Eignarhald stjórnmálaflokka.

Þarna er Framsóknarflokknum rétt lýst. Hann er að skreppa saman eins og ofþornuð appelsína en samt vill hann halda sínu þó svo hann skrölti í allt of stóru umhverfi.

Sjáum fyrir okkur búttaða konu eða karl sem leggur stórlega af en vill samt halda í gömlu stóru fötin af því þau hafa verið svo lengi í þeim. Þeim fer vafalaust illa að vera í pokandi og allt of stórum fötum.

Hitt er aftur á móti meira áhyggjuefni þegar forráðamenn stjórnmálaflokka tela að flokkurinn "eigi" eitthvað í Alþingishúsinu sem auðvitað er táknræn sameign þjóðarinnar og sameign okkar allra. Framsóknarmenn telja að þeir "eigi" herbergi sem flokkurinn hafi "alltaf" verið í. Fráleit nálgun að halda að stjórnmálaflokkur eigi hluta í Alþingishúsinu.... hugsun og hugarfar þeirra eiginlega skelfir mig svolítið.

Framsóknarflokkurinn telur eðlilegt að þeir haldi herbergi þrátt fyrir að þeir séu bara níu en flokkur sem er verulega stærri og með fleiri þingmenn geti bara kúldrast áfram á sama stað. Þetta er í besta falli frekja ef ekki yfirgangur.

Framsóknarflokkurinn á erfitt með að venjast þeirri hugsun að þeir minnka stöðugt og þingmönnum þeirrra fækki. Það er aftur á móti staðreynd að svo er og þeir verða að sníða sér stakk eftir vexti.

Er kannski hugsun þeirra að þegar flokkurinn verður búinn að missa alla sína þingmenn í fyllingu tímans að herbergið verði enn merkt Framsóknarflokknum og þar verði staðsett safn þar sem sögu flokksins verði gerð skil í heiðgrænu umhverfi. ??

Spyr sá sem ekki veit ???

 


mbl.is Vilja ekki flytja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú, ég veit ekki betur en að Framsókn hafi stækkað frá seinustu kosningum? Léleg færsla.

Kári (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 16:29

2 Smámynd: corvus corax

Getur þetta flokksbrot ekki fengið athvarf í ruslagámi þingsins? Þar á hann best heima!

corvus corax, 13.5.2009 kl. 16:38

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Nú Kári minn... var hann enn minni ...ah..7 þá. Hafa þeir þá verið að skrölta þarna 7 í tvö ár... þá er nú kominn tími til...að færa sig.

Kári minn...ekki fara í fýlu þó sannleikurinn sé sár.

Jón Ingi Cæsarsson, 13.5.2009 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband