17.4.2009 | 21:57
Ísland og jafnaðarstefnan.
Loksins gæti það verið að gerast að stjórnarfar á Íslandi taki breytingum. Í stað sjónarmiða hagsmunagæslu og fyrirgreiðslu fáum við stjórnarfar sem byggir á jafnaðarstefnunni, frelsi, jafnrétti, bræðalagi.
Ég hef búið á Akureyri nánast frá fæðingu með smá hléi á níunda áratug síðustu aldar. Akureyri var hinn dæmigerði hagsmunagæslubær í æsku minni og unglingsárum. Hér skiptu Sjálfstæðsmenn og Framsóknarmenn með sér völdum. KEA og Sambandið með hundruð manna í vinnu og enginn þorði að æmta og kaus sinn Framsóknarflokk. Enda trúðu margir að Framsóknarflokkurinn væri óaðskiljanlegur hluti samvinnuhreyfingarinnar.
Í hinum valdaflokknum, Sjálfstæðisflokknum voru fyrirtækaeigendur og bankastjórar sem réðu ferð. Sjálfstæðismenn voru samt einhvernveginn eins yfirþyrmandi og um-allt-lykjandi eins og Framsókn.
Eins var þetta í landsstjórninni. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur ríktu meira en 90% af lýðveldistímanum, annað hvort saman eða með öðrum. Sárasjaldan voru hér ríkisstjórnir sem ekki voru litaðar af hagsmunagæslu þessara flokka. Sambandið og Engjeyjarættin stjórnuðu Íslandi í áratugi.
Meðan þessi framlenging á vistarböndum okkar íslendinga þroskaðist og þróaðist jafnaðarstefnan á hinum Norðurlöndunum. Þar var byggð upp pólitísk samfélög sem byggðu á samhyggð og samvinnu. Lýðræðið var virkt og samfélagstoðirnar voru styrkar. Félagshyggjan var grunnstoð samfélaganna og þeir sem minna máttu sín voru verndaðir og áttu víst athvarf og stuðning í traustu félagskerfi.
Nú er eins og eitthvað hafi brostið og gæti svo farið að þessir gömlu valdaflokkar missi stöðu sína. Sambandið varð gjaldþrota og í framhaldi af því hrundi Framsóknarflokkurinn þó svo hann fengi nokkuð framhaldlíf með að tryggja auð og valdamönnum stöðu í þjóðfélaginu. Þetta voru valdamenn sem höfðu nærst og tekið til sín sambandsauðinn og fitnað vel.
Nú virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn sé að fara sömu leið. Þessi gamalgróni valdaflokkur er að liðast í sundur og brestir eru komnir í samtrygginguna sem var alltaf helsta lífæð og næring þessa flokks. Þetta sást glöggt í borgarstjórnarflokk þeirra í fyrra og nú sjáum við þetta vera að gerast í móðurflokknum.
Sjálfstæðisflokkurinn byggir ekki á samhyggð og hugsjónum. Hann er valdaflokkur og hefur nýtt sér alþjóðlegar frjálshyggjukenningar til að sölsa til sín völd. Auðvitað er það ekki flokkurinn sjálfur eins og svo mörgum er tamt að halda fram. Það eru fáeinir valda og stóreignamenn sem hafa nýtt sér þennan flokk til að færa verðmæti til.... þ.e. frá þjóðinni til fáeinna stóreignamanna. Nú er því lokið og eftir stendur að landið er í nauðum statt vegna þess að það hefur verið mergsogið af skjólstæðingum Sjálfstæðisflokksins og að hluta Framsóknarflokksins. Almenningur sem kosið hefur þennan flokk í góðri trú sér nú sannleikann.... og hann er ófögur sjón.
Nú er komið að því að reisa landið úr öskustónni. Jafnaðarstefnan er sú hugsjón sem við verðum að byggja samfélagið okkar upp á til framtíðar. Þjóð eins og við þarf að standa saman, þarf að gæta sinna minnstu bræðra og systra og vera í samfélagi þjóðanna. Við þurfum ekki að finna upp hjólið í þessum efnum. Bræðraþjóðir okkar á Norðurlöndum er fyrirmynd sem okkur stendur næst. Þó svo flokkar af ýmsum gerðum hafi stundum tekið við af jafnaðarmönnum þar við stjórn landa, er víðtæk sátt þar um að grunngildin skuli standa, og þar ræður jafnaðarstefnan för.
Það sem við Íslendingar þurfum núna er frelsi - jafnrétti - bræðralag.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er hjartanlega sammála þér vonandi er fólk farið að opna augun núna. Ég vona svo sannarlega að það sé að koma frelsi-jafnrétti og bræðralag sem verður til þess að nýtt og betra samfélag myndist hérna á Íslandi.
Já fyrirtækja eigendur sem studdu allir sem einn og gera eflaust enn sjálfstæðisflokkinn sem komust upp með að borga af sér lámarks staðgreiðslu eða jafnvel enga eins og margir iðnaðarmenn og aðrir með sjálfstæðan rekstur. Iðnaðarmenn sem ekki vildu vinna fyrir fólk nema að fá greitt í beinhörðum peningum sem ekki kæmi neinn staðar fram, ef fólk var ekki tilbúið að borga út í hönd þá vildu þeir ekki vinna fyrir það. Ég vill meina að í þessum skattsvikum sem hafa og eiga sér stað en í dag séu miklir peningar sem þjóðin þarf nauðsynlega á að halda núna í þessum hremmingum sem hún stendur frammi fyrir. Það á að hækka skatta og lækka laun þá verða allir að sitja við sama borð. Það eru ekki bara peningar í banka á jónfrúareyjum þeir eru hérna og hafa verið hérna hjá þessu fólki sem vinnur svart og skráir allt sitt á fyrirtækið svo þegar að það fer á hausinn þá skiptir það bara um kennitölu eins og ekkert sé og byrjar upp á nýtt með nýja kennitölu hvernig stendur á þessu þessu vill ég breyta þessu og það strax. Ég yrði tekin og kærð að látin borga sekt ef ég svo mikið sem vogaði mér að stela einu epli í Hagkaup hvar er réttlætið í þessu og hvar er skattalögreglan sem ætti fyrir löngu að vera tekin til starfa.
Bara smá réttlæti :)
kveðja
Voo
voo (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 22:25
Ég er hjartanlega sammála þér vonandi er fólk farið að opna augun núna. Ég vona svo sannarlega að það sé að koma frelsi-jafnrétti og bræðralag sem verður til þess að nýtt og betra samfélag myndist hérna á Íslandi.
Já fyrirtækja eigendur sem studdu allir sem einn og gera eflaust enn sjálfstæðisflokkinn sem komust upp með að borga af sér lámarks staðgreiðslu eða jafnvel enga eins og margir iðnaðarmenn og aðrir með sjálfstæðan rekstur. Iðnaðarmenn sem ekki vildu vinna fyrir fólk nema að fá greitt í beinhörðum peningum sem ekki kæmi neinn staðar fram, ef fólk var ekki tilbúið að borga út í hönd þá vildu þeir ekki vinna fyrir það. Ég vill meina að í þessum skattsvikum sem hafa og eiga sér stað en í dag séu miklir peningar sem þjóðin þarf nauðsynlega á að halda núna í þessum hremmingum sem hún stendur frammi fyrir. Það á að hækka skatta og lækka laun þá verða allir að sitja við sama borð. Það eru ekki bara peningar í banka á jónfrúareyjum þeir eru hérna og hafa verið hérna hjá þessu fólki sem vinnur svart og skráir allt sitt á fyrirtækið svo þegar að það fer á hausinn þá skiptir það bara um kennitölu eins og ekkert sé og byrjar upp á nýtt með nýja kennitölu hvernig stendur á þessu þessu vill ég breyta þessu og það strax. Ég yrði tekin og kærð að látin borga sekt ef ég svo mikið sem vogaði mér að stela einu epli í Hagkaup hvar er réttlætið í þessu og hvar er skattalögreglan sem ætti fyrir löngu að vera tekin til starfa.
Bara smá réttlæti :)
kveðja
Voo
voodi (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 23:03
Ég er hjartanlega sammála þér vonandi er fólk farið að opna augun núna. Ég vona svo sannarlega að það sé að koma frelsi-jafnrétti og bræðralag sem verður til þess að nýtt og betra samfélag myndist hérna á Íslandi.
Já,eigendur fyritækja sem studdu allir sem einn og gera eflaust enn sjálfstæðisflokkinn sem komust upp með að borga af sér lámarks staðgreiðslu eða jafnvel enga eins og margir iðnaðarmenn og aðrir með sjálfstæðan rekstur. Iðnaðarmenn sem ekki vildu vinna fyrir fólk nema að fá greitt í beinhörðum peningum sem ekki kæmi neinn staðar fram, ef fólk var ekki tilbúið að borga út í hönd þá vildu þeir ekki vinna fyrir það. Ég vill meina að í þessum skattsvikum sem hafa og eiga sér stað en í dag séu miklir peningar sem þjóðin þarf nauðsynlega á að halda núna í þessum hremmingum sem hún stendur frammi fyrir. Það á að hækka skatta og lækka laun þá verða allir að sitja við sama borð. Það eru ekki bara peningar í banka á jónfrúareyjum þeir eru hérna og hafa verið hérna hjá þessu fólki sem vinnur svart og skráir allt sitt á fyrirtækið svo þegar að það fer á hausinn þá skiptir það bara um kennitölu eins og ekkert sé og byrjar upp á nýtt með nýja kennitölu hvernig stendur á þessu þessu vill ég breyta þessu og það strax. Ég yrði tekin og kærð að látin borga sekt ef ég svo mikið sem vogaði mér að stela einu epli í Hagkaup hvar er réttlætið í þessu og hvar er skattalögreglan sem ætti fyrir löngu að vera tekin til starfa.
Bara smá réttlæti :)
kveðja
Voo
voodi (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 23:04
Tek eftir því að þú ert hættur að agnúast út í Steingrím og VG. Hvað breyttist?
Víðir Benediktsson, 18.4.2009 kl. 00:38
Steingrímur..
Jón Ingi Cæsarsson, 18.4.2009 kl. 08:49
bomrrrra, bomrrrrra bomrrrrra tsssss....Nú var Víðir hamsaður eins og unglingarnir segja.....
Páll Jóhannesson, 19.4.2009 kl. 00:45
Nei Palli, held ekki. Steingrímur hefur ekkert breyst. Það er eitthvað annað.
Víðir Benediktsson, 19.4.2009 kl. 00:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.