Aukin hætta á uppsögnum og fækkun starfa.

Afstaða Kennarasambandsins er afdráttarlaus. Þeir ætla ekki að ræða launaskerðingu og samdrátt í launagreiðslum um 5%.

Flestir launamenn á almennum markaði hafa þegar lent í verulegum kjaraskerðingum og víða eru dæmi um skert starfshlufall um 10-20%. Auk þess hafa yfirvinnugreiðslur nánast horfið. Það er því leitt að ákveðnir hópar opinberra starfsmanna vilji ekki einu sinni ræða hugmyndir sem þessu tengjast.

Sveitafélögin eru í djúpum vanda. Þau engra engra kosta völ ef halda á uppi lögbundinni þjónustu fyrir íbúanna. Það eru ekki tekjur á móti útgjöldum og það þýðir hallarekstur.

Ég sé fyrir mér að ef Kennarasambandið tekur þennan pól verði sveitarfélögin að grípa til þess óyndisúrræðis að fækka störfum og segja upp kennurum. Það er slæmur kostur því best væri að mínu viti að halda sem flestum í vinnu og missa ekki tugi eða jafnvel hundruð inn á atvinnuleysisskrá. Það væri mikið tjón fyrir íbúa sveitarfélaganna og ég tala nú ekki um fyrir þá sem lentu í því persónulega að missa atvinnuna.

Ég trúi því að allir séu tilbúnir að leggjast á árar í því ástandi sem dunið hefur á okkur íslendingum og þar má enginn skorast undan.


mbl.is Hætta viðræðum ef skerða á laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Kennarar hafa nógu bág kjör fyrir miðað við vinnuálag sem fylgir og þá menntun sem þarf,  finnst ekkert athugavert við þessa afstöðu Kennarasambandsins.

Jóhannes H. Laxdal, 22.5.2009 kl. 13:54

2 identicon

1. kennarar hafa ekki verið undanskildir launaskerðingu, þ.e. í flestum sveitarfélögum hafa allar yfirvinnu- og aukagreiðslur verið felldar niður sem getur munað miklu.

2. framundan er mikið og aukið álag á kennara, sem og aðra starfsmenn skóla og leikskóla, því nú fara lánin að "þiðna" og vandi heimilanna að birtast í raun og veru.  Álagið á heimilunum kemur fram hjá börnunum og ef einhverntíman er þörf á að skólarnir hafi á að skipa nægu og góðu starfsfólki þá er það nú á þessum tímum.

Anna Erla (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 14:08

3 identicon

Anna Erla, ég er hjartanlega sammála þér. Ég er bréfberi hjá Íslandspósti og þar vorum við svipt 13.500 kr. launahækkun 1. mars. Þannig að nú erum við komin að atvinnuleysisbótum í launum í boði ASÍ. Það var sagt að þetta væri m.a. vegna þess að dreifiritum hefði fækkað svo mikið. Það kom smá lægð í vetur og nú eru þau komin á fullt aftur. Íslandspóstur skilaði 80 milljónum í arð svo maður skyldi ætla að fyrirtækið gæti staðið við launalið kjarasamningsins. Líklegt er að fólk á svona lágum launum gæti frekar haldið í horfinu ef kauphækkununum hefði verið hleypt í gegn.

Hanna Kr. Hallgrímsdóttir (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 14:49

4 identicon

Það er ekki algengt á almennum vinnumarkaði að menn séu á strípuðum taxtalaunum og svigrúmið til lækkunar því til staðar. Það er hins vegar raunin hjá opinberum starfsmönnum og ólöglegt að borga laun undir taxta. Þeir fáu sem hafa haft aukagreiðslur, s.s. yfirvinnu, hafa flestir misst hana. Í raun er nú bara að koma í ljós það sem KÍ varaði við frá upphafi, þ.e. að sveitarfélögin hafa ekki bolmagn til að reka grunnskólana og þeim fylgdu ekki nægar tekjur við yfirfærsluna. Það væri nær að líta til þeirrar lausnar að ríkið tæki skólana að sér aftur og létti þannig fjárhagslegum skuldbindingum af sveitarfélögunum við þessar erfiðu aðstæður, þ.e. ekki síst lán vegna framkvæmda við skóla sem eru að sliga sveitarfélögin og eðlilegt að ríkið tæki þau yfir líka með skólunum.

Daníel (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 15:38

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Vandinn er mikill og raunveruleikinn harður og kaldur. Ég er hræddur um að margir séu ekki að kveikja á hversu vandi sveitarfélaganna er mikill. Daníel... ég sé varla fyrir mér að ríkið sé á þeim buxum að yfirtaka eitt eða neitt ofan á 170 milljarða hallarekstur ríkissjóðs.

Ekkert er gott í stöðunni en ég tel að það sé illskárri kostur að allir deili vandanum frekar en fórna slatta úr stéttinni inn í atvinnuleysi.

Jón Ingi Cæsarsson, 22.5.2009 kl. 16:09

6 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Jón Ingi! Ef þú ert hlynntur að lækka laun kennara um 5% þá hlýtur þú líka að vera hlynntur því að ASÍ félagar lækki líka í launum um 5%. (Held samt að þeir séu í viðræðum við SA að HÆKKA laun)

Sigurður Haukur Gíslason, 22.5.2009 kl. 17:38

7 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Ekki veit hverskonar jafnaðarmaður þú ert elski kallinn minn. Mikið gterir þúr frama þínum í pólitíkinni.

,,Akureyringur.   Varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, formaður skipulagsnefndar, varaformaður umhverfisnefndar, formaður Samfylkingarinnar á Akureyri".

Ekki hjálpuðu  kennarar til við að skuldsetja Akureyri um þessa 5 milljarða. Þið vara og aðalfulltrúar í skuldsetningardellunni ykkar ættuð bara að skammast ykkar.

Ef sveitarstjórnarmenn vilja lækka laun kennara einhliða gera þeir það bara með hjálp ríkisvaldsins. Þeir þurfa ekki hjálp kennarasamtakanna til þess. 

Kristbjörn Árnason, 22.5.2009 kl. 23:45

8 identicon

Minni á ályktun landsfundar SF um vörn á menntakerfinu. Pistill þinn er frekar bláleitur í dag.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 12:36

9 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Eitthvað held ég að menn séu að misskilja þennan pistil. Hann gengur út á að menn beri byrðarnar saman til að reyna að draga úr enn alvarlegri áhrifum á fáa. Ég er að lýsa ákveðinni hættu sem er til staðar en ekki skoðunum mínum.

Það er jafnaðarmennska að horfa til þess að axla vanda saman en vísa ekki vandanum annað.

Kristbjörn minn.. ef þú nenntir að kynna þér málin þá mundir þú vita að aukning skulda Akureyrar eru vegna hækkana á erlendum lánum Norðurorku en ekki vegna neinna aðgerða sem sveitarstjórnarmenn á Akureyri hafa staðið fyrir. Þetta er sameiginlegur vandi allra orkufyrirtækja á Íslandi í dag.

Jón Ingi Cæsarsson, 24.5.2009 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband