Njósnanet Framsóknarflokksins. ?

Sigmundur Davíð er undarlegur. Hann er sífellt að gefa í skyn að hann hafi upplýsingar sem engir aðirir hafi. Hvað skyldi valda því að formaður Framsóknarflokksins virðist alltaf hafa aðgengi að leka í kerfinu?

Kannski er þetta arfleifð frá því Framsóknarflokkurinn var valdaflokkur og kom mönnum sínum fyrir um allt kerfið.... maður bara spyr sig.

En ég held að þetta ekki þannig. Ég held að þetta sé löngun Sigmundar að vera í sviðsljósinu... eða ég vona það allavegana. Annað væri ljót spilling og trúnaðarbrot.


mbl.is Vaxtaupplýsingar frá „fólki í utanríkisþjónustunni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það er ljóta spillingin að Sigmundur skuli upplýsa íslensku þjóðinna um hluti sem stjórnvöld eru að reyna að halda leyndu í friði... Ætlar enginn að handtaka manninn??

Björn I. Óskarsson (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 09:29

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Fram að þessu hefur hann ekki lagt fram neinar sannanir .... þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þar um.

Meðan það gerist ekki telst þetta órökstutt kjaftæði.

Jón Ingi Cæsarsson, 27.4.2009 kl. 09:35

3 Smámynd: Jón Finnbogason

Já thetta hlýtur ad vera kjaftædi úrthví stjórnin neitar:) Kommon

Rannsóknarbladamenn og svokalladir blístrarar eiga ættu ekki sjö dagana sæla á Íslandi myndu their standa sig. Midad vid thessar mótttökur thínar.

Jón Finnbogason, 27.4.2009 kl. 09:54

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ekkert illa meint... bara bið um staðfestingu en ekki órökstuddar fullyrðingar.

Jón Ingi Cæsarsson, 27.4.2009 kl. 10:07

5 Smámynd: Agnar Bragi

Ef fólk hættir í skotgrafarhernaðinum og hugsar rökrétt í 10 sekúndur... þá hlýtur það að komast að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórnin er að leyna upplýsingum.

Það er ömurlegt brot á mínum lýðræðislega rétti að stjórnvöld liggi á svo mikilvægum upplýsingum fyrir kosningar... og í stað þess að birta upplýsingarnar þá er farið í að reyna að sverta þann mann sem þó er að reyna að koma upplýsingum til fólksins degi fyrir kosningar, þegar útséð er um að þær yrði ekki birtar.

Staðfestingin er í birtingu á upplýsingunum !!!

Þegar Steingrímur J var að útlista tæknilegar dulkóðanir á skýrslunni sem var greinilega kominn í hús missti ég alla trú á þeim manni.. sem fer fyrir flokki sem stóð fyrir framan Alþingi og krafðist betri upplýsinga frá stjórnvöldum... hræsnari og kommúnisti !!!

Agnar Bragi, 27.4.2009 kl. 10:22

6 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

Það sem mér finnst merkilegast við þessar "Uppljóstranir" Sigumunds,þær virðast allar koma fram á mjög hentugum tíma kosningalega séð,þegar útlit fyrir að fylgið myndi ekki duga til að koma honum í þingsæti.

Einnig finnst mér það vera ansi vafasamt að eftir kosningarnar hefur ekki komið fram svo mikið sem stuna í þessa átt,og Sigmundg gerir úr því skóna að vera í uppbyggilegri stjórnarandstöðu,Allur málfluttningur Framsóknar hefur verið farsakendur og í mótsögn við sjálfan sig,líkt og stuðningur við minnihlutastjórnina,því um leið og stjórnin var komin á laggirnar ættluðu framsóknarmenn að segja stjórnini fyrir verkum líkt og með Seðlabankafrumvarpið og önnur mál.

Ég tek því undir með Jóni Inga 

Sigurlaugur Þorsteinsson, 27.4.2009 kl. 10:35

7 identicon

Finnið þið ekki skítalyktina langar leiðir í gegnum "dulkóðuðu hurðina" á Arnarhváli

og auðvitað kom Sigmundur Davíð fram með þessar upplýsingar á besta tíma fyrir kosningar - útá það gengur leikurinn. Sbr. að Sjálfstæðismenn ætluðu allt í einu að lækka greiðslubyrði húsnæðislána um 50% tveimur dögum fyrir kosningar.

Endalausar plantaðar ekki-fréttir um hvað allt væri frábært eða glatað í ESB 

Barði (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband