Kemur ekki á óvart.

Það eru margir óákveðnir... 38%. Það er því mikið enn í pípunum en megininntakið er að fylgið er að leita á gamalkunnar slóðir. Mér þykir trúlegt að VG fari niður í þetta 14-16%, Framsókn endi í 12-14% og síðan verði Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn á nokkuð svipuðu róli og síðast.

Frjálslyndir gætu horfið og önnur framboð ná varla að stimpla sig inn á jafn stuttum tíma og er til kosninga.

Niðurstaðan gæti því orðið samstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar enn á ný... og þá eru málin komin á upphafsreit.

Íslenskir kjósendur eru ekki fyrir kollsteypur og þegar upp er staðið erum við rólegheita þjóð sem er sein til vandræða. En ef þetta verður niðurstaðan sem margt bendir til vill maður spyrja sig...

Til hvers var barist ??


mbl.is Sjálfstæðisflokkur stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var bara barist til að sýnast !

Það var skipt um vatn en sama flaskan notuð, ekki einu sinni þrifin !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 19:54

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Verður ekki almenn uppreisn í landinu, ef það verður sem þú spáir B og D?

Auðun Gíslason, 3.2.2009 kl. 19:59

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

ER það... ? gera menn uppreisn gegn lýðræðislegum niðurstöðum kosninga sem allir voru að biðja um ?? Maður bara spyr sig... meirihlutinn ræður alltaf í frjálsum samfélögum

Jón Ingi Cæsarsson, 3.2.2009 kl. 20:12

4 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Vonum að þjóðin hafi vit á því að breyta um brag, án þess að koma þurfi til frekari uppþota

Hulda Margrét Traustadóttir, 3.2.2009 kl. 20:22

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Mín uppreisn mun felast í því að fara úr landi með mína fjölskyldu ef framsókn og sjálfstæðisflokkurinn fá umboð landa minna til að stýra þjóðarskútunni. Ég trúi því samt ekki fyrr en á reynir..!!!! Hversu mikið þarf að rústa lífi fólks hér áður en það rís upp???

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.2.2009 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband