Á hvern skín ljósið skærast ?

Hvað er að gerast ? Mótmælendur komnir í hár saman og farnir að mótmæla hvorir öðrum ?

Sjálfskipaður yfirmótmælandi Íslands virðist þola illa að sviðsljósið beinist að öðrum en honum sjálfum og hópar sem eru að mótmæla í sitt hvoru lagi leggja vinnu í að þagga hvorir niður í öðrum ?

Því er haldið fram að yfirmótmælandi Íslands handpikki sjálfur þá sem mega tala og aðrir koma ekki til greina. Sverrir Stormsker skrifa skemmtilega pistil um þetta á heimasíðu sína.

Smákóngalöngun sumra ganga sennilega af þessum mótmælum dauðum því samstöðugen okkar er svo vanþroska. Mér sýnist að yfirmótmælandi Íslands þoli ekki að aðrir tjái sig og sigar á þá lögreglu.....

Ég er eiginlega gáttaður á því hvernig þetta er að fara.

 


mbl.is Nýta lýðræðislegan rétt sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

uff Jón þetta er eiginlega fyrir neðan þína virðingu að bulla svona..

Ástþór er bara maður sem lætur ljós annara skína á sig.. ekkert ósvipað og Kolfinna og Jón Baldvin reyndu hér í haust við fádæma lélegar undirtektir.  Hann hefur reynt þetta á borgarafundum sem eru skipulagðir af öðrum en Herði torfa.. stela senunni er það sem Ástþór nærist á og fær fólk eins og þig til þess að bulla út í eitt. 

mér sýnist þú vera frekar hallur undir yfirvaldið og auðsveipur mjög undir þá sem stjórna í Samfó þessa dagana..  

eitt er pottþétt Jón, og það er að ef Samfó er með klofið galopið fyrir sjálfstektinni.. þá verður henni nauðgað út í eitt og það er nákvæmlega það sem er að gerast þessa dagana í íslenskum stjórnmálum.

Vaknaðu og breyttu þessu innanflokks Jón..  

Óskar Þorkelsson, 17.1.2009 kl. 18:12

2 Smámynd: Rannveig H

Ástþór og Eiríkur reiði myndu örugglega fagna þér.

Rannveig H, 17.1.2009 kl. 18:12

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Get lítið sagt annað enn að ég tek undir með Óskari.

hilmar jónsson, 17.1.2009 kl. 18:19

4 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Ekki þekki ég Jón Inga sem hér skrifar og ekki kýs ég Samfylkinguna en eftir lestur þessa pistils Jóns Inga sé ég ekki afhverju höfundur athugasemdar nr. 1 hér að ofan bregst svona harkalega við henni.  Það hlýtur að vera slæmt ef mótmælendur eru farnir að "rífast" um pláss á Austurvelli til mótmælahalds, er það ekki?  Það hlýtur að vera slæmt ef mótmælendur fara að skipa sér í margar fylkingar, er það ekki? Ef það er satt sem margir halda fram að Hörður ákveði alfarið hverjir fá að tjá sig á þessum fundum á Austurvelli og hverjir ekki, þá er eitthvað að, er það ekki? En, þurfi ég að velja á milli mótmælafunda þ.e. Harðar eða Ástþórs, þá mæti ég hjá Herði.

Katrín Linda Óskarsdóttir, 17.1.2009 kl. 18:20

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Mér finnst það slæmt ef menn eru farnir að rífast um það hver á og hefur mestan rétt til að mótmæla... út að það gengur þessi pistill.

Ég átta mig ekki á hvað það pirrar menn hér að ofan.. ég trúi því að það valdi fleirum áhyggjum en mér.. að þetta sé farið að snúast um menn .. í stað málefnis. ..  

Jón Ingi Cæsarsson, 17.1.2009 kl. 18:31

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ef þú ert sammála Sverri Jón, þá ertu orðinn hægrisinnaður anarkisti.. ef það er hægt :)

Ef þú hefðir beint orðum þínum að Ástþóri , sem augljóslega var að TROÐA sér inn á dagskrá sem hefur verið þarna í 15 vikur þá hefði þessi pistill þinn ekki verið svona mikið helvítis bull og þá hefðiru kannski fengið önnur tilsvör.. en það skín í gegnum orð þí í upphafspistlinum og svo í svari þínu hér að ofan meinhæðni til þeirra sem eru að mótmæla og eru ekki sáttir við ástandið.. ástand sem samfylkingin á svo sannarlega stóra sök í.

Óskar Þorkelsson, 17.1.2009 kl. 18:35

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég óttaðist þetta eimitt... snýst um menn en ekki málefni... eru það aðeins réttbornir með "réttar" skoðanir sem mega mótmæla... ég hélt að Austurvöllur væri sameign .. en ekki einkareitur.

Jón Ingi Cæsarsson, 17.1.2009 kl. 19:00

8 Smámynd: Ólafur Gunnarsson

Þú fyrirgefur Jón, en ég sé ekki að Samfylkingin sé alveg að skilja merkingu orðsins sameign. Allavega er sameign auðlindanna sem við eigum í hafinu umhverfis Ísland bara talin sameign fárra útvaldra, enda segir I.S.G. að við sem mótmælum ástandinu séum ekki þjóðin. 

Ólafur Gunnarsson, 17.1.2009 kl. 19:32

9 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ég er nú eiginlega að skrifa hér fyrir sjálfan mig ...

Jón Ingi Cæsarsson, 17.1.2009 kl. 20:18

10 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Jón Ingi!  Ég verð að viðurkenna að ég er svolítið hissa á þessum skrifum þínum. Ég hef ekki komið á neina þessara mótmælafunda, en látið mótmæli mín birtast með öðrum hætti. Ég er samt fylgjandi því að fólk fjölmenni til friðsamlegra mótmæla.  Ég hefði kosið að sjá málefnalegri framsögu í ræðum, því þær snúast yfirleitt bara um það sem liðið er, sem birtist í því að skamma stjórnvöld og skipa þeim að fara frá.

Til þess að þau geti farið frá, þurfa þeir sem mótmæla að hafa einhverja sýn á það hvernig á að hjálpa þjóðinni aftur á rétta lýðræðisbraut, þar sem heiðarleiki og réttsýni verði ráðandi stjórnunarhættir. Um slíkt er ekkert talað.

Það var þekkt af 14 fyrri fundum Radda fólksins á Austurvelli, hvern laugardag kl. 15:00, að fundirnir tóku aldrei minna en klukkutíma. Og, í lok hvers fundar var ævinlega boðað til næsta fundar, á sama stað og á sama tíma, næsta laugardag á eftir. Það fer því ekkert á milli mála, að þeir aðilar sem stóðu að fundarboði á sama stað, á sama tíma og fundur var hjá Röddum fólksins,  þeir voru eingöngu að hugsa um að spilla hinum reglulegu fundum Radda fólksins.

Hvaða hugarfar liggur að baki svona vinnubrögðum ætla ég ekki að dæma hér, en ljóst er að þeir bera enga virðingu fyrir því fólki sem komið var á Austurvöll til þess að vera á þeim fundir sem þar hafði verið boðaður í fundarlok viku fyrr.  Þeir sem ekki hafa hærri hugsjónir en að skemma samkomu sem fólk kemur saman á, ættu að fara á námskeið í samskiptahæfni. Slíkt gæti gert þá það færa í framsetningu sjónarmiða sinna, að fólk vildi gera sér erindi á fund hjá þeim til að hlýða á hugrenningar þeirra. Slíkt væri vænlegra til lýðhilli og tvímælalaust réttlátari, sanngjarnari og lýðræðislegri vinnubrögð.  

Guðbjörn Jónsson, 17.1.2009 kl. 22:00

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

góður Guðbjörn.. vel skrifað

Óskar Þorkelsson, 17.1.2009 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband