Ef ég væri Vinstri grænn...

Þá myndi ég gerast mikill stuðningsmaður Hlyns í báráttunni við Steingrím J. VG þarf svo sannarlega á því að halda að lífga upp á viðmótið og viðhorfin hér í Norðaustrinu.

Hlynur er nútímalegur vinstrimaður með góða framkomu og mannleg viðhorf. Steingrímur er orðinn eins og eilífðar fúll á móti og málflutningur hans og framkoma skaða VG aftur og aftur í kosningabaráttu.

Gangi þér vel Hlynur.... verst að ég get ekki stutt þig öðru vísi en svona hugarfarslega af skiljanlegum ástæðum.


mbl.is Hlynur Hallsson í framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergur Thorberg

Berast Hlynur og Steingrímur á banaspjótum? Ef svo er, vona ég að Hlynur hafi betur. Steingrímur er gamaldags og ætti í raun og veru að vera í einhverjum bændaflokki.

Bergur Thorberg, 4.2.2009 kl. 13:05

2 identicon

Steingrímur J. er fínn og með mannúðleg viðhorf.  Að mínum dómi.

EE (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 13:15

3 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrri fögur orð í minn garð Jón Ingi C. Átti nú ekki alveg von á svona miklu hóli úr þessari átt.

Þú þarft hinsvegar aðeins að skoða viðhorf þitt til Steingríms, ég hef aldrei séð þig skrifa jákvæðan stafkrók um hann!

Og kæri Bergur þá eru nú engin banaspjót í gangi. Ég sækist aðeins eftir 1.-3. sæti og finnst sjálfsagt mál að fólk hafi val um frambjóðendur, það er hin lýðræðislega krafa.

Bestu baráttukveðjur,

Hlynur Hallsson, 4.2.2009 kl. 13:25

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Steingrímur er búinn með innistæðuna hjá mér... ég búinn að vera flækur í stjórnmál frá því 1977 og hef fylgst með Steingrími frá því hann kom í þennan bransa. Viðhorf mitt byggir á næstum 30 ára áhuga á stjórnmálum og pælingum þar um og það leiðir til þessarar niðurstöðu.

Þú mátt ekki taka það persónulega þó ég taki aðeins á því þegar verið er að ræða stjórnmál... það hefur ekkert með persónlega skoðun mína á mönnum að gera... aðeins málefnum og málflutningi.

Mín skoðun er að VG hefði gott af því hér að yngja upp viðhorf og framkomu og þar virkar þú alveg... og hana nú

Jón Ingi Cæsarsson, 4.2.2009 kl. 13:38

5 Smámynd: Páll Jóhannesson

Ég tek undir með þér Jón Ingi það yrði stórkostlegt fyrir kjördæmið ef Hlyn tækist að velta Steingrími úr sessi - ég bara vona það þótt ekki sé ég stuðningsmaður VG, en mér ekki sama hver fer fyrir þessum flokki. Hlynur yrði fínn þarna.

Páll Jóhannesson, 4.2.2009 kl. 14:14

6 identicon

Eldri menn eru oft vitrari við stjórnun.  Gamaldags er ekki endilega vont.

EE (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 16:28

7 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Hin lýðræðislega krafa felst í því að þeir sem kjósa frambjóðendur í prófkjöri er í sjálfvald sett að raða þeim sem þeir vilja í þeirri röð sem þeir vilja. Þannig að ef hugur kjósenda er að setja þig í fyrsta sætið þá gera þeir það. Hinsvegar er það skýr staðreynd að ef þú ert að gefa kost á þér m.a. í fyrsta sætið þá er það ekkert annað en aðför að þeim sem hvílir í fyrsta sætinu, hvort sem þér líkar það betur eða verr.

Magnús V. Skúlason, 5.2.2009 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband