Svartnættis - Simmi kallar og kallar.

Ég hef miklar áhyggjur af formanni Framsóknarflokksins. Hann virðist algjörlega úr tengslum við það sem er að gerast í þjóðfélaginu. Flestir eru að vinna að því hörðum höndum að lenda málum eins og best er hægt og fátt gott í stöðunni.

Unnið er myrkranna á milli í öllum ráðuneytum, fundir eru með verkalýðshreyfingu um ástand og leiðir, unnið er að fá lendingu í Icesavemálin þar sem flestir eru grautfúlir yfir stöðunni en að lenda því máli er lykill að framhaldinu. Það sér fyrir endann í uppgjöri bankanna sem féllu og sveitarfélög vinna að því hörðum höndum við að lenda málum og víða hafa meiri og minnihlutar tekið höndum saman við að leysa mál.

En á meðan flýgur formaður Framsóknarflokksins með himinskautum og spáir dauða og djöfli. Ég hef áður lýst áhyggjum mínum að þessu svartsýnisgargi og legg enn til að formanninum verði hjálpað. Það er slítandi að gera ekkert annað en bölva eins og naut í flagi meðan aðrir vinna.

Þetta er frétt af vef Ruv í dag.

"Slök mæting var á mótmæli gegn Icesve-samningunum sem boðað var til á Austurvelli í Reykjavík í dag. Nokkrir mótmælendur færðu sig frá Austurvelli að ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu."

Ég held satt að segja að flestir séu búnir að ná því að samningar um Icesave eru lykill að því að hægt sé að halda áfram, m.a. hafa  Bretar sleppt tökum af eignum Landsbankans í Bretlandi en þar liggja tugir milljarða inni auk þess sem þar eru hundruð milljarða, sem hægt var að halda til eilífðarnóns ef ekki væri samið. Norðurlöndin, okkar helstu stuðningsmenn gerðu það að ófrávíkjanlegu skilyrði samið yrði í þessu leiðindamáli. Slæmt mál sem hægt væri að gera enn verra ef formaður Framsóknarflokksins væri við völd. En menn muna Framsókn 1995 - 2007

En formaður Framsóknarflokksins vill ekki fara þessa leið heldur etja þjóðinni út í farveg sem enginn getur séð fyrir hvernig endar eða hvenær... það er hrikalegt ábyrðgarleysi og óskynsamlegt. Hann hefur verið rukkaður um tillögur en enginn vitræn svör hafa borist frá hinum æsta formanni Framsóknarflokksins.

Svartnættisrausið í Sigmundi Davíð er skaðlegt vegna þess að því fylgja engar lausnir eða tillögur að lausnum... aðeins óábyrgur hávaði sem gengur út á flokkshagsmunapoppulima og tilraunir til að slá pólitískar keilur.


mbl.is „Fjarar undan stjórninni"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll

 Ég hef nú meiri áhyggjur af þínum flokki sem virðist algjörlega getulaus, nema þegar kemur að skattahækkunum, að þora ekki að skera niður í ríkisfjármálum sýnir það er Samfylkingin hefur engan manndóm í sér, verst þykir mér þó að hafa kosið þennan sundurleyta getuleysishóp

Birkir Hjálmarsson

Birkir Hjálmarsson (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 19:17

2 identicon

Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af Sigmundi Davíð.  Hann spjarar sig.  Í vikunni fyrir undirskrift þessa dæmalausa IceSave samkomulags varaði hann við því að gengið myndi lækka.  Hvað hefur svo komið á daginn.  Þú hlýtur að vita það.  660 milljarðar eru orðnir 730 milljarðar og það á örfáum dögum.  Samfylkingin er bara undirlægja breskra krata og og evrópusambansdsins.  Fólk hlýtur að fara að sjá í gegnum þennan einsmálaflokks sem Samfylkingin er.

ÞJ (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 19:40

3 identicon

Sæll.

Ég er nú ekki hissa á bloggi þínu, verandi Samfylkingarmaður. Þú líkt og aðrir flokksfélagar þínir ærslast um á bloggsíðum níðandi niður Sigmund Davíð. Það er ef til vill ávísun á að þið óttist afhjúpanir hans á getuleysi Samfylkingarinnar í ríkisstjórn.

Núna fyrst um miðjan júní örlar á vilja til samræðustjórnmála, eitthvað sem Samfylkingin var búin að gleyma um langa hríð. Nú þegar hún og samstarfsflokkurinn er búinn að mála sig út í horn þá er dustað rykið af gömlu stefnumarkandi orði- samræðustjórnmál.

Forustumenn ríkisstjórnarinnar eru prýðis manneskjur. Þau eru bara stjórnmálamenn gærdagsins, notandi gamaldags aðferðir. Gott dæmi um svoleiðis aðferðir er löggjöf um almannatryggingar. Annar eins stagbættur lagabálkur er einkennandi fyrir plástursaðgerðir eins og ríkisstjórnin er að framkvæma þessa dagana og boðaðar eru.

En auðvitað ver þú þitt fólk og ég mitt. Við gagnrýnum hvort annað á heiðarlegan hátt. Það er það sem Sigmundur Davíð er að gera og það svíður, a.m.k. sýnist mér það.

Kveðja.

JAT

Jón Tynes (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 19:44

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Gaman að fá hér þrjá Framsóknarmenn í röð... þeir geta þá kannski frætt mig á þeim tillögum sem Framsóknarflokkurinn hefur borið á borð í málum undanfarnar vikur,,, en það má sleppa 20% flötu niðurfærslutillögunni... við vitum um hana.

JAT... það er ekkert heiðarlegt við innstæðulausar og rakalausar dylgjur formanns Framsóknarflokksins.

Jón Ingi Cæsarsson, 13.6.2009 kl. 20:23

5 identicon

Jón Ingi Cæsarsson þú ert fífl.

kveðja 

Ási P

Ási P (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 20:44

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ási P.... sérstaklega málefnalegt og skemmtilegt  Er þetta svar við bón minni um upplýsingar varðandi tillögur Framsóknar kannski ??

Jón Ingi Cæsarsson, 13.6.2009 kl. 21:24

7 identicon

Sæll aftur.

Nú verð ég að biðja þig um að benda á þessar" innistæðulausar og rakalausar dylgjur" sem þú nefnir svo.

Með bestu kveðjum.

JAT.

Jón Tynes (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 22:02

8 identicon

Sæll jón

Rökþrota maður eins og þú kallar alla sem eru ekki sammála þér og þínu getuleysisliði annaðhvort Sjálstæðismenn eða Framsókanarmenn, eitt get ég þó sagt þér að ég hef ávallt verið vinstri maður, en getuleysi Samfylkingarinnar er ekk itil þess fallið að stiðja þann flokk. Grágæsin og Össur trúður valda engan veginn sínu hlutverki og svo virðist sem að VG séu eini flokkurinn í stjórn

Birkir Hjálmarsson

Birkir Hjálmarsson (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 22:22

9 identicon

Sæll Birkir.

Ef þú ert að beina orðum þínum til mín, þá kannast ég ekki við það sem þú skrifar í upphafi athugasemdar þinnar. Hef aldrei haldið slíku fram.

Kv.JAT

Jón Tynes (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 22:47

10 identicon

Það eru Jóhanna og Steimgrímur sem ráða , ekki Sigmundur svo haldið kj framsóknarmenn

sveinbjörn (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 23:11

11 identicon

JAT förum í getraunaleik, hvað heitir maðurinn sem á þessa síðu, ég er að skrifa til hans en ekki til þín

Birkir Hjálmarsson

Birkir Hjálmarsson (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband