í þjóðaratkvæði og það fellur þar förum við ekki í ESB

en ríkisstjórnir falla ekki þess vegna... þrátt fyrir gríðarlega óskhyggju þína.

Jón Ingi Cæsarsson, 2.7.2009 kl. 16:45

10 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ágúst...mér þætti vænt um að þú værir málefnalegur... allt of margir hafa þurft að takmarka aðgengi að commetsvæðum vegna svona ómálefnalegra athugsemda. ..ef þú vilt halda þig við svona comment viltu þá vera annarstaðar... takk fyrir

Jón Ingi Cæsarsson, 2.7.2009 kl. 18:46

11 Smámynd: Víðir Benediktsson

Samfylkingin bara guggnaði í síðustu stjórn enda kominn með allt niður um sig, efnahagskerfið hrunið í heilu lagi aðeins einu og hálfu ári eftir að hún komst í ríkisstjórn. Á meðan allt var að fara fjandans til var Samfó að snobba fyrir útlendingum eins og vanalega, í þetta skiptið fyrir Öryggisráðinu en gleymdi hverra hagsmuna hún var kjörin til að gæta. Því fór sem fór. Það var ekki að ástæðulausu sem sú stjórn hlaut viðurnefnið Útlagastjórnin því hún var aldrei á landinu til að vinna vinnuna sína , því hlaut að fara sem fór þegar enginn er í brúnni. Núna eru meðlimir Samfylkingarinnar uppfullir af þeirri sjálfsblekkingu að þeir beri enga ábyrgð á hruninu af því þeir hættu í stjórninni með Íhaldinu. Bonnie hefði ekki talist saklaus þó hún hefði hætt í slagtogi með Clyde. Það skilur allavega á milli Ögmundar og Samfylkingarinnar að hann er ekki fjárhagslegt hrun þjóðarinnar á samviskunni vegna sofandaháttar.

Víðir Benediktsson, 2.7.2009 kl. 19:50

12 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Fín stjórnmálaskýring Víðir

Jón Ingi Cæsarsson, 2.7.2009 kl. 19:57

13 Smámynd: Anton Þór Harðarson

Jón Ingi, ert þú á þeirri skoðun, að ef Ögmundur sé sannfærður um að rétt sé að hafna ríkisábyrgðinni, eigi hann að brjóta eiðstafinn sem þingmenn gangast undir, þar sem þeir skuldbynda sig til að starfa og greiða athvæði eftir bestu sannfæringu sinni

Anton Þór Harðarson, 2.7.2009 kl. 20:43

14 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

nei..

Jón Ingi Cæsarsson, 2.7.2009 kl. 20:49

15 Smámynd: Anton Þór Harðarson

en þá er þessi bloggfærsla þín marklaus, þegar þú segir;

"Ef hann tekur þá áhættu að hafna icesave gæti það kostað ríkisstjórnina lífið og auk þess sett fjárhagslega uppbyggingu landsins í hræðilega óvissu..."

ef þú ert á þeirri skoðun að hann eigi að halda eiðstafinn, á hann vitanlega ekki að láta líf ríkisstjórnarinnar stýra athvæðinu, heldur sannfæringuna

Anton Þór Harðarson, 2.7.2009 kl. 20:57

16 Smámynd: Víðir Benediktsson

Já, við getum þó verið sammála um það að stjórmálaskýringin mín er bara nokkuð góð.

Víðir Benediktsson, 2.7.2009 kl. 22:24

17 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Já... ég hafði alltaf gaman af Tom Swift.

Jón Ingi Cæsarsson, 2.7.2009 kl. 22:30

18 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Anton... eimitt.. dauði þessarar ríkisstjórnar setur mál í uppnám og setur allan pakkann á byrjunarreit með tilheyrandi hryllingi fyrir áætlanir og verk sem eru í gangi.... það sem við þurfum síst ofan í allt vandræðaástandið er stjórnarkreppa og kosningar með tilheyrandi óvissu og töfum á áætlunum sem keyrt er eftir. Það veit Ögmundur og það mun ráða afstöðu hans og sannfæringu.

Jón Ingi Cæsarsson, 2.7.2009 kl. 22:33

19 Smámynd: Liberal

Jón Ingi, Memorandum of understanding (MoU) er EKKI samningur og þaðan af síður bindandi. Ég hefði haldið að varabæjarfulltrúi myndi þekkja þetta, en ég hef greinilega rangt fyrir mér.

Dauði þessarar ríkisstjórnar, Ógnarstjórnarinnar, er það eina sem getur veitt Íslandi von. Ógnarstjórnin er að gera allt rangt, hrunið var eitt, en viðbrögðin sem þessir ólukkans vinstriflokkar eru að sýna gera allt mörgu sinnum verra. Drepa á alla verðmætasköpun í landinu með skattpíningu, því þessir flokkar eru of hræddir við að skera niður. Einangra á landið á bak við fjallgarð erlendra skulda í veikri von um að fá að sleikja sér upp við stóru krakkana í Evrópu.

Falla menn í Morfís? Og hvað um það? Þetta er einmitt vandinn, þið haldið að þetta sé einhver leikur, að einhver sé að halda utan um stigin. Mér er nákvæmlega sama hvort menn falla í Morfís á að tala eins og ég tala. Hvenær æltið þið kratar að fatta að það sem þið segið og gerið hefur afleiðingar? Þetta er ekki spurning um að fá einhver stig og vinna eða tapa, svo fara allir á pöbbinn og sýna bikarinn.

Hvað er eiginlega að ykkur?

Hvaða mál færu í uppnám? Þessi stjórn hefur ekkert gert og hefur ekkert plan B. Jú, hækka skatta og hækka þá svo aftur. Frábært plan. Kannski þið fíflin í Samfylkingunni hefðuð átt að spá í hvort "við þurfum síst ofan í allt vandræðaástandið er stjórnarkreppa og kosningar með tilheyrandi óvissu og töfum á áætlunum sem keyrt er eftir" í febrúar. Þið hlupuð í burtu frá erfiðu verki og vonuðust til að það myndi bara hverfa, og nú þegar það hefur margfaldast á alla kanta, þökk sé heigulshætti og lýðskrumi ykkar, þá á að kúga og hræða alla til hlýðni!

Það besta, allra besta, sem gæti komið fyrir landið væri að losna við Samfylkinguna úr stjórn í eins og heilan mannsaldur. Hann er óbætanlegur, skaðinn sem þið hafið valdið. Og haldið áfram að valda því þið einfaldlega sjáið ekki hversu vanhæf þið eruð.

Liberal, 2.7.2009 kl. 22:58

20 Smámynd: Víðir Benediktsson

Verð nú að játa það að ég hef meiri trú á Ögmundi en öllum Samfylkingarráðherrunum til samans.

Víðir Benediktsson, 2.7.2009 kl. 23:17

21 Smámynd: Óðinn Þórisson

Nei Ögmundur er ekki búinn að ákveða sig - sannfæring hans er að hafna þessum samning EN pólitíkin Þ.E ráðherrastólinn segir að staðfesta samninginn

Það sem skiptir máli er að stjórnarflokkarnir fari að hlusta á ábyrgan málflutning stjórnarandstöðunnar og vinna með henni því fyrr vinnum við okkur út úr þessari stöðu -

Óðinn Þórisson, 3.7.2009 kl. 10:05

22 identicon

Mér finnst reyndar að Kristján Þór og Tryggvi Þór þokkanlega málefnalegir í ræðum sínum! Báðir viðurkenna aðild Sjálfstæðisflokksins og báðir vilja teygja sig í átt til samninga. Óðinn, þú átt það á hættu að Valhöll setji lögbann á mynd þína! Frelsið er nefnilega takmarkað.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband