8.6.2009 | 14:35
Kominn tími á skynsemi og láta af þjóðarrembing í hvalveiðimálum
Þetta kemur ekki á óvart og er í samræmi við þá sögu sem leit dagsins ljós síðast þegar farið var af stað í stórhvelaveiðar. Kjötið lá óhreyft í frystigeymslum hér í tvö ár... þá voru 60 tonn flutt til Japans og enginn veit hvað af þeim varð eða hvort þau fóru ekki í ruslið þar... það er líklegast.
Nú hefur fyrirtækið sem þetta gerði sagt að þeir ætli EKKI að flytja inn hvalkjöt frá Íslandi. Kristján hinn hávaðasami Loftsson segist ætla að flytja þangað 6000 tonn. Þetta er auðvitað óðsmannsæði og kominn tími til að hafa vit fyrir þessum manni. Ársneysla á hvalkjöti á Japansmarkaði er 4000 tonn þannig að það sér hver maður að þetta er rugl.
Við eigum að halda okkur við hógværar veiðar á hrefnu fyrir innanlandsmarkað og láta gullgrafaradrauma Kristjáns Loftssonar hætta að rugla okkur í ríminu.
Þetta verður aldrei annað en borðliggjandi tap á fjármunum, álíti og ímynd í heiminum með ófyrirséðum áhrifum á aðra þætti í atvinnulífi okkar svo sem ferðamennsku og fiskútflutning.
Hvar er nú ráðherra sjávarútvegsmála og aðrir honum tengdir ???
Segja ekki markað fyrir hvalkjöt í Japan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skynsemi og Íslendingar. Sú formúla gengur ekki upp. Þjóðremban ætlar aldrei að líða undir lok hvað sem á dynur. Ég held að við verðum að bíða eftir nýrri kynslóð.
Finnur Bárðarson, 8.6.2009 kl. 14:55
Það eru tvær hliðar á öllum málum, og í ljósi þess að málflutningur Grænfriðunga byggist meira á tilfinningum en staðreyndum, svo ekki sé talað um önnur öllu meiri öfgasamtök, þá væri rétt að anda aðeins áður en tekið er undir það sem frá þeim kemur. Sjá hér.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.6.2009 kl. 15:06
Eimitt.. það eru tvær hliðar á öllum málum og nú er kominn tími til að við skoðum þær báðar..
Jón Ingi Cæsarsson, 8.6.2009 kl. 15:08
Ekki væri ég hissa þó það sem Grænfriðungar segja væri sirka bát rétt.
Er í samræmi við upplýsingar sem auðvelt er að finna á netinu. þ.e að lítil eftirspurn sé eftir hvaðkjöti í Japan og heimamenn metti auðveldlega eftirspurnina sem fyrir er.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.6.2009 kl. 15:34
Mér sýnist á holdafari landans að hann hafi nóg að bíta og brenna, ekki ósvipað stórum hópum kana, engin þörf á kjeti sem ekki verður borðað.
Dýradráp sem þjóna engum tilgangi endurspegla hegðanaeinkenni sykkópata.
Sé enga þörf fyrir hvalveiðarnar og tek undir með JIC. Það væri nær að leyfa frjálsar handfæraveiðar þar til annað skýrist.
Ólafur Þórðarson, 8.6.2009 kl. 17:17
Hvaða tilgang er verið að vísa í?
Tilgangur fyrirtækja er augljóslega að skila hagnaði. Ef það klikkar þá er veiðunum sjálfhætt. Einfalt og gott.
Einnig sé ég það fyrir mér að ef að þetta klikkar þá eigum við margra ára birgðir af hvalkjöti til neyslu og það væri þá innlend framleiðsla. Engin innfuttningur í spilunum þar.
Þetta svokallaða orðspor okkar á alþjóðavettvangi (sem hvalveiðar skaða ekkert skv. nýlegri könnun) mundi væntanlega snarbatna ef við tökum svo ákvörðun um að stoppa veiðar án untanaðkomandi þrýstings. Þá getum við fengið fullt af Greenpeace mönnum að segja okkur að hætta að veiða fiskinn í sjónum því að það er næsta skref.
Mummi (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 17:37
Það er sáralítil hefð fyrir neyslu stórhvalaafurða á Íslandi. Við borðum hrefnukjöt í smáum stíl en alls ekki af langreyði. Það er alveg sama hvernig reynt er að verja þetta... það er einfaldlega ekki hægt...
Margra ára birðir já.... vonandi verðum við aldrei svo illa stödd að við færum að borða 5-8 ára gamalt langreyðarkét.
Jón Ingi Cæsarsson, 8.6.2009 kl. 18:30
Tja ég vona að hvalkjöt verði á boðstólum fyrir okkur í áratugi og aldir því að þetta er eitt það besta sem ég fæ.
Mummi (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 19:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.