Skoðanamunur snérist um verkfælni Sjálfstæðisflokksins.

Það var skoðanamunur í röðum Samfylkingar. Sá skoðanamunur snérist um að sumir trúðu því að Sjálfstæðisflokkurinn tæki til verka og gerði það sem nauðsynlegt væri.

Ég var einn þeirra sem vildi trúa því að þessi stóri og öflugi flokkur hysjaði upp um sig færi í þá tiltekt og verk sem þegar var búið að ákveða og lágu fyrir af hálfu Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks fyrir þremur mánuðum síðan.

Það gerðist ekki og Sjálfstæðisflokkurinn hraktist úr einu víginu til annars. Allir þekkja Seðlabankamálið en mörg önnur mál voru föst og mjökuðust ekki.

Að lokum hætti meira að segja ég, sem vildi trúa því að þeir hefðu sig af stað, að hafa trú á að slíkt gerðist.

Stjórnmálalegur, efnislegur og framkvæmdalegur ágreiningur er ekki til staðar innan Samfylkingarinnar. Ágreiningur snérist um samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn og mjög svo mismunandi trú á að gamla skrímsli vaknaði og tæki til verka. Þeir síðustu sem enn höfðu þá trú misstu hana um helgina.

Um þetta snérist málið um helgina og reynar sumt af því verið í pípunum lengi. Þessi listi er ekki tæmandi og er birtur hér annarsstaðar á Mbl.is

1. Fylgt verði efnahagsáætlun ríkisstjórnar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og framkvæmd hennar styrkt með framkvæmdanefnd undir forystu formanna stjórnarflokkanna. Jafnframt verði komið á fót upplýsingamiðstöð sem tryggi greiðari miðlun upplýsinga til almennings um aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að mæta afleiðingum bankahrunsins.

2. Gerðar verði breytingar á stjórnarskrá hvað varðar fullveldi og auðlindir þjóðar. Jafnframt verði lögð fram tillaga um stjórnlagaþing, sem verði kosið til samhliða þingkosningum.

3. Skipt verði um yfirstjórn Seðlabanka Íslands. Lögum um Seðlabanka Íslands verði breytt með þeim hætti, að yfir bankanum sé einn bankastjóri, skipaður út frá alþjóðlegum hæfniskröfum, og að komið verði á fót peningastefnuráði sem fari með ákvarðanir um beitingu allra stjórntækja bankans, þ.e. stýrivaxta, bindiskyldu og lausafjárreglna. Nefnd verði skipuð um endurskoðun peningamálastefnu Seðlabanka.

4. Skipt verði um yfirstjórn Fjármálaeftirlitsins.

5. Sett verði lög sem tryggi niðurfærslu veðskulda að greiðslugetu óháð veðstöðu láns, bæti réttarstöðu skuldara við upphaf og lok gjaldþrotaskipta, m.a. með afskrift þeirra skulda sem ekki fást greiddar. Búsetuöryggi þeirra fjölskyldna sem missa íbúðarhúsnæði við gjaldþrot og nauðungarsölu tryggi lágmarksröskun á stöðu og velferð fjölskyldunnar.

6. Stofnaður verði Bjargráðasjóður heimilanna til að standa straum af björgunaraðgerðum í þágu heimila í landinu, sem m.a. feli í sér aðgerðir til að lækka greiðslubyrði almennings. Leitað verði leiða um fjármögnun sjóðsins sem feli í sér aðkomu auðmanna, sem báru ábyrgð á hruni bankakerfisins og tímabundið viðlagagjald sem leggist á þá sem hafa háar tekjur.

7. Ákveðnar verði aðgerðir í þágu heimila og fyrirtækja í nánu samráði við aðila vinnumarkaðarins. Áhersla verði lögð á vinnumarkaðsaðgerðir, fjölgun starfa, endurmenntun, úrbætur á námslánakerfinu o.s.frv. Jafnframt komi fulltrúar ríkis og sveitarfélaga með viðræðuumboð að vinnu með öðrum aðilum vinnumarkaðarins um stöðu og horfur í efnahags- og kjaramálum, opinberum fjármálum, velferðar- og skattamálum.

8. Gripið verði til markvissra aðgerða í bankakerfinu til að tryggja þjónustu við skuldsett fyrirtæki.

9. Breytingar verði gerðar á skipan ráðherra og ráðuneyta.

10. Kosningar til Alþingis verði haldnar 30. maí 2009. Samhliða þingkosningum fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort sækja eigi um aðild að Evrópusambandinu.


mbl.is „Samfylkingin bugaðist"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

"Stjórnmálalegur, efnislegur og framkvæmdalegur ágreiningur er ekki til staðar innan Samfylkingarinnar. Ágreiningur snérist um samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn og mjög svo mismunandi trú á að gamla skrímsli vaknaði og tæki til verka. Þeir síðustu sem enn höfðu þá trú misstu hana um helgina".

Tek undir þetta . Og nú er þetta "samstarf" að baki,  endurreisn þjóðfélagsins framundan  og mikilvægt að Samfylkingarfólkið þjappi sér saman.

Sævar Helgason, 27.1.2009 kl. 11:36

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

til hamingju með það að hafa séð ljósið Jón.. núna kannski þakkaru okkur fyrir öll mótmælin undanfarið í stað þess að hnýta í þau :)

Góður pistill hjá þér.

Óskar Þorkelsson, 27.1.2009 kl. 13:07

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Já Jón minn, það verður fullt starf fyrir ykkur að klóra yfir skítinn á næstunni og endilega bara kenna Sjálfsstæðisflokknum um allt sem aflaga fór. Verst að enginn fullhugsandi tekur mark á ykkur. Samfélagið hrundi í höndunum á ykkur og þið sitjið uppi með það. En að öðru, hvenær koma gjaldfrjálsu Vaðlaheiðagöngin sem áttu að koma strax?

Víðir Benediktsson, 27.1.2009 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband