3.2.2009 | 09:36
Þetta var vandinn í hnotskurn.
Sjálfstæðismenn skildu aldrei þann vanda sem við blasti. Þeir áttuðu sig ekki á því hvað var að gerast í þjóðfélaginu og þann trúnaðarbrest sem orðinn var með þjóðinn í garð stjórnvalda.
Þessar yfirlýsingar Halldórs Blöndal sýns svo um verður ekki villst hvað Sjálfstæðismenn voru dottnir úr sambandi við atburðarás og aðstæður.
Seðlabankinn var rúinn öllu trausti bæði innanlands og erlendis. Slíkt er óþolandi og ófært og ef þessi menn hefðu skilið um hvað máli snérist og hefðu axlað ábyrgð og horfið úr stólum sínum þegar í október er nánast öruggt að atburðarás hér hefði orðið með öðrum hætti.
Þetta var eitt af stóru málunum sem settu þetta þjóðfélag á annan endann en það skildu Sjálfstæðismenn aldrei og skilja greinilega ekki enn sbr. Halldór Blöndal.
Yfirlýsingar jaðra við einelti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég veit ekki betur en að sjálfstæðismenn hafi lagt þjóðina í einelti í áratugi. Hvern fjandann er H. Blöndal að væla? Spilligarfélagið sem kallar sig sjálfstæðisflokk er gjörsamlega veruleikafirrt og sokkið upp fyrir haus í hroka, spillingu og skipulagðri glæpastarfsemi. Það þarf að fara fram meiriháttar meindýraeyðing í stjórnkerfinu vegna spillingarfélagsins sem kallar sig sjálfstæðisflokk og Bleðlabankinn er ein af aðalgróðrastíunum fyrir utan risarotþróna hæstarétt.
corvus corax, 3.2.2009 kl. 09:48
Mér finnst þessi 18.ár hafa verið mjög góð, mikil upp bygging stundum of mikil en síðan kom kreppa sem varð til af græðgi og heimsku örfárra manna.
Ragnar Gunnlaugsson, 3.2.2009 kl. 09:56
Þetta var brauðmolaáratugirnir. Aldrei hefur eignamisréttið aukist jafn mikið og á Íslandi sbr. G-stuðli.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 10:30
Þú ert nú greinilega "að kasta steini úr glerhúsi" með þessum texta þínum Samfylkingin tók nú "jafn furðulega" á vandamálunum þegar þau komu upp á yfirborðið og var í lítið minni afneitun. Stóru mistökin ykkar voru að fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum en því hefur sennilega "ráðherrastólinn og valdið" fyrst og fremst ráðið. Nær hefði verið að leyfa Framsóknar-og Sjálfstæðisflokknum að halda áfram eftir síðustu kosningar og "hrynja saman". Það var undirliggjandi fyrir nokkrum árum hvert stefndi í efnahagsmálum þjóðarinnar og ef menn hefðu bara hlustað á þessa örfáu alvöru hagfræðinga, innlenda og erlenda í stað þess að gera lítið úr þeim þá væri staða okkar sennilega öllu skárri. Framsóknar- og sjálfstæðmenn keyrðu okkur hægt og rólega "inní hrunið" og bera að mestu ábyrgð á því. Þeir gáfu ótrúlegustu mönnum tækifæri til að leika sér með "fjármálakerfið" í mörg ár og tóku "sofandi þátt í veislunni". Að Framsóknarflokkurinn, annar af þeim flokkum er skapaði kreppuástandið, skuli síðan þurfa að bjarga Samfylkingunni úr "fyrri ríkisstjórn" er bara brandari og sýnir hversu íslensk pólitík er "ótrúlega heimsk og ábyrgðarlaus" og þar er það "Flokkurinn" sem er númer eitt. Á Íslandi hefur verið "Flokksræði" í áratugi og allur sá ósómi er því fylgir. Nú er vonandi komið að "Lýðræði" á Íslandi.
Hvað varðar Seðlabankann og það "lið sem honum "stjórnar", þá er hann nú bara "sorglegur brandari" í öllu þessu ábyrgðarleysi.
Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 11:08
Framsókn á núna lífið í Samfylkingunni. Kaldhæðnislegt en satt.
Víðir Benediktsson, 3.2.2009 kl. 14:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.