Nú reynir á Framsókn.

Það er merkilegt að fylgjast með bæjarmálefnum í Kópavogi. Staða Gunnars Birgissonar er sérkennileg og hann ríkir þarna svolítið með guðföðurlegum stíl. Ef einhver andmælir honum rís hann upp á afturfæturnar og gerir lítið úr þeim sem gagnrýnir eða vill ræða hans mál. Svolítið í anda Davíðs Oddssonar sem er hans lærimeistari í pólitík.

Óneitanlega eru tölur þær og upplýsingar sem hafa borist landsmönnum sérkennilegar og gefa sannarlega ástæðu til rannsókar. Það er ekkert nýtt að Gunnar sé þar sem vinnubrögð og aðferðir eru á gráu svæði. Fyrirtækið Klæðning var síður en svo óumdeilt á sínum tíma þegar Gunnar stjórnaði þar.

Samtryggingaflokkarnir eru við völd í Kópavogi og Reykjavík. Líklega síðustu stórvígin sem þessir flokkar ráða með gömlu helmingaskiptareglunni. Það er eitthvað sem kjósendur eru ekki tilbúnir að kyngja og þessi uppákoma í Kópavogi er óþægileg fyrir Gunnar því spilling er eitthvað sem menn eru ekki tilbúnir að leiða hjá sér eins og áður. Gunnnar verður því strípaður í þessu máli og allt dregið fram.

En hvað gerir Framsókn ?. Mun hún taka sénsinn að sökkva með Gunnari og Sjálfstæðisflokknum eða forða þeir sér.

 Á það mun reyna næstu daga.


mbl.is Óttast ekki meirihlutaslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru víst ekki margir meirihlutakostir án sjallana þarna!

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 12:33

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sjallarnir eru kannski að undirbúa útafskiptingu hjá sér... vont að fara með þetta á bakinu í kosningar eftir ár.

Jón Ingi Cæsarsson, 20.5.2009 kl. 16:54

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Óskar Bergsson vildi vinna með ábyrgum stjórnmálaflokki og kvaddi falskan tjarnarkvartett sem hafði ekki tekist á 100 dögum að gera málefnasamning - nú stefnir í gjaldþrot Árborgar undir forrystu sf ef ekkert verður að gert - þar væri heillavænlegast að SF myndi draga sig þar út úr meirihlutanum og hleypti Sjálfstæðisflokknum þar að - ég trúi því ekki að Ómar geri neina vitleysu

Óðinn Þórisson, 20.5.2009 kl. 17:58

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Óðinn... mér finnst þú hafa all góða kímnigáfu. Ég veit ekki hversu margir deila þeirri skoðun þinni með þér að borgarstjórnarhópur Sjalla sé ábyrgur... eftir allt það sem á undan er gengið á þeim bænum...

Jón Ingi Cæsarsson, 20.5.2009 kl. 19:22

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Gleymdi Árborgarcommentinu þínu. Öll sveitarfélög á Íslandi glíma við mikinn vanda og ef það er skoðun þín að Árborg sé í djúpum þá ættir þú að nefna Reykjanesbæ undir stjórn Sjálfstæðisflokksins... þar blasir við annað gjaldþrot ef sömu mælingum er beitt og í Árborg... þú vilt sem sagt meina að þar eigi Árni Sjálfstæðismaður að hleypa minnihlutanum að af því hann er með allt upp á bak ???

Jón Ingi Cæsarsson, 20.5.2009 kl. 19:25

6 Smámynd: Óðinn Þórisson

70% Reyknesinga styðja Sjálfstæðisflokkinn - SF tapaði helmingi síns fylgis i síðustu kosningum - EN því miður sveik framsóknarmaðurinn þar Sjálfstæðisflokkinn sem hafði unnið kosningarnar - nú er spuring hvort sú ríkisstjórn sem þú styður og situr hér um stunarsakir geri með Helguvík.

Óðinn Þórisson, 21.5.2009 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband