Allt upp á borð hjá Samfylkingunni.

Þá hefur Samfylkingin gert hreint fyrir sínum dyrum. Eins og sjá má á lista sem birtur var rétt í þessu eru styrkir til Samfylkingarinnar langt innnan þess sem sást hjá Sjálfstæðisflokknum.

Allir stjórnmálaflokkar hafa fengið styrki frá einstaklingum og fyrirtækjum í gegnum árin. Það sem er vandi Sjálfstæðisflokksins að hafa ekki skynjað hin siðlegu mörk þess hvar skyldi látið staðar numið.

Það vekur athygli sem fram kemur í fréttum í dag varðandi Framsóknarflokkinn að þeir ætla ekki að gera hreint hjá sér og koma heilir fram. Eftirfarandi var í frétt hér á mbl.is í dag.

"  Heildarframlög lögaðila til Framsóknarflokksins árið 2006 voru 30,3 milljónir króna og komu þau frá nokkrum tugum fyrirtækja. Hæsti einstaki styrkur sem veittur var til flokksins á árinu 2006 nam 5 milljónum króna.

Framsóknarflokkurinn beitti sér fyrir því á þessum tíma að öll framlög til stjórnmálaflokka yrðu gerð opinber eins og nú er raunin. Af hálfu Framsóknarflokksins er ekkert því til fyrirstöðu að viðkomandi lögaðilar geri grein fyrir framlögum sínum til flokksins. Eðli málsins samkvæmt getur flokkurinn þó ekki haft frumkvæði að því að birta opinberlega frá hverjum framlög komu árið 2006, enda var í flestum tilfellum samkomulag um að farið yrði með styrkveitingarnar sem trúnaðarmál. "

Þetta gengur ekki Framsóknarflokkur... pukur og leynimakk hugnast okkur ekki ...


mbl.is Samfylking opnar bókhaldið 2006
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Flott mál. Nú þurfa aðrir flokkar að birta sínar upplýsingar með sambærilegum hætti.

Eggert Hjelm Herbertsson, 10.4.2009 kl. 17:48

2 Smámynd: Hekla Sól Ásdóttir

Nei.....Nei.

Sjá ársreikninga Samfylkingarinnar hér. <http://www2.samfylking.is/media/files/Reikningar%20Sf%202001-2006%20LOK.doc>

 Frjáls framlög og styrkir til Samfylkingarinnar

2007: 10.756.715 "  þeir gefa upp ranga tölu talan er  38.725.421  ekki 10.756.715

ríkisendurskoða er    Ljúga er það ekki,....

Hekla Sól.

Hekla Sól Ásdóttir, 10.4.2009 kl. 17:59

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Framsókn mun aldrei gera það. Það myndi rústa flokknum í eitt skipti fyrir öll.

Finnur Bárðarson, 10.4.2009 kl. 18:18

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Hekla...erum við ekki að tala um 2006 ?

Jón Ingi Cæsarsson, 10.4.2009 kl. 18:19

5 Smámynd: Hekla Sól Ásdóttir

Sjá ársreikninga Samfylkingarinnar hér. <http://www2.samfylking.is/media/files/Reikningar%20Sf%202001-2006%20LOK.doc>

" Frjáls framlög og styrkir til Samfylkingarinnar:

2001: 6.009.592

2002: 2.368.392

2003: 1.672.386

2004: 3.327.140

2005: 9.144.641

2006: 44.998.898

2007: 10.756.715 "

 ríkisendurskoða er

Hekla Sól Ásdóttir, 10.4.2009 kl. 18:34

6 Smámynd: Hekla Sól Ásdóttir

Feillinn liggur hjá öðrum hvorum.

Hekla Sól Ásdóttir, 10.4.2009 kl. 18:45

7 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Nú hafðir þú uppi stór orð um styrkveitingar til Sjálfstæðisflokks nafni minn góður.  Hvað finnst þér um þessa styrki?

Jón Kristófer Arnarson, 10.4.2009 kl. 18:54

8 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Mér sýnist þetta vera á svipuðum slóðum og hjá íhaldinu nema ofurstyrkirnir tveir sem hljóta að vera mútur vegna ákveðins máls. Ég býst við að listinn sér svipaður hjá Framsókn en þó getur eitthvað verið þar óhreint í pokahorninu fyrst þetta þolir ekki dagsljósið. Annars finnst mér athyglisvert að eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga var að styrkja stjórnmálaflokka. Er það ekki félagið sem Finnur og Valgerður tæmdu sjóðina hjá?

Haraldur Bjarnason, 10.4.2009 kl. 19:00

9 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Allir stjórnmálaflokkar voru reknir með sjálfsaflafé fram til 2007.  Þannig var það áratugum saman og ekkert nýtt í því....

Á þessu ári eru 14 ár liðin síðan Jóhanna Sigurðardóttir flutti í
fyrsta sinn lagafrumvarp á Alþingi um opið bókhald stjórnmálaflokka.
Slík lög tóku loks gildi í ársbyrjun 2007.

 Ný lög komu og breyttu það er vel. Það hafði Samfylking og Jóhanna barist fyrir í einn og hálfan áratug eins og ég sagði hér áður.

Það er grundvallarmunur á styrkjum þeim sem Sjálfstæðisflokkur fékk eða því sem aðrir fengu. Framsókn ætlar víst ekki að upplýsa hverjir styrktu þá.

Jón Ingi Cæsarsson, 10.4.2009 kl. 21:07

10 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég hygg að þetta lokaða leyndarbókhald sem Framsókn og Sjálfsæðisflokkur stóðu vörð um hafi verið ólýðræðislegt og boðið upp á endalausa tortryggni og hættunni á spillingu.

Jón Halldór Guðmundsson, 11.4.2009 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband