Trúverðugleikinn verður að vera ótvíræður.

Ég tók ekki undir þá skoðun Joly að Valtýr ætti að víkja. Mér fannst sem svo að sérstakur eða sérstakir saksóknarar í bankahrunsmálum ættu að duga til að halda þeim trúverðugleika sem almenningur krefst af stjórnvöldum að sé til staðar. Sú krafa er hávær og það þarf lítið til að sjóði uppúr hvað varðar meðhöndlun á þessu grundvallaratriði.

En ég hef skipt um skoðun.

Það má vel vera að það séu til skýringar á að mál Kaupþings hafi verið þrjá mánuði að velkjast í kerfinu. Það breytir því ekki að það dugar til að sá efasemdarfræjum og það má ekki gerast í þessu máli. Því held ég að það sé best fyrir alla, Valtý líka, að hann taki pokann sinn. Við megum ekki við því að einhver vafi sé á ferðinni í þessu. Mér þótti líka óþarfi að Valtý að fara hæðnisorðum um Joly og skoðanir hennar. Það gerði bara illt verra og fyllti mælinn.


mbl.is Sendi skýringar á töf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála, sammála...gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 12:19

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

.. og ég er líka sammála

Óskar Þorkelsson, 13.6.2009 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband