20.5.2009 | 10:32
Nú reynir á Framsókn.
Það er merkilegt að fylgjast með bæjarmálefnum í Kópavogi. Staða Gunnars Birgissonar er sérkennileg og hann ríkir þarna svolítið með guðföðurlegum stíl. Ef einhver andmælir honum rís hann upp á afturfæturnar og gerir lítið úr þeim sem gagnrýnir eða vill ræða hans mál. Svolítið í anda Davíðs Oddssonar sem er hans lærimeistari í pólitík.
Óneitanlega eru tölur þær og upplýsingar sem hafa borist landsmönnum sérkennilegar og gefa sannarlega ástæðu til rannsókar. Það er ekkert nýtt að Gunnar sé þar sem vinnubrögð og aðferðir eru á gráu svæði. Fyrirtækið Klæðning var síður en svo óumdeilt á sínum tíma þegar Gunnar stjórnaði þar.
Samtryggingaflokkarnir eru við völd í Kópavogi og Reykjavík. Líklega síðustu stórvígin sem þessir flokkar ráða með gömlu helmingaskiptareglunni. Það er eitthvað sem kjósendur eru ekki tilbúnir að kyngja og þessi uppákoma í Kópavogi er óþægileg fyrir Gunnar því spilling er eitthvað sem menn eru ekki tilbúnir að leiða hjá sér eins og áður. Gunnnar verður því strípaður í þessu máli og allt dregið fram.
En hvað gerir Framsókn ?. Mun hún taka sénsinn að sökkva með Gunnari og Sjálfstæðisflokknum eða forða þeir sér.
Á það mun reyna næstu daga.
Óttast ekki meirihlutaslit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það eru víst ekki margir meirihlutakostir án sjallana þarna!
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 12:33
Sjallarnir eru kannski að undirbúa útafskiptingu hjá sér... vont að fara með þetta á bakinu í kosningar eftir ár.
Jón Ingi Cæsarsson, 20.5.2009 kl. 16:54
Óskar Bergsson vildi vinna með ábyrgum stjórnmálaflokki og kvaddi falskan tjarnarkvartett sem hafði ekki tekist á 100 dögum að gera málefnasamning - nú stefnir í gjaldþrot Árborgar undir forrystu sf ef ekkert verður að gert - þar væri heillavænlegast að SF myndi draga sig þar út úr meirihlutanum og hleypti Sjálfstæðisflokknum þar að - ég trúi því ekki að Ómar geri neina vitleysu
Óðinn Þórisson, 20.5.2009 kl. 17:58
Óðinn... mér finnst þú hafa all góða kímnigáfu. Ég veit ekki hversu margir deila þeirri skoðun þinni með þér að borgarstjórnarhópur Sjalla sé ábyrgur... eftir allt það sem á undan er gengið á þeim bænum...
Jón Ingi Cæsarsson, 20.5.2009 kl. 19:22
Gleymdi Árborgarcommentinu þínu. Öll sveitarfélög á Íslandi glíma við mikinn vanda og ef það er skoðun þín að Árborg sé í djúpum þá ættir þú að nefna Reykjanesbæ undir stjórn Sjálfstæðisflokksins... þar blasir við annað gjaldþrot ef sömu mælingum er beitt og í Árborg... þú vilt sem sagt meina að þar eigi Árni Sjálfstæðismaður að hleypa minnihlutanum að af því hann er með allt upp á bak ???
Jón Ingi Cæsarsson, 20.5.2009 kl. 19:25
70% Reyknesinga styðja Sjálfstæðisflokkinn - SF tapaði helmingi síns fylgis i síðustu kosningum - EN því miður sveik framsóknarmaðurinn þar Sjálfstæðisflokkinn sem hafði unnið kosningarnar - nú er spuring hvort sú ríkisstjórn sem þú styður og situr hér um stunarsakir geri með Helguvík.
Óðinn Þórisson, 21.5.2009 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.