Býð VG-liðum í N-austrinu þátttöku í alvöru lýðræði.

Samfylkingin er í góðum gír. Nú stendur yfir opið prófkjör í NA kjördæmi og allir geta kosið á netinu. Samfylkingin í NA sýnir með þessu að hún býður kjósendum með virkum og opnum hætti að hafa áhrif á val lista flokksins í kjördæminu.

Vonbrigði VG liða í NA kjördæmi hafa ekki farið framhjá nokkrum manni og endurnýjun þar var engin. Hlynur Hallsson lýsti vonbrigðum sínum í Ruv í dag og benti á að hann væri manna yngstur í átta manna hópi efstu manna.... fertugur.

Nú bendi ég vonsviknum kjósendum VG að þeir hafa tækifæri til að hafa árhrif á hverjir verða þingmenn NA kjördæmis. Það gera þeir með að taka þátt í galopnu prófkjöri okkar og þar er nægt mannval ungra og reyndari þingmannsefna. Ekki var hægt að sjá að kalli um endurnýjun væri svarað heimafyrir í VG.

Samfylkingin hefur svarað kröfum fólksins og gefur öllum þeim sem áhuga hafa á að hafa áhrif þátttöku.... það skipir máli hverjir veljast þingmenn kjördæmisins og hvernig þeir eru valdir.

Á morgun er aðaldagurinn í prófkjörinu og ég hvet alla til að taka þátt.  Ef VG liðar hafa áhuga á að taka þátt í alvöru lýðræði er tækifærið hjá Samfylkingunni sem hefur innleitt opnara lýðræði og tækni við val á framboðslista.


mbl.is Fylgi Samfylkingar eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ég er búinn að kjósa. Versta helvítið að ég varð að haka við eitthvað bull um að ég myndi styðja SF í næstu kosningum. En hvað með það, það verður að líta jákvætt á það sem vel er gert. Samfylkingin fær prik hjá mér fyrir þetta prófkjör, það ert til fyrirmyndar. Óskandi að aðrir flokkar tækju þetta upp.

Víðir Benediktsson, 6.3.2009 kl. 23:18

2 identicon

Við elskum þig í fjarlægð Víðrir minn gleymdurðu nokkuð þeim gamla?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 00:30

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Að sjálfssögu gleymdi ég þér ekki Gísli minn, skárra væri það nú.

Víðir Benediktsson, 7.3.2009 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband