Fullt umboð Samfylkingar og hefur legið fyrir lengi.

Ég veit ekki hvaðan Ármann Ólafsson hefur þá þvælukenndu kenningu að Samfylkingin hafi ekki umboð til að leitast eftir viðræðum um aðild Íslands að ESB. Slík fullyrðing er í besta falli óupplýst og í versta falli heimskuleg. Umboð forystu flokksins hefur legið fyrir lengi og þarf ekki að fjölyrða um slíkt.

Samfylkingin stóð fyrir útgáfu veglegs rits um þessu mál og var þar vandað til verka. Bók þessi er leiðbeining og stefnumörkun flokksins í málefnum ESB og hugsanlegrar aðildarumsóknar. Flestir þeir sem eru þokkalega upplýstir í stjórnmálum vita af þessu riti og stefnumörkun. En ekki Ármann Ólafsson greinilega.

Hún heitir...  Ísland í Evrópu... Greining á samningsmarkmiðum Íslands við hugsanlega aðildarumsókn að ESB... Ritstjóri Eiríkur Bergmann... gefin út í Reykjavík árið 2001. Össur Skarphéðisson þáverandi formaður skrifar formála.

Legg til að þingmenn Sjálfstæðisflokksins lesi þetta rit...þeir hafa svo sannarlega gott af því.


mbl.is Segir forystu ekki hafa umboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Ármann er ekki að tala um stjórnarsáttmála heldur heimildir forustu Samfylkingarinnar til að fara í slíkar viðræður.... þær liggja fyrir og ég veit ekki til þess að ÁRmann Ólafsson hafi nokkra hugmynd um starf og stefnu Samfylkingarinnar .... hann veit ekki einu sinni stefnu eigin flokks....

En það er gaman að sjá að >NN er sérfræðingur í þessu... hann treystir því að hann viti svo vel að Ísland sé verr statt innan ESB... þú ert sem sagt búinn að klára þetta fyrir okkur... þá bara sleppum við að hugsa um þetta...þú hlýtur að vita þetta best...

Jón Ingi Cæsarsson, 26.12.2008 kl. 23:27

2 Smámynd: Hjörleifur Guttormsson

Þessi staðhæfing Jóns Inga Cæsarssonar vakti athygli mína, þar eð ég hafði lesið grein Stefáns Jóhanns Stefánssonar varaborgarfulltrúa Samfylkingarinnar í Reykjavík, sem birtist í Morgunblaðinu á Þorláksmessu 23. desember sl. (síða 24) undir fyrirsögninni "ESB-stefna Samfylkingar?" Jón Ingi er hér greinilega að senda þessum samflokksmanni sínum hnútu, þótt hann kjósi þá Albaníuaðferð að blogga til Ármanns Ólafssonar sjálfstæðisþingmanns. Í grein sinni segir Stefán Jóhann m.a.:

"Þess vegna verður ekki séð að Samfylkingin hafi fylgt því eftir sem samþykkt var í póstkosningunni og samþykkt á landsfundi árið 2003, þ.e. að skilgreina svokölluð samningsmarkmið sem væru forsenda umsóknar um aðild að Evrópusambandinu."

Umrædd landsfundarsamþykkt Samfylkingarinnar 2003 um Evrópumál hljóðar þannig (skv. heimasíðu flokksins):

Evrópumál

 

Samfylkingin ákvað á stofnfundi sínum vorið 2000 að gera heildstæða úttekt um tengsl Íslands og Evrópusambandsins. Á grunni víðtækra upplýsinga tók síðan almennur flokksfélagi í Samfylkingunni ákvörðun í sögulegri kosningu haustið 2002 um að setja aðildarumsókn að Evrópusambandinu á stefnuskrá flokksins á grundvelli skilgreindra samningsmarkmiða. Í ljósi áhrifaleysis og einstakra milliríkjamála verður æ ljósara að erfitt verður að byggja á EES-samningnum til frambúðar.

 

Samfylkingin mun því stofna sérstakan 9 manna málefnahóp um Evrópumál sem m.a. skoði ávinning Íslands af aðild að Evrópusambandinu, skilgreini hver helstu samningsmarkmið eigi að vera við aðildarumsókn, meti stöðu EFTA og EES- samningsins og greini áhrif evrunnar á íslenskt efnahagslíf.

 

Tilvísanir Jóns Inga Cæsarssonar í rit frá árinu 2001, ritstýrðu af Eiríki Bergmann, eru augljóslega út i bláinn í því samhengi sem hér um ræðir. Samkvæmt upplýsingum Stefáns Jóhanns hefur áhugaflokkurinn mikli um ESB-aðild enn ekki unnið heimavinnuna og hundsað eigin landsfundarsamþykkt. Málefnahópurinn hefur aldrei komið saman segir okkur Stefán Jóhann í tilvitnaðri grein, þrátt fyrir eftirrekstur af hans hálfu. Er að vonum að honum þyki lítið leggjast fyrir lýðræðisleg vinnubrögð í svo stóru máli. - Hér hefur Samfylkingin greinilega fallið í djúpan pytt sem óvíst er að hún komist upp úr, nema ef vera kynni að Sjálfstæðiflokkurinn rétti henni hjálparhönd.

Hjörleifur Guttormsson, 26.12.2008 kl. 23:40

3 identicon

Nei en væntanlega með kosningu fá þeir umboð til þess og okkur er EKKI betur borgið UTAN ESB.

Reglugerðarverkið sem svo margir óttast mun vernda okkur almenning geng ofríki og yfirgangi embættismanna. Vernda okkur fyrir getuleysi og græðgi stjórnmálamanna og þingmanna.

Og kvótinn... já kvótinn sem okkur er hvort sem horfinn í hendur þjófanna, hann skiptir okkur hin engu máli. Útgerðin er hvort sem er gjaldþrota og því lengur sem kvótinn helst í höndum þessara ónytjunga sem eru að drepast úr græðgi, því dýrara verður það okkur, þjóðinni. Nú á að fara gefa þeim eftir skuldirna! Hvað næst!! Slétta ALLAR þeirra skuldir út, styrkja þá myndarlega í kaupum á nýjum skipum, og auka kvótann?

Kæmi mér sko ekki á óvart

ÞAL (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 07:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband