Að mála skrattann á vegginn ?

Viðbrögðin við því sem fjölmiðlar hafa kallað svínaflensu virka yfirdramatíseruð og bera vott um taugaveiklun. Flensur ganga í heiminum á hverju ári og því miður látast þúsundir manna úr hverjum faraldri, mestmegnis veikt fólk og lasburða.

Hvað er það sem gerir það að verkum að ein flensa fær slíka athygli að fjölmiðlar hafa verið komnir langleiðina að spá drepsótt um allan heim.

Þeir hafa keppst við að draga fram líkingar með þessari flensu og þeirri sem gekk um heiminn 1918 og kölluð var spánska veikin. Það kom eimitt fram í lýsingu á þeirri pest að 98% þeirra sem hana fengu lifðu. Þó var ástandið þannig að óvenju margir voru veikburða og illa á sig komnir víða að lokinni fyrri heimsstyrjöldinni.

Fyrir tveimur til þremur árum gekk svipað á í fjölmiðlum og þá var það fuglaflensa.

Það er erfitt að átta sig á hvað er hystería og hver er raunveruleikinn í þessum fréttaflutningi. Vonandi verður fréttaflutningurinn skýrari eftir því sem dagar líða en mikið finnst mér þessar fréttir bera keim að oftúlkunum og hræðslu við eitthvað sem enginn veit hvað er.

Vonandi og líklega er þetta bara einn ein af þesssum sífelldu flensum sem hrjá mannkynið á hverju einasta ári.


mbl.is Færri dauðsföll en óttast var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þetta er influensa A.. úr henni drepast amk 1000 bandaríkjamenn á ári hverju án þess að það komist í blöðin.. einhver sagði á blogginu að þetta væri tilbúið til ða dreifa huga fólks frá efnahagskreppunni sem allt er að drepa í hinum vestræna heimi þessa dagana.. ég er farinn að hallast að þeirri skoðun.

Óskar Þorkelsson, 3.5.2009 kl. 10:11

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ef um hugarfarsdreifingu er að ræða, hvernig hugarfari var þá verið að eyða þegar fuglaflensan kom upp? 

   Ljóst er að þessi flensa er stökkbreytt afsprengi fuglaflensu, og hún hefur nú þegar komið fram í svínum Kanada og fleiri stöðum,  en munurinn á fuglaflensunni og svínaflensunni er sá, að fuglaflensan barst ekki milli manna.  En svínaflensan berst manna á milli og veldur dauðsfölum m.a.s. meðal áður heilbrigðra einstaklinga.  Þess vegna er þetta stórvarasamur faraldur.  Og það sem verra er,  það veit engin hversu lengi þessi faraldur hefur gengið í Mexikó áður en hún fór að stinga sér niður hér og hvar um allan heim.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 3.5.2009 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband