Ætti kannski að sleppa þessu í ljósi sögunnar.

Auðvitað fór Eva Joly allt of langt í málflutningi sínum. Það breytir ekki því að hún hefur trúverðugleikan sín megin og fleiri treysta henni en innlendum sérfræðingum og ekki sérfræðingum sem hafa gagnrýnt hana og ráðningu hennar. Mér finnst persónulega að hún megi gæta meira hófs í málflutningi og gæta hlutleysis.

En ég held satt að segja að menn sem eiga bein og óbein tengsl við það sem á að fara að rannsaka sleppi því að tjá sig um þessi mál. Sigurður G Guðjónsson er sannarlega einn af þeim sem mun lenda undir rannsókn sem stjórnarmaður í Glitni þannig að hann er ekki að hjálpa upp á málstaðinn með að ráðast gegn Joly þó svo einhver ástæða væri til.

Það var tekið sérstaklega fram í hádegisfréttum Bylgjunnar að Sigurður hefði verið stjórnarmaður í Glitni sem eins og allir vita hrundi í bankahruninum og mun lenda undir sérstakri rannsókn þar af leiðandi.

Það munu fáir taka undir með Sigurði í ljósi sögunnar... trúverðugleikann skortir.


mbl.is Málflutningur Joly gagnrýndur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Sammála þessu - taugaveiklunarkvak Sigurðar G. er aumkunarvert.

Jón Agnar Ólason, 13.6.2009 kl. 12:58

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

"Auðvitað fór Eva Joly allt of langt í málflutningi sínum."  ??   Joly sagði bara það sem allir vita.  Vilduð þið ekki hafa hana bara til sýnis án þess að hún gerði nokkuð?

Sigurður Þórðarson, 13.6.2009 kl. 13:03

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Óháður rannskóknaraðili verður að gæta þess að gera sig ekki vanhæfan með yfirlýsingum sem orka tvímælis... þess vegna á hún ekki að segja nokkurn skapaðan hlut á þessu stigi.

Jón Ingi Cæsarsson, 13.6.2009 kl. 13:26

4 Smámynd: Elfur Logadóttir

Jón Ingi, hún er ekki rannsóknaraðili. Hún er ráðgjafi rannsóknaraðila um aðferðir og taktík. Það er einmitt taktíkst mjög sniðugt að láta hana taka fjölmiðlaslaginn af því hún þarf ekki að gæta að vanhæfisreglum.

Elfur Logadóttir, 13.6.2009 kl. 13:49

5 identicon

Jón Ingi, þú verður að hafa staðreyndir á hreinu þegar þú leggur fram svona gagnrýni.

Eva er ekki rannsóknaraðili og það er mjög gott að hún hristi aðeins upp í þessum málum svo að eitthvað gerist. Við þetta viðtal, þá fóru sum hjól að snúast og það er ánægjulegt. Hún er bundin ákveðnum trúnaði og hún braut hann ekki og því er ekkert við hana að sakast.

Ég geri ráð fyrir að hún sé að tala um ákveðin mál og benda á hluti sökum fyrri reynslu hennar.

Hún var beðin um að vinna fyrir alþýðuna en ekki mennina sem nýddust á okkar landi og hún er bara að vinna sína vinnu.

Með vinsemd,

Heimir.

Heimir (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 15:43

6 identicon

Hún hefur engan dæmt eða sagt sekan um eitt eða neitt. ENN hún hefur sagt margt benda til og að það þurfi að kanna hitt og þetta. Það er ekki það sama og að segja eitthvern sekan. Við skulum bara hafa það alveg á hreinu!!

óli (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 17:52

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Rannsóknaraðili þarf að gæta að því hvað hann segir... Joly er þar engin undantekning. Svo það sé á hreinu... ég vil að hún rannsaki þessa hluti í botn og trúverðugleiki hennar sé hafin yfir allan vafa... þess vegna bið ég um hófsamar yfirlýsingar fyrirfram.

Jón Ingi Cæsarsson, 13.6.2009 kl. 17:54

8 Smámynd: Víðir Benediktsson

Fæ ekki séð hvernig hún verður vanhæf við að upplýsa þessa vesölu þjóð. Það eru alla vega nógu margir vanhæfir fyrir að upplýsa okkur ekki og það er mun alvarlegra mál.

Víðir Benediktsson, 13.6.2009 kl. 18:23

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Eva Joly er ekki vanhæf það eru aftur á móti þeir sem samþykkja Iceslave.

Sigurður Þórðarson, 14.6.2009 kl. 03:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818824

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband