Kannski mögulegt án Gríms og afturhaldsþingmanna.

Ég er einn þeirra sem hef enga trú á að hægt sé að vinna með VG. Málflutningur, kverúlantaháttur  og afturhaldmálflutingar margra þingmanna flokksins og ekki síst formannsins gerir þennan flokk algjörlega óstarfhæfan í sókn til framtíðar.

Það má mikið breytast ef einhver stjórnmálaflokkur leggur í að eiga samstarf við þennan flokk sem hefur fátt annað gert en gagnrýna og níða menn og málefni.

Efnislega hafa VG liðar ekkert lagt fram í tillöguformi sem mark er á takandi. Þeir eru á móti ESB aðild, þeir vilja ekki ræða með opnum hætti um hugsanlega aðild, þeir vilja halda í krónuna, þeir vilja halda í afdankað og gamaldags landbúnarkerfi, þeir hafa ekki talað fyrir breytingum á kvótamálum, þeir hafa ekki lagt fram neinar marktækar tillögur í félags og heilbrigðismálum.

Eins og staða VG og málflutingur hefur verið undanfarin misseri sé ég ekki að nokkur flokkur hafi áhuga á að mynda með þeim ríkisstjórn. Það yrði mikið að breytast og hætt er við að margir myndu ekki treysta sér í samstarf við suma þingmenn VG sem hafa verið einstaklega óábyrgir í málflutningi sínum.

En ef VG breyttist í stjórnmálaflokk með skýra sín til framtíðar og létu af poppulima og hentimálflutingi gæti vel verið einhvern daginn að þeir yrðu stjórntækir.

Ég persónulega hef enga trú á því að það geti orðið meðan Þistilfirðingurinn afturhaldssami er formaður.... hann mun ekki breytast eftir 26 ára þingsetu og neikvæði. Hann hefur hangið á þessu þingsæti eins og hundur á roði og hætt við að eitthvað sé farið að draga úr skýrri sín eftir allan þann tíma sem lengst af hefur verið neikvæð þrautaganga í stjórnarandstöðu.


mbl.is Kosningar óumflýjanlegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefur nú ekkert reynt á það hvernig Vinstri grænir eru í ríkistjórn enda hafa þeir ekki verið við stjórnvölinn síðan þeir komu fram og hæpið að segja að þeim sé ekki treystandi þar sem enginn reynsla er af því ,þó liggur fyrir að það hafa ávallt komið varnaðarorð frá þeim varðandi þá stefnu sem hefur verið í gangi .

'Eg las nú í morgunblaðinu á bls 32 eftir Daniel Hannan sem er þingmaður breska íhaldsflokksins á Evrópuþinginu ,þar sem hann skorar á okkur Íslendinga að ganga ekki í ESB og læra af mistökum sem Bretar gerðu er þeir gengu í ESB á sýnum tíma ,ég hvet alla til að lesa þennan pistill Daniels þar sem kominn er nýr vinkill á málið .

 Þar segir hann ma. " Innganga í ESB fæli í sér algera örvæntingu,rétt eins og raunin var í tilfelli Breta .Við gerðumst aðilar að forvera samandsins á hinum erfiðu árum þegar Edward Heath var forsætisráðherra ,þegar verðbólgan var í tveggja stafa tölu ,allt logaði í verkföllum ,lokað var reglulega fyrir orku til almennings og þjóðargjaldþrot blasti við .Það er erfitt að ímynda sér að við hefðum stutt aðild áratug fyrr eða þá áratug síðar .Það hefði einfaldlega ekki ríkt nógu mikil svartsýni og örvænting .Þegar komið var fram á 9.áratug síðustu aldar fór almenningur að gera sér grein fyrir því hvað Evrópusamruninn væri í raun: kötturinn í sekknum.En þá varð einfaldlega ekki aftur snúið Niðurnjörvaðir af reglugerðafargani frá Brussel glötuðum við samkeppnisforskoti okkar .Við gengum Evrópusamrunanum á hönd við erfiðar aðstæður og afleiðingin var sú að við festum þær aðstæður í sessi 

Ekki gera sömu mistökin og við gerðum Þið þurfið þess ekki ."

Takið eftir að þetta er þingmaður á Evrópuþinginu sem skrifar þetta og hann ætti að vita hvað hann skrifar um  Á einum stað skrifar hann :"

Ég get upplýst ykkur um þá sorglegu staðreynd að afstaðan til ykkar er ömurleg í Brussel.Það er litið niður á ykkur .Daginn sem það lá fyrir að allir bankarnir ykkar höfðu lent í erfiðleikum komu þrír Evrópusinnaðir þingmenn á Evrópuþinginu til mín glottandi hver í sínu lagi : Jæja Hannan,Íslendingarnir þínir eru ekki beinlínis að gera það gott þessa dagana ,ha? Þeir sem hafa viljað standa utan við ESB. Þeir sem hafa alltof lengi fengið að hafa hlutina eftir eigin höfði ,þeir áttu þetta skilið."

Hann segir okkur frá ömurlegu aðkomu Gordons Brown  um hvað við 300 000 manna þjóðfélagi er litið öfundaraugum í Brussel og biður okkur um að hugsa vandlega áður en við látum sjálfstæðið frá okkur 

Guðmundur E.Jóelsson (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 14:08

2 identicon

Þó ég sé alls ekki sammála VG í öllum málum, t.d. Evrópumálum og landbúnaðarmálum, þá eru þeir eini stjórnmálaflokkurinn sem einhvers trausts nýtur í dag. Reyndar finnst mér ótrúlegra að VG geti hugsað sér að vinna með Samfylkingunni (Framsóknarflokknum II) heldur en öfugt eftir að gríman féll af siðspillingardrulluforarpyttinum og ráðaleysinu þar innandyra eftir bankahrunið. Ég ætla að spá því að nýr flokkur bjóði fram í næstu kosningum sem n.k. evrópusinnaður valkostur við VG og sópi til sín fylgi. VG og þessi nýi flokkur mynda svo saman stjórn, ásamt e.t.v. Íslandshreyfingunni sem á eftir að stórauka fylgi sitt í næstu kosningum. Bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking detta niður fyrir 20% og verða ekki með í íslenskri pólitík næstu áratugina. En líklega er þetta bara draumsýn hjá mér. Ég þekki  Íslendinga og veit að þeir láta þrælslundina, smásálina og lydduskapinn alltaf ráða gjörðum sínum. Ætli það verði ekki áframhaldandi Sjálfstæðisflokkur og Framsókn (sama undir hvaða nafni Framsókn gengur) sem koma til með að ráða hér öllu næstu öld eins og þá síðustu.

Daníel (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 14:37

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ég er sammála þér Jón að ég hef enga trú að hægt sé að vinna með vg.
Það er biðstaða nú og verður framyfir landsfund Sjálfstæðisflokksins.
Þá mun annaðhvort þessi ríkisstjórn sitja áfram eða Ingibjörg gengur út.
Geir hefur þingrofsréttinn og spurning hvað hann gerir - ég dreg það í efa að hann tali við vg.

Óðinn Þórisson, 3.1.2009 kl. 17:48

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Skiptar skoðanir eins og gefur að skilja... Sveitt Elías.. ég veit örugglega jafn mikið um stjórnmál en þú... þeim hef ég fylgst með af áhuga frá því ég var unglingur og starfað að þeim í 35 ár. Steingrímur J hefur alltaf verið þingmaður þess kjördæmis sem ég bý í ... og veit nákvæmlega hvernig hann starfar og hvernig stjórnmálamaður hann er...

Hann er fyrst og fremst vel máli farinn poppulisti og ég skora á að kynna þér nákvæmlega hvernig hann vinnur og hvað liggur eftir hann eftir þessi 26 ár á þingi... svo skulum við tala saman

Jón Ingi Cæsarsson, 3.1.2009 kl. 18:33

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sveinn fyrirgefðu... aðeins villtist á lyklaborðinu

Jón Ingi Cæsarsson, 3.1.2009 kl. 18:34

6 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Jón minn. Ég held að það megi nú vera andskoti miklir gallar á samtarfi við VG ef þeir eiga að vera verri en Sjálfstæðisflokkurinn í stjórn.

Það er áherslumunur við vinstri græna í orði, en ég held að hann sé ekki eins mikill á borði.

Gömlu staurarnor í flokknum eru ekki frjálslyndustu menn í heimi, en unga kynslóðin er mun nær SF. Hún vill í Evrópusambanndið og er búin að fá sig fullsadda af okurvöxtum og verðtryggingunni.

Að sjálfsögðu viljum við sjá hátekjuskatt og gjaldfrjálsa almenna heilbrigðisþjónustu.

Það vill sjálfstæðisflokkurinn ekki.

Samfylkingin er ekki sátt við sjávarútvegskerfið og því verður ekki breytt í þessu stjórnarsamstarfi.

Að lokum er öll þjóðin búin að fá upp í kok af ófaglegum ráðningum, sem ekki síst hafa árum saman verið iðkaðaðr hér á landi.

Jón Halldór Guðmundsson, 4.1.2009 kl. 02:12

7 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Já nafni... nú er að meta hvort eru meiri líkur til að Sjálfstæðisflokkurinn eða VG breytist.. og fari að takast á við framtíðina af ábyrgð og skynsemi.

Jón Ingi Cæsarsson, 5.1.2009 kl. 12:06

8 Smámynd: Rannveig H

Starfað í stjórnmálum í 35 ár. Er það ekki orðið þreytt.

Rannveig H, 5.1.2009 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband